Vefjur með falafel, hummus og chili-mæjó

IMG_9277-2.jpg
IMG_9227-2.jpg

Nú er janúar að líða undir lok sem þýðir að Veganúar fer að klárast. Okkur hefur þótt virkilega gaman að sjá hversu margir eru að taka þátt í ár og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að halda áfram. Eins þætti okkur gaman að heyra hvernig ykkur hefur gengið í Veganúar og hvaða matur ykkur hefur þótt standa fram úr. 

IMG_9252-2.jpg
IMG_9260.jpg

Þessi færsla er sú síðasta í samstarfi okkar við Krónuna í Veganúar en okkur fannst tilvalið að enda á falafel vefjum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Falafel eru bollur gerðar úr kjúlingabaunum og allskyns kryddum. Bollurnar eiga uppruna sinn að rekja til Egyptalands og eru yfirleitt borðaðar í pítubrauði eða vefjum. Okkur þykir best að borða falafel í vefju, með hummus, grænmeti og sterkri sósu. 

IMG_9275-3.jpg
IMG_9287.jpg

Hér er listinn yfir hráefnin. Það er svolítið erfitt að lista niður hlutföll því það er misjafnt hvað fólk vill setja mikið í vefjurnar sínar og hvort fólk borðar fleiri en eina vefju. 

  • Vefjur - Við mælum með þeim frá Planet Deli og Banderos

  • Falafelbollur frá Hälsans Kök - Pakkinn er 300g og miðast við þrjá fullorðna

  • Hummus frá Tribe 

  • Salat að eigin vali

  • Rauðlaukur (má sleppa)

  • Kirsuberjatómatar (má sleppa)

  • Sriracha mæjó frá Flying goose

  1.  Eldið falafelbollurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Það er bæði hægt að steikja þær á pönnu eða í bakaraofni og við mælum með því síðarnefnda. 

  2. Hitið vefjurnar í nokkrar sekúndur í ofninum eða í örbylgjuofni

  3. Smyrjið vefjuna með hummus, raðið falafelbollunum og því grænmeti sem ykkur lystir ofan á og endið svo á sriracha mæjóinu. Það er virkilega bragðgott en heldur sterkt svo við mælum með að setja ekki of mikið til að byrja með. 

  4. Rúllið vefjurnar upp og njótið!

Veganistur

 

krónan.png

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Vikumatseðill 29.jan - 3.feb

IMG_9275-3.jpg

Vikumatseðill 29.jan til 3.feb

Mánudagur:
Lasanga með hvítlauksbrauði og salati

Þriðjudagur:
Kókos-karrý súpa með góðu brauði

Miðvikudagur:
Arabískt kúskús salat með fersku grænmeti og döðlum. 

Fimmtudagur:
Falafelvefjur með hummus og grænmeti

Föstudagur:
Nachos með blómkálshakki, svörtum baunum, kasjúostasósu, salsa, guacamole og fersku grænmeti

Laugardagur:
Mac and cheese með glútenlausu pasta og steiktu brokkolí

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Kjúklingabaunakarrý

IMG_2023.jpg

Baunir eru dæmi um mat sem ég kunni alls ekki að meta áður en ég varð vegan. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að ég ólst ekki upp við að borða þær, að undanskildum þessum hefðbundnu grænu og gulu baunum sem flestir þekkja. Þegar ég gerðist grænkeri fór ég fljótt að læra að elda baunir og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Í dag eru þær í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

IMG_1867.jpg

Baunir eru virkilega hollar. Þær innihalda prótín, mikið af trefjum og alls kynns fleirum góðum næringarefnum. Eins finnst varla ódýrari matur í heiminum í dag og henta því vel námsmönnum eins og mér. hægt er að kaupa þurrar baunir og sjóða í stórum skömmtum og frysta t.d, en þær fást einnig tilbúnar í dós og þarfnast þá nánast engrar fyrirhafnar.  Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri að sjóða mínar eigin baunir en það er bara svo ótrúlega auðvelt að kaupa þær tilbúnar í dós.

IMG_1882.jpg
IMG_1926.jpg

Síðustu ár hafa baunir verið virkilega stór partur af mínu mataræði og má segja að ég eldi einhverskonar baunir á hverjum degi. Það eru til ótrúlega margar tegundir af þeim sem allar hafa sína eiginleika og því eru möguleikarnir miklir. Kjúklingabaunir verða oftar en ekki fyrir valinu því þær eru fullkomnar í allskyns rétti, hvort sem það er hummus, falafelbollur, kryddaðar og ristaðar í ofni eða á pönnu, út á salöt eða í pottrétti. 

IMG_1958.jpg

Í þessari viku ákváðum við systur í samstarfi við Krónuna að deila með ykkur einni af okkar einföldustu baunauppskrift. Ég held að það sé einhverskonar karrýpottréttur á matseðlinum okkar í hverri einustu viku en það er vegna þess hversu einfalt og þægilegt er að gera slíka rétti. Það er einnig hægt að gera þennan rétt svo ótrúlega fjölbreyttan að maður fær aldrei leið á honum. Sú útgáfa sem við deilum með ykkur í þessari viku er sú allra einfaldasta en það þarf einungis fjögur hráefni í réttinn, og gengur hann fullkomlega sem máltíð einn og sér en einnig er hægt að hafa alls kyns gott meðlæti með honum.

IMG_1995.jpg

Hráefni:

Aðferð:

  1. saxið laukinn og steikið upp úr örlitlu vatni þar til mjúkur. 

  2. Setjið madras maukið út í, 1/4 ef þið viljið hafa réttinn mildan og meira fyrir sterkari útgáfu.

  3. Hellið vatninu af baununum og bætið þeim útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið í 10 til 15 mínútur

Réttinn má bera fram einan og sér en hann er einnig virkilega góður með hrísgrjónum ,salati og auðveldu pönnubrauði. HÉR er uppskrift af virkilega einföldu brauði.

-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Pönnubrauð

IMG_1978.jpg
IMG_1985.jpg

Heimabakað brauð getur sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að ýmsum máltíðum. Það er því virkilega hentugt að kunna að gera einfalt og fljótlegt brauð til að hafa með matnum. Ég komst fyrir nokkru upp á lagið með að gera pönnubrauð en það er einstaklega þægilegt þar sem þarf hvorki að hefa það né baka í ofni.  Hráefnunum er einfaldlega skellt saman og brauðið steikt í nokkrar mínútur á pönnu. Þetta brauð passar fullkomlega með alls konar pottréttum og súpum.

IMG_2011.jpg

Hráefni:

  • 4 dl spelt hveiti

  • 2 dl vatn

  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og bætið við meiru hveiti ef deigið er blautt.

  2. Skiptið deiginu í 6 litlar kúlur.

  3. Fletjið kúlurnar út og steikið í nokkrar mínútur á heitri þurri pönnu.

  4. Gott er að pensla brauðið með vegan hvítlaukssmjöri um leið og það kemur af pönnunni en það er alls ekki nauðsynlegt.

-Veganistur

 

Vikumatseðill 22.-26. janúar

IMG_5558.jpg

Vikumatseðill 22.janúar til 26.janúar

Mánudagur:
Rjómapasta og hvítlauksbrauð

Þriðjudagur:
Grænmetisbuff, soðið bygg, litríkt salat og heimagerð pítusósa - gerð úr vegan mæjónesi, herbs de provence kryddi (frönskum jurtum) og smá salti.

Miðvikudagur:
Linsubaunasúpa

Fimmtudagur:
Fljótlegt kjúklingabaunakarrý (uppskrift kemur á morgun)

Föstudagur:
Taco Fredag, eins og Svíarnir segja: Vefjur með vegan hakki, salsasósu, Oatly sýrðum rjóma, grænmeti og guacomole

veganisturundirskrift.jpg

Vegan Domino's pizza!

IMG_2545.jpg

Janúar hefur fljótt orðið stærsti mánuður grænkera með átakinu Veganúar. Með hverju ári fjölgar þáttakendum Veganúar gríðarlega og í kjölfarið hafa veitingastaðir og matvöruverslanir brugðist við með fjölbreyttara úrvali. Nú í ár taka Domino's þátt í fyrsta skipti, okkur og öðrum til mikillar gleði, og bjóða upp á vegan ost á pizzurnar sínar. Það hafa margir beðið eftir því að geta keypt sér glóðvolga pizzu á þriðjudagstilboði með vegan osti.

IMG_2435.jpg
IMG_2460-3.jpg

Domino's býður upp á einn vegan botn en það er sá lauflétti. Á matseðlinum er að finna Grænmetisparadís, en á henni eru kirsuberjatómatar, spínat, sveppir, svartar ólífur, hvítlaukur og rauðlaukur. Hingað til hefur verið hægt að fá hana vegan með því að sleppa ostinum en vegan osturinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Auk hennar setti Júlía saman sína eigin pizzu og á henni var rauðlaukur, sveppir, ólífur, nachos og bbq sósa. Báðar pizzurnar smökkuðust æðislega sérstaklega með hvítlauksolíunni sem okkur þykir ómissandi á pizzu. Eins og er bjóða Domino's einungis upp á vegan ost í janúar af tilefni Veganúar en vonandi ef viðtökur eru góðar halda þau honum á matseðlinum. 

Hver er þín uppáhalds vegan samsetning á pizzu? 

IMG_2524.jpg
a36a75faea87c5253c9212e18f1504e0.png

        þessi færsla er unnin í samstarfi við Domino's 

Heimagerð Pizza

IMG_2187.jpg

Þegar ég segi fólki að einn af mínum uppáhaldsmat sé pizza, verður það oft mjög hissa eða finnst það hljóma mjög óspennandi. Það sér þá oft fyrir sér einhverja hollustupizzu með engu á nema sósu og spínati. Föstudagspizzan okkar lítur hins vegar alls ekki þannig út, þar sem það er orðið ótrúlega auðvelt að fá fullt af alls konar góðum ostum og áleggi svo pizzan verður virkilega bragðgóð og ekki síðri en venjulegar pizzur. Það kemur fólki einnig oft á óvart að pizzadeig líkt og flest brauð er nánast alltaf vegan og því ekkert mál að bæði panta pizzu og fá tilbúið pizzadeig út í búð sem er vegan. Pizzasósa er annað sem er eiginlega alltaf vegan og þetta er því ekkert flóknara en svo að kaupa pizzadeig og álegg og skella því í ofninn.

Webp.net-gifmaker.gif

Við systur ákváðum því í samstarfi við Krónuna að sýna ykkur hvernig við gerum okkar uppáhalds heimagerðu pizzur. Við vildum hafa pizzurnar eins auðveldar og hægt er og notuðumst því við keypt pizzadeig og tilbúna pizzasósu, en það gerum við til að sýna fram á að vegan matargerð geti verið virkilega auðveld og ekki svo frábrugðin annarri matargerð. Við ákvaðum að gera þetta í samstarfi við Krónuna þar sem þau hafa mikið og fjölbreytt úrval af vegan ostum og ættu því allir að geta fundið ost við sitt hæfi. Við settum saman tvær pizzur, eina sem er mjög auðveld og þarf ekki mikið af hráefni og síðan eina örlítið flóknari útgáfu. Það sem okkur finnst hins vegar best við pizzur er að það er hægt að setja nánast allt sem að hugurinn girnist á þær og því oft til eitthvað sniðugt í ísskápnum til að skella á pizzadeig. 

IMG_2216.jpg
IMG_2361.jpg

Auðveld útgáfa:

Aðferð:

  1. Rúllið deiginu út á plötu og dreifið pizzasósunni yfir

  2. Okkur finnst best að setja ostin næst og hitt áleggið síðan þar ofan á, þó er gott að geyma smá ost til að setja síðast en það er ekki nauðsynlegt

  3. Gott er að leyfa Oumphinu aðeins að þiðna og skera það niður áður en því er dreift yfir

  4. Bakið pizzuna í u.þ.b. 20 mínutur við 200°C

Fyrir flóknari útgáfu bætið ofan á:

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Vegan hakk og spaghettí

IMG_9011-2.jpg

Í janúar ætlum við, í samstarfi við Krónuna, að útbúa fjóra gríðarlega einfalda rétti sem tekur einungis nokkrar mínútur að elda. Réttirnir munu henta öllum, hvort sem þeir eru að taka sín fyrstu skref í lífsstílnum eða löngu orðnir sjóaðir. Réttirnir eru fullkomnir fyrir þá sem eru á síðasta snúningi með að kaupa í matinn eða einfaldlega nenna ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum eftir langan vinnu- eða skóladag. Þó eru þeir líka tilvaldir fyrir þá sem elska að elda og munu réttirnir allir bjóða upp á að hægt sé að bæta við því sem manni þykir gott ef maður er í stuði til að eyða meiri tíma í eldamennskuna. Réttirnir munu passa fyrir alla fjölskylduna og líka fyrir þá sem eru svolítið efins varðandi vegan mat. 

Mér fannst viðeigandi að byrja á þeirri máltíð sem ég geri hvað oftast þegar ég vil elda eitthvað sem er fljótlegt en á sama tíma bragðgott og saðsamt. Hakk og spaghettí hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá mér og enn frekar eftir að ég varð vegan. Sojahakkið frá Hälsans Kök er ótrúlega gott og hentar mjög vel í þennan rétt. Ég er ekki viss um að margir myndu taka eftir því að um vegan hakk sé að ræða þegar þeir borða það í réttum eins og þessum. 

IMG_9094-2.jpg

Það er að sjálfsögðu misjafnt hvaða grænmeti fólk notar í hakk og spaghettí en í þetta skiptið vildi ég hafa þetta virkilega einfalt og notaði frosnar grænar baunir og svartar ólífur. Mér finnst ólífurnar eiginlega þarfar í réttinn en vissulega þykja ekki öllum ólífur góðar og vilja því nota eitthvað annað. Ég myndi þá mæla með sveppum og gulrótum. 

IMG_9078-3.jpg
IMG_9090.jpg

Ég útbjó hvítlauksbrauð og hemp-parmesan sem meðlæti en fyrir þá sem hafa ekki tíma eða nenna ekki að útbúa meðlæti er t.d mjög gott að hafa bara baguette og vegan smjör. Þó er alls ekki þörf á því að hafa meðlæti þar sem rétturinn er saðsamur og bragðgóður einn og sér. 

IMG_9103-2.jpg

Hakk og spaghettí - fyrir 4

  • 400g Spaghettí frá Gestus

  • 1 poki hakk frá Hälsans Kök

  • Olía til steikingar

  • 1 krukka pastasósa frá Gestus

  • 1 dl frosnar grænar baunir (má sleppa)

  • 1 dl svartar ólívur skornar í sneiðar (má sleppa)

Aðferð

1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Gott er að setja örlítið salt í pottinn og nokkra dropa af olíu

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hakkið í sirka fjórar mínútur

3. Bætið grænu baununum, ólívunum og pastasósunni á pönnuna og leyfið því að malla í sirka sjö mínútur

4. Smakkið til með salti og pipar

Hérna eru svo uppskriftir af:
Hvítlauksbrauði
Hemp-parmesan

-Veganistur

krónan.png

-Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar-

Hemp-parmesan

IMG_9105.jpg

Ég geri oft parmesan úr kasjúhnetum og næringargeri sem er fullkominn á pastarétti. Þar sem kærastinn minn er með ofnæmi fyrir hnetum byrjaði ég að prufa mig áfram og útbúa parmesan úr t.d sólblómafræjum og hempfræjum. Það bragðast virkilega vel og í dag ætla ég að deila með ykkur þessari einföldu uppskrift.

Hemp-parmesan:

  • 1/2 bolli hempfræ

  • 3 msk næringarger

  • Örlítið hvítlauksduft

  • Örlítið laukduft

  • 1/2 tsk salt

Skellið öllu í blandara og púlsið nokkrum sinnum. Það þarf ekki að mylja hann alveg niður í duft heldur er betra að hafa hann smá "chunky"

Veganistur

Einfalt hvítlauksbrauð

IMG_9107.jpg

Þessi uppskrift er svo einföld að hún telst varla sem uppskrift. Þó langaði okkur að deila henni með ykkur því þetta hvítlauksbrauð er ómissandi með góðum pastaréttum. Þegar við vorum yngri keypti mamma okkar stundum tilbúið hvítlauksbrauð til að setja í ofninn og við héldum mikið uppá það. Þetta brauð bragðast nákvæmlega eins, ef ekki betra.

IMG_9050.jpg

Hvítlauksbrauð:

  • Baguette

  • Vegan smör eftir smekk

  • 1-2 hvítlauksgeirar (fer eftir því hversu mikið smjör notað er)

  • Örlítið salt

Aðferð:

  1. Skerið baguette í sneiðar. Ekki skera alveg niður samt heldur búið til svona djúpar rákir en passið að brauðið haldist ennþá saman

  2. Blandið saman smöri, pressuðum hvítlauk og salti. Það fer alfarið eftir smekk hversu mikið hvítlaukssmjör fólk vill hafa. Ég vil hafa mitt vel safaríkt að innan svo ég notaði 2 kúfullar msk af smjöri og svo 2 frekar litla hvítlauksgeira

  3. Skiptið smjörinu niður í rákirnar og troðið því vel á milli. það má alveg verða smá eftir ofan á brauðinu, það er bara betra

  4. Setjið í ofninn á 200°c í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið smá gullið að ofan og smjörið alveg bráðið innan í

  5. Berið fram heitt með því sem ykkur lystir

-Veganistur

Vikumatseðill 8.jan til 13.jan

IMG_9090.jpg

Vikumatseðill 8. jan til 13.jan

Mánudagur
Grænmetissnitsel með kartöflum, salati og vegan bernease

Þriðjudagur
Mexíkóskur pottréttur með sætum kartöflum og baunum, borið fram með hrísgrjónum og salati

Miðvikudagur
Núðlur með tofu og grænmeti í sesam-soja dressingu

Fimmtudagur
Hakk og spagetti með hvítlauksbrauði og heimagerðum parmesan

Föstudagur
Nachos með oumphi, svörtum baunum, salsasósu, guacamole, sýrðum rjóma og fersku grænmeti

Laugardagur
Take-away ! :D

Vikumatseðill 2.jan til 6.jan

download (2).jpg

Vikumatseðill 2.janúar til 6.janúar

Þriðjudagur
Kínóasalat með rauðrófum, sólþurrkuðum tómötum og eplum

Miðvikudagur
Hnetusmjörsnúðlur með tofu

Fimmtudagur
Grjónagrautur

Föstudagur
speltpizza með vegan osti, pulled oumph! og grænmeti

Laugardagur 
Blómkáls- og kínóahakk taco með ostasósu, guacamole og sætum kartöflum

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Er ég svikahrappur?

Í mörg ár hef ég gengið um með stórt leyndarmál í brjóstinu. Það er í rauninni svo stórt að ég hef verið hrædd nánast daglega um að einhver lyfti af mér hulunni og heimurinn sjái loksins að ég er ekkert annað en einn stór brandari.

25555656_10155226570832525_938399104_n.jpg

Oft á tíðum líður mér þó einnig eins og allir hafi komist að sannleikanum fyrir löngu en enginn þori að segja neitt og taki þess vegna þátt í leikritinu; enginn vilji búa til vandræðalega stemningu. Ég hef oft verið viss um að fólkið í kringum mig horfi inn í sálina á mér og hlægi yfir því sem kemur þeim fyrir sjónir. Til að varðveita leyndarmál af þessari stærðargráðu er best að láta lítið fyrir sér fara og gera hvað sem er til að komast hjá því að lenda í aðstæðum þar sem ég get verið afhjúpuð sem svikahrappurinn sem ég er.  Það versta sem gæti gerst er að vera uppgvötuð sem svikari og útskúfuð úr samfélaginu í kjölfarið. Enginn vill hafa svikahrapp í umhverfi sínu. 

Það var síðasta haust sem ég ákvað að gefa sjálfa mig fram og játa glæpinn í fyrsta sinn. Ég sagði kærastanum frá öllu saman og endaði á orðunum ,,Þú þekkir mig því miður ekki eins vel og þú hélst" viðbúinn því að hann myndi labba út úr lífi mínu og aldrei láta sjá sig meir. Ég var í óða önn að skipuleggja leið til að taka þetta allt til baka, láta sem þetta hafi verið grín eða jafnvel próf, sem ég hefði lagt fyrir hann til að sjá hvort hann elskaði mig í alvöru, þegar hann tjáði mér að það væri í raun ég sem þekkti sjálfa mig ekki eins vel og ég hafði haldið. Hann hélt áfram og sagði mér að ég væri enginn atvinnusvikari, þvert á móti væri ég arfaslakur lygari, og það sem ég héldi að gerði mig svona einstaka væri í raun heilkenni sem hrjáir stóran hluta fólks, impostor syndrome eða blekkingarheilkennið. Ég var síður en svo tilbúin til að kaupa þessa greiningu, en eftir að hafa lesið mér vel til um heilkennið áttaði ég mig á því að eina manneskjan sem ég hafði blekkt í öll þessi ár var ég sjálf. Tilfinningarnar sem fylgdu þessari uppgvötun voru blendnar. Ég var bæði fegin því að vera ekki svikahrappurinn sem ég hélt að ég væri, en á sama tíma fór það í taugarnar á mér að ég hefði ekki heyrt um þetta fyrr eða séð í gegnum þessar hugsanir. Fyrst og fremst vissi ég þó að líf mitt yrði ekki það sama. 

Hvað er blekkingarheilkennið?

Impostor syndrome, einnig kallað fraud syndrome, lýsir sér þannig að manneskja er sífellt hrædd um að verða uppljóstruð sem fraud eða svikahrappur. Þeir sem þjást af heilkenninu eru vissir um að þeir séu svikarar og hafi með blekkingum sínum tekist að ná árangri í lífinu sem þeir eigi í raun ekki skilið. Það er sama hversu miklum árangri er náð, skýringarnar eru yfirleitt á þann veg að um heppni sé að ræða. Maður hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma, eða það sé vegna hæfileikans í að þykjast vera klárari eða færari en maður er í raun. Því er ómögulegt að eigna sér heiður fyrir afrek sín því það eru alltaf utanaðkomandi skýringar á þeim. Blekkingarheilkennið gerir það líka að verkum að manni þykir allir meira ekta en maður sjálfur; aðrir ná árangri því þeir hafa sanna hæfileika en manni sjálfum hefði aldrei tekist hið sama því maður kemst bara ákveðið langt með því að blekkja aðra. Þannig útskýrir blekkingarheilkennið sigra jafnt sem ósigra. 
Í mörg ár sannfærði ég sjálfa mig um að ég væri stanslaust að blekkja aðra og svíkja mig í gegnum allskonar aðstæður þegar ég gerði í raun ekki nokkurn skapaðan hlut því ég var of hrædd við að allir sæju hvað ég væri mikill lúser. Þegar ég horfði svo á aðra ná þeim árangri sem mig dreymdi um skildi ég það vel, enda höfðu þau í alvörunni það sem til þurfti. 

IMG_8230.jpg

Hvað breyttist eftir að ég lærði um blekkingarheilkennið?

Margt hefur breyst, en margt er oft ennþá eins. Ég á mína daga og mín móment þar sem ég virðist gleyma öllu sem ég hef lesið og helli mér í þetta gamla viðhorf. Ég er þó yfirleitt fljót upp úr því aftur og minni mig á að nú sé ég að blekkja sjálfa mig og halda aftur að mér.  Eftir að ég fór að kynna mér heilkennið hef ég verið dugleg að koma mér í aðstæður þar sem ég þarf að berjast gegn þessum hugsunum og yfirstíga hræðsluna við hvað öðrum þyki um mig. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur að það sé auðvelt, það er virkilega erfitt að breyta hugsun sem hefur verið manni rótgróin í mörg ár. Það er ekkert grín að ætla að byrja að segja sjálfri mér að ég eigi stóran þátt í þeim árangri sem ég hef náð og að ég eigi hann skilið. Eins er erfitt að læra að taka hrósi og stoppa röddina í hausnum þegar hún hvíslar að fólk hrósi vegna þess að það vorkenni mér fyrir að vera svona misheppnuð, eða því ég hafi talið þeim trú um að ég sé betri en ég er. Á maður bara að standa hjá brosandi og trúa því að fólk hrósi manni því maður eigi hrósin skilið? Já! Algjörlega! 

Helga María
   

Vikumatseðill 19.nóv til 24.nóv

IMG_6705.jpg

Vikumatseðill 19. nóv til 24. nóv

Sunnudagur:
Vegan lasanga með hvítlauksbrauði og fersku salati

Mánudagur:
Linsubaunapottréttur með kartöflum í ofni, soyjajógúrtssósu og salati

Þriðjudagur:
Grænmetisbuff, soðnar kartöflur, sveppasósa og gufusoðnar harricotbaunir

Miðvikudagur:
Sveppasúpa með góðu brauði

Fimmudagur:
Út að borða

Föstudagur:
Supernachos með pulled oumph, svörtum baunum, salsasósu, ostasósu, sýrðum rjóma og fersku salati

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vikumatseðill 5.nóv til 11.nóv

IMG_0439.jpg

Vikumatseðill 5. nóv til 11. nóv

Sunnudagur: 
Kjúklingabauna og graskers tikka masala með rúsínum, gulum hrísgrjónum og salati

Mándagur:
Stórt salat með ofnbökuðu grænmeti og tofu

Þriðjudagur:
Mac and cheese, með brokkolí, grænu salati og heimagerðu hvítlauksbrauði

Miðvikudagur:
Sætkartöflusúpa með heimagerðum "yellow" samlokum með avocado, tómötum og vegan mozzarella

Fimmtudagur:
Taco með blómkálshakki, svörtum baunum, mexíkókrydduðu tofu, salsa, guacamole og ostasósu

Föstudagur:
Hamborgari með heimagerðri kokteilsósu og kartöflubátum

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörssósu og tofu

IMG_1389.jpg

Þá er veturinn kominn langt á veg og flestir komnir á fullt, rútínan loksins að verða komin á ról aftur og allir á fullu í sínu, allan daginn. Meðlimir fjölskyldunnar fara út á morgnanna hver í sína átt og hittast oft ekki aftur fyr en um kvöldmatarleytið. "En hvað á að hafa í matinn?" Þetta er ein leiðinlegasta umræða sem flestar fjölskyldur þurfa að eiga á hverjum degi. Hvort sem fjölskyldna samanstendur af einni manneskju eða átta þarf alltaf að hafa eitthvað í matinn og bara að ákveða það getur verið mikill hausverkur, hvað þá að þurfa að ákveða það á hverjum einasta degi.

IMG_1252.jpg

Eg sagði þessari spurningu stríð á hendur fyrir nokkrum árum og fór að gera matseðla um helgar fyrir viku í senn sem eg verslaði svo inn fyrir í einni ferð. Þvílíkur léttir að þurfa ekkert að hugsa um það, dag eftir dag, hvað ég eigi að hafa í matinn. Fara bara út í daginn vitandi nákvæmlega hvað á að vera í kvöldmat og að allt sé til í ísskápnum í akkúrat þann rétt. Hins vegar er auðvitað ekki alltaf auðvelt að setja niður á blað 6 máltíðir í einu, það er oft snúið, stundum alveg ótrúlega létt en stundum eins og það séu bara ekki til fleiri réttir í heiminum en tveir eða þrír. Ég er hins vegar komin með ágætis æfingu og enn ágætara gagnasafn af vikumatseðlum og fannst því komin tími til að leyfa ykkur að njóta góðs af. Við systur höfum því ákvaða að gera vikumatseðil að vikulegum færslum hérna á blogginu og vonum að ykkur líki vel.

IMG_1384.jpg
IMG_1386.jpg

Þó eru auðvitað ekki næstum allar uppskriftirnar af réttunum hérna inná blogginu en munum við auðvitað bæta í smátt og smátt og reyna að koma öllum okkar uppáhalds réttum hingað inn. Í þessari viku eru hnetusmjörs-tofu-núðlur á matseðlinum og fannst mér því tilvalið að setja þá uppskrift inn samhliða honum en þessar núðlur eru í algjöru uppaháldi hjá okkur þessa stundina. Þær eru alveg ótrúlega bragðgóðar og matarmiklar, og ekki skemmir fyrir hversu hollar og næringarríkar þær eru í leiðinni.

IMG_1439.jpg
IMG_1461.jpg

Hráefni:

  • 1/2 pakki hrísgrjónanúðlur

  • 1/2 kubbur tofu

  • 1/2 haus brokkoli

  • 1/2 græn paprika

  • u.þ.b. 10 cm af blaðlauk

  • u.þ.b. 1 bolli harricot baunir (ég kaupi frosnar)

  • u.þ.b. 1 bolli hvítkál skorið í þunnar ræmur

  • 4 gulrætur

  • Hnetsmjörssósa:

    • 2 bollar vatn

    • 2-3 msk grænmetiskraftur

    • 4 kúfullar msk hnetusmjör

    • 1 msk tamarisósa

    • 3 hvítlauksgeirar

    • 2 ferskar döðlur (muna að taka steininn úr)

    • 2 tsk rautt karrý mauk (red curry paste)

    • smá sítrónusafi kreystur úr ferskri sítrónu (má alveg sleppa)

    • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Mér finnst best að byrja á því að setja vatn í frekar stóran pott og kveikja undir, þá er það farið að sjóða og hægt að setja núðlurnar útí, þegar ég hef undirbúið allt hitt.

  2. Ég sker tofuið niður en mér finnst best að henda því bara inn í ofn eins og það er, ekki með neinu kryddi eða neitt og leyfa því að vera þar á meðan að ég steiji grænmetið og útbý hnetusósuna.

  3. Skerið grænmetið niður eftir smekk og steikið létt upp úr örlitlu vatni

  4. Setjið öll hréfnin fyrir sósuna í blandara ðea matvinnsluvél og blandið vel þar til allt er komið vel saman.

  5. Sjóðið núðlurnar í vatninu eftir leiðbeiningum á pakkningunni.

  6. Takið tófuið út og bætið út á pönnuna með grænmetinu, hellið síðan hnetusósunni yfir það og leyfið suðunni á henni að koma upp. Mér finnst best að leyfa sósunni að malla í 5-7 mínútur áður en ég blanda núðlunum saman við.

  7. Berið réttinn fram einan og sér eða með spírum og muldum salthnetum

Njótið vel

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vikumatseðill 29.okt til 4.nóv

IMG_1456.jpg

Vikumatseðill 29.okt til 4.nóv

Sunnudagur:
Karrýpottréttur úr afgangsgrænmeti, tofu og hrísgrjónum

Mánudagur:
Linsubauna-kínóahakk og spagetti

Þriðjudagur:
Mexíkósúpa með svörtum baunum, borin fram með tortillasnakki, sýrðum rjóma og avocado

Miðvikudagur:
Hrísgrjónanúðlur með tofu og hnetusmjörssósu

Fimmtudagur:
Grænmetisbuff, kartöflur og salat með sveppasósu

Föstudagur:
Píta með vegan hakki og heimagerðri pítusósu

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vikumatseðill 22.okt til 27.okt

IMG_1398.JPG

Matseðill 22-27 október

Sunnudagur:
Pasta með rjómasósu, grænmeti og Oumph!

Mánudagur:
Kókoskarrýpottréttur borin fram með tamaritofu, hrísgrjónum, salati og soyjajógúrt tzaziki sósu.

Þriðjudagur:
Ikeagrænmetisbollur, kartöflur, salat og hvítlauksjógúrtsósa

Miðvikudagur:
Shepert´s pie: pottréttur með grænmeti og linsum borin fram með kartöflumús

Fimmtudagur:
Taco, með blómkálshakki, sætum kartöflum, fersku grænmeti, ostasósu, salsasósu, guacamole og hrásalati.

Föstudagur:
Pizzakvöld: Heimagerð pizza með Oumph!, sveppum, lauk, ólífum og vorlauksrjómaosti.

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

 

 



 

Vegan möffins með súkkulaðibitum

IMG_8854-2.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum súkkulaðibita-möffins. Þessi uppskrift hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og það var því löngu kominn tími til að skella henni hérna inná bloggið. Þessar möffinskökur minna mig á það þegar ég var barn. Í hvert sinn sem við fórum í ferðalög bakaði mamma möffins sem við tókum með okkur í gömlum Mackintosh stampi. Ég man hvað mér þótti það ótrúlega spennandi. Þessar möffinskökur vekja upp svipaða spennu hjá mér á meðan þær eru í ofninum.

IMG_8754.jpg

Kökurnar hef ég bakað í mörg ár og þær eru einmitt fullkomnar í ferðalagið, afmælisveisluna, brunchinn eða einfaldlega fyrir notalegan dag með fjölskyldunni. Uppskritin er virkilega auðveld og því tilvalin til að baka með krökkunum.  Ég man hvað mér þótti alltaf yndislegt að fá að taka þátt í möffinsbakstrinum með mömmu. 

Webp.net-gifmaker (3).gif

Uppskriftin er ekki einungis einföld, heldur innihalda kökurnar aðeins 7 hráefni sem flestir eiga til uppi í skáp. Þið sem hafið fylgt blogginu okkar í svolítinn tíma vitið að við erum ekki mikið fyrir flóknar uppskriftir sem innihalda alltof mörg hráefni sem enginn þekkir. Við elskum allt sem er einfalt og eru þessar möffins því lýsandi fyrir okkur. Þrátt fyrir einfaldleikann gefa kökurnar ekkert eftir hvað bragðið varðar. Þær eru dúnmjúkar að innan og undursamlega bragðgóðar. 

Þar sem ég fann engin falleg pappírsform fyrir kökurnar ákvað ég að prufa að útbúa mín eigin úr bökunarpappír. Siggi klippti niður fyrir mig sirka 13x13 cm arkir úr pappírnum. Ég mótaði þær með því að leggja þær yfir formin á möffins skúffunni og þrýsta þeim svo niður með bolla sem passaði akkúrat í hólfin. Formin komu mjög skemmtilega út og voru góð tilbreyting frá þessum hefðbundnu pappírsformum. 

IMG_8862-3.jpg

Hráefni:

  • 5 dl hveiti

  • 2 og 1/2 dl sykur

  • 1 msk lyftiduft

  • 2 tsk vanillusykur - eða vanilludropar

  • 100gr vegan smjör - Krónusmjörlíkið hentar mjög vel í þessa uppskrift

  • 3 og 1/2 dl Oatly haframjólk - hvaða jurtamjólk sem er ætti að þó að virka

  • 200gr suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál.

  3. Bræðið smjörið og hellið því saman við mjólkina.

  4. Hellið blöndunni útí stóru skálina og hrærið vel saman. Ef þið eigið rafmagns handþeytara myndi ég nota hann en þar sem ég á eftir að útvega mér svoleiðis lét ég duga að nota hefðbundinn písk sem virkaði líka vel.

  5. Saxið niður súkkulaðið og hrærið því saman við deigið með sleif.

  6. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í sirka 12-18 mínútur. Ég myndi segja að það komi svona 9-15 kökur úr hverri uppskrift en það fer bara eftir því hversu stórar kökur þið gerið.

  7. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram. Mér þykja kökurnar bestar volgar með glasi af ískaldri Oatly haframjólk. Þær eru samt yndislega góðar líka kaldar.

Vona að þið njótið! :) 

Helga María