Aspassúpa og hátíðar meðlætið │ Veganistur TV │ 7. þáttur

Aspassúpa

  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 dl hveiti

  • 2 dósir niðursoðinn aspas (soðið og aspasinn)

  • 2 lítrar Oatly Barista mjólkin

  • 4 msk grænmetiskraftur (2 grænmetisteningar)

  • 2 tsk salt

  • 1/2 lítri Oatly iMat matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Bryjið á því að bræða smjörlíki í stórum potti. Þegar smjörlíkið er bráðið setjið hitan á hellunni niður á miðlungs eða lágan hita.

  2. Stráið hveitinu út í smjörið og hrærið það saman í hveitibolli, Bollan á að vera frekar þurr.

  3. Hellið soðinu af tveimur aspadósum í könnu og bætið út í pottinn í nokkrum skömmtum og hrærið vel saman við hveitibollunna. Ekki setja of mikið vökva út í pottinn í einu því þá er líklegra að kekkir myndist í súpunni.

  4. Þegar allt soðið er komið saman við bætið hálfum lítra af mjólkinni saman við og hrærið vel og síðan restinni af mjólkinni.

  5. Bætið grænmetiskrafti og saltinu saman við og leyfið því að hitna þar til suðan kemur upp.

  6. Þegar suðan er komin upp bætið matreiðslurjómanum og aspasinum saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.

  7. Berið fram með hvítu hveitibrauði.

Pipar sveppasósa

  • 25 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 200 gr sveppir

  • 2 tímían stilkar (ferkst)

  • salt og pipar

  • 1 bréf piparsósa

  • 250 ml vatn

  • 2 msk grænmetiskraftur (1 grænmetisteningur)

  • 250 ml Oatly iMat matreiðslurjómi

  • 1 tsk rifsberjahlaup eða rifsberjasulta

Aðferð:

  1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar, kremjið hvítlaukinn og setjið út á heita pönnu mðe vegan smjörinu og tímían stilkunum.

  2. Steikið í nokkrar mínútur þar til að vökvi fer að myndast úr sveppunum.

  3. bætið vatninu, piparsósunni og grænmetiskraftinum út á pönnuna og hrærið saman þar til duftið er alveg komið saman við vatnið.

  4. Bætið rjómanum og rifsberjasultunni saman við og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið í sirka 5 mínútur.

Brúnaðar kartöflur (10 meðalstórar kartöflur)

  • 10-12 soðnar litlar kartöflur

  • 50 gr vegan smjör

  • 100 gr sykur

  • 1/2 dl Oatly-hafrarjómi

Aðferð:

  1. Bræðið sykurinn á meðalhita á pönnu og passið að fylgjast vel með.

  2. Setjið smjörið útí um leið og sykurinn er bráðinn svo hann brenni ekki.

  3. Þegar smjörið er bráðið er slökkt undir, rjómanum hellt útí og hrært standslaust í hálfa mínútu áður en kartöflunum er helt út í.

Eplasalat

  • 2 meðalstór græn epli

  • 1 bolli græn vínber

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl þeyttur vegan rjómi

Aðferð:

  1. Takið hýðið af eplunum og skerið niður í litla kúbba

  2. Skerið vínberin í tvennt

  3. hrærið sýrða rjómanum og þeytta rjómanum saman við ávextina í stórri skál.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Tortellini með Anamma pylsum

Það eru líklegast margir sem hafa sjaldan eytt jafn miklum tíma heimavið og á þessu ári. Ég er allavega ein af þeim og hefur nánast allt, skólinn, vinnan og fleira færst heim, og það er ekkert skrítið við það lengur að vera lang oftat heima í hádeginu. Mér hefur fundist nauðsynlegt á þessum tímum að luma á góðum, fljótlegum uppskriftum, sérstaklega fyrir hádegin þegar ég er á kafi í einhverju og vil ekki eyða of miklum tíma í að elda.

Ein af þeim uppskriftum sem ég hef mikið gripið í síðustu mánuði er þetta einfalda tortellini með Anamma pyslunum. Þetta er þó svo einföld uppskrift að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir þessu vegan tortellini sem ég fann í vegan búðinni í skeifunni fyrr á árinu. Ég hef ekki borðað tortellini áður frá því að ég varð vegan svo ég var mjög spennt þegar ég fann þetta.

Þessi vara olli mér svo sannarlega engum vonbrigðum. Það er virkilega bragðgott og þarf mjög lítið að gera svo það verði að gómsætri máltíð. Ég hef einnig borðað mikið af anamma pylsunum og förum við oftast með tvo eða þrjá poka á viku á mínu heimili. Mér finnst algjör snilld að stappa pylsurnar niður og gera þær að einskonar hakki. En líkt og tortelliníið eru þær mjög bragðgóðar og þarf lítið að gera við þær aukalega þegar þær eru notaðar í mat.

Rétturinn verður því til á nokkrum mínutum, það þarf fá hráefni og lítið umstang í kringum eldamennskuna en það finnst mér akkúrat það besta við þessa uppskrift. Þessi réttur hentar líka fullkomlega sem nesti og er ekki síðri þó hann sé orðin kaldur þegar maður gæðir sér á honum.

Hráefni

  • 1 pakki PORCINI tortellini

  • 2-3 anamma vegokorv pylsur

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 lítill vorlaukur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja (má nota 1-2 msk þurrkuð steinselja)

  • smá salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott, bíða eftir að suðan komi upp og sjóða tortelliníið eftir leiðbeiningum á pakkningunni

  2. Þíðir pyslurnar, t.d. í örbylgjuofni ef þær hafa ekki fengið tíma til að þiðna) og stappið þær síðan með gaffli þar til þær verða að mauki.

  3. Brærðið smjörið á pönnu og bætið síðan vorlauknum, hvítlauknum og pylsunum út á og steikið.

  4. Þegar pylsurnar eru orðan steiktar og orðnar að góðu hakki bætið þá steinseljunni og soðnu tortellini út á og steikið í 2 til 3 mínútur í viðbót.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Anamma á íslandi og Tortellini var gjöf frá vegan búðinni.

 
anamma_logo.png
 

Sjónvarpskaka og klassísk rjómaterta │ Veganistur TV │ 6.þáttur

Sjónvarpskaka:

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 7,5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 2 dl rapsolía eða önnur bragðlaus olía

  • 1,5 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

Kókosmjölskaramella

  • 150 gr smjör

  • 300 gr púðursykur

  • 200 gr kókosmjöl

  • 1 dl oatly mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið saman þar til engir kekkir eru.

  4. Klæðið formið með bökunarpappír. Mér finnst gott að smyrja smá smjörlíki í botninn og hliðarnar og þá festist bökunarpappírinn vel við formið. Eins og ég tók fram hér að ofan nota ég form sem er 42x29x4 cm.

  5. Hellið deiginu út í formið og bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar þið stingið í hana. Ég myndi kíkja á hana eftir 25 mínútur.

  6. Útbúið kókosmjölskaramelluna á meðan að kakan er í ofninum

  7. Bæriði saman í potti smjörlíkið og púðuryskurinn við meðalháan hita.

  8. Bætið kókosmjölinu og mjólkinni út í þegar sykurinn hefur bráðnað alveg og hrærið saman og leyfið að hitna vel í svona 5 mínútur í viðbót.

  9. Takið kökuna úr ofninum þegar hún er bökuð í gegn.

  10. Spyrjið kókoskaramellunni yfir kökuna og setjið hana aftur í ofnin í 10 til 15 mínútur.

Rjómaterta eins og amma gerði hana

  • Hvítir rjómatertu botnar

  • Oatly vanillurjómi

    • 1 dl vegan þeytirjómi

    • 1 dl oatly vanillusósa

  • Niðursoðnir ávextir

  • Hvítt smörkrem

    • 200 gr smjörlíki

    • 1/2 dl Oatly vanillusósa

    • 400 gr flórsykur

    • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Útbúið sama deig og hér að ofan en skiptið því í tvö kringlótt form og bakið eftir leiðbeiningum hér að ofan.

  2. Þeytið saman vegan rjóman og Oatly vanillusósuna og setjið til hliðar.

  3. Útbúið smjörkremið en þá byrjið þið á því að þeyta mjúkt smjörlíki í hrærivél, bætið síðan út í Oatly vanillusósunni og þeytið aðeins lengur. Bætið þá restinni af hráefnunum út í og þeytið saman.

  4. Þegar kakan er sett saman byrja ég á því að bleyta upp í öðrum botninum með smá vökva úr niðursoðnum ávöxtum.

  5. Næst sprauta ég hring á brúnina af botninum með smörkremi, fylli inn í hringin með vanillurjómanum og dreyfi síðan niðursoðnum ávöxtum yfir.

  6. Það er best að leyfa kökunni að kólna vel inn í ísskáp áður en spurt er restinni af smjörkreminu yfir hana til að hún klessist ekki saman.

  7. Dreyfið úr smjörkreminu yfir alla kökuna og skreytið að vild.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Oatly á Íslandi og Krónuna

Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png

Auðvelt foccacia brauð og fylltir smjördeigsnúðar │ Veganistur TV │ 5.þáttur

Auðvelt Foccasia brauð

  • 5 dl hveiti

  • 2 1/2 tsk þurrger

  • 1/2 tsk salt

  • 2 1/2 dl volgt vatn (sirka við líkamshita)

  • Filippo Berio Olífuolía

Aðferð:

  1. Setjið hveitið, þurrger og salt í stóra skál og hrærið aðeins saman.

  2. gerið holu í miðjuna á skálinni og hellið vatninu í holuna.

  3. Hrærið deiginu saman með sleif þar til allt er komið vel saman og ekkert þurrt hveiti er eftir í skálinni.

  4. Hellið smá ólífuolía í kringum deigið og flettið því aðeins í höndunum.

  5. Setjið plastfilmu, disk eða annað “lok” yfir skálinni (passa að hafa ekki alveg lofþétt lok") og geymið deigið í ísskáp í 10 til 12 tíma eða yfir nótt.

  6. Setjið ólífuolíu yfir deigið og hendurnar þegar það hefur fengið að hvíla nægilega lengi í ísskápnum og veltið því aðeins í skálinni og hellið því síðan í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn og leyfið því að hvíla í tvo til fjóra tíma eða þar til það hefur náð að fylla út í mótið eða pönnuna.

  7. Hellið olíu yfir deigið og hendur einu sinni enn og gerið “göt” hér og þar í deigið með fingrunum.

  8. Stráið vel af grófu salti yfir brauðið og bakið í 40 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til brauðið er orðið fallega gyllt að ofan.

  9. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið eða í allavega hálftíma.

  10. Brauðið má bera fram eitt og sér en þá má líka skera það þversum í gegn og nýta það í góðar samlokur.

  11. Einnig er gott að setja t.d. ólífur og sólþurrkaða tómata yfir deigið áður en það er bakað.

Fylltir smjördeigs snúðar með Oatly rjómaosti

  • Tilbúið vegan smjördeig (fæst bæði í kæli og í frysti)

  • 1 askja Oatly rjómaostur (Påmacken)

  • 1 tsk laukduft

  • 1/2 hvítlauksgeiri

  • örlítið salt

  • 2-3 msk saxaður ferskur graslaukur

  • 3-4 sveppir

  • 1 lúka klettasalat

Aðferð:

  1. Leyfið smjördeiginu aðeins að þyðna (ef notað er frosið deig þ.a.s.)

  2. Hrærið saman í skál rjómaostinum, hvítlauk, laukdufti, salti og graslauk.

  3. Saxið niður sveppina

  4. Smyrjið deigið með vel af rjómaostinum.

  5. Stráið sveppunum og klettasalatinu yfir degið.

  6. Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 2 cm þykka bita.

  7. Raðið á ofnplötu með smjörpappír og ýtið aðeins ofan á snúðana með höndunum eða sleikju.

  8. Smyrjið snúðana með smá oatly mjólk og stráið yfir þá sesamfræum.

  9. Bakið í 200°C heitum ofni í sirka 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðin fallega gylltir.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png
 

Svartbaunaborgari og hlaðnar franskar │ Veganistur TV │ 4. þáttur

Svartbaunaborgari (4-6 borgarar)

  • 2 dósir svartar baunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 2 dl malaðar kasjúhnetur

  • 1 dl rifin vegan ostur frá Violife

  • 1 dl malað haframjöl

  • salt og pipar

  • 2 tsk laukduft

  • 1 msk hamborgarakrydd (t.d. “best á hamborgaran” eða kryddið frá Kryddhúsinu)

Aðferð:

  1. Stappið svörtu baunirnar með kartfölustappara eða gaffli eða setjið þær í matvinnslúvél eða hrærivél og maukið þær vel.

  2. Saxið niður vorlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í.

  3. Blandið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

  4. Skiptið deiginu í fjóra til sex hluta og mótið hamborgara úr hverjum parti.

  5. Bakið borgarana í 200°C heitum ofni í 15 til 20 mínútur eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið.



Hollari hamborgarasósa

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1-2 msk saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk paprikusuft

  • smá salt

Aðferð:

  1. Saxið niður súru gúrkurnar.

  2. blandið öllu saman í skál.



Hlaðnar franskar

  • 1 pakki vöfflufranskar

  • 1/2 - 1 pakki Original rifin ostur frá Violife

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk þurrkur steinselja

  • 1 tsk salt

  • Jalapeno úr krukku (má sleppa)

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • avocado

  • tómatar

  • smá af hamborgarasósunni

Aðferð:

  1. Ég byrjaði á því að djúpsteikja franskarnar í nokkrar mínútur í djúpsteikingarolíu, en því má alveg sleppa.

  2. Setjið franskarnar í fat eða pönnu sem má fara í ofn.

  3. Hrærið saman í skál ostinum, olíunni, hvítlauksduftinu, steinseljunni og saltinu og stráið yfir franskarnar.

  4. Raðið jalapenoinu yfir og bakið franskarnar í 210°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn verður fallega gylltur.

  5. Hellið sýrða rjómanum yfir franskarnar þegar þær koma úr ofninum ásamt avocadoinu, tómötunum og smá af hamborgarasósunni.

-Njótið vel

Þessi færsla en unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
KRONAN-merki (1).png
Oatly_logo_svart (1).png



Núðlusúpa með grænu karrý og steikt hrísgrjón │ Veganistur TV │ 3. þáttur

Núðlusúpa með grænu karrý frá Blue Dragon (fyrir tvo)

  • 1/2 pakki af tófú (sirka 225 gr)

  • 1/2 laukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 4-5 kastaníusveppir

  • 1 grænt chilli (má sleppa)

  • 2 msk olífuolía

  • 2-3 msk sesamolía frá Blue Dragon

  • 1 dl grænt karrý frá Blue Dragon

  • 2 1/2 dl vatn

  • 2 1/2 dl kókosmjólk eða Oatly haframjólk

  • 1 grænemtisteningur

  • 2-3 msk soyasósa

  • ferskur kóríander (má sleppa)

  • 120 gr heilhveiti núðlur frá Blue Dragon eða aðrar vegan núðlur.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa niður laukinn, skera tófúið í litla kubba, sveppina í sneiðar og saxið niður græna chilli’ið. Ég tek fræin úr chilliinu þar sem ég vil ekki hafa súpuna of sterka en græna karrýið er frekar sterkt eitt og sér.

  2. Hitið olíurnar í potti og setjið hvítlauksmaukið út í. Bætið grænmetinu, tófúinu og karrýmaukinu út í pottinn og steikið í góðar 10 mínútur.

  3. Bætið vatninu, kókosmjólkinni eða haframjólkinni, salti og grænmetisteningnum út í pottinn og leyfið þessu að sjóða í 10 til 15 mínútur

  4. Bætið núðlunum, kóríander (ef þið kjósið að nota hann) og soyasósunni út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 til 4 mínútur í viðbót eða þar núðlurnar eru soðnar í gegn

Steikt hrísgrjón

  • 1/2 pakki tófú (sirka 225 gr)

  • 2 gulrætur

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 1 dl frosnar maísbaunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 2-3 msk soyasósa

  • 1 tsk laukduft

  • 1 dl ósoðin hrísgrjón

  • 3 dl vatn

  • 1 grænmetisteningur

  • 2-3 msk soyjasósa

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið tófúið í litla kubba og saxið niður vorlaukinn og gulræturnar.

  2. Hitið olíurnar á pönnu og bætið síðan út á pönnunna grænmetinu, tófúinu, kryddunum og soyasósunni. Steikið í góða stund.

  3. Bætið út á pönnuna hrísgrjónunum, vatninu og grænmetistening. Hrærið aðeins saman. Setjið lok á pönnunna og leyfið þessu að sjóða á lágum hita í 20 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru alveg soðin í gegn.

  4. Berið fram með smá auka soyjasósu ef hver og einn vill eða jafnvel sweet chilli sósu.

Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Blue Dragon á Íslandi.

 
KRONAN-merki.png
blue-dragon-9f73dcaec1.png

Tvennskonar OREO eftirréttir │ Veganistur TV │2. þáttur

Brownie með OREO kexi smákökudeigi

  • Brownie deig

    • 4 Hörfræegg

      • 4 msk mölup hörfræ

      • 12 msk vatn

    • 350 gr vegan smjörlíki eða smjör

    • 5 dl sykur

    • 2 tsk vanilludropar

    • 5 dl hveiti

    • 2 1/2 kakóduft

    • 2 tsk lyftiduft

    • 1 tsk salt

    • 3 dl Oatly haframjólk

  • 1 pakki double cream eða venjulegt OREO

  • Smákökudeig

    • 100 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 1 dl sykur

    • 3/4 dl púðusykur

    • 1 hörfræegg (má skipta út fyrir 1/4 dl Oatly haframjólk

      • 1 msk möluð hörfræ

      • 3 msk vatn

    • 2 1/2 dl hveiti

    • 1/2 tsk matarsódi

    • 1 tsk vanilludropar

    • 100 gr suðusúkkulaði eða gott vegan súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa brownie deigið en þá er byrjað á því bræða saman smjörlíki, sykurinn og vanilludropana á meðalháum hita svo það brenni ekki við. Hrærið í smjörlíkisblöndunni allan tíman.

  2. Blandið þurrefnunum í skál og hrærið þau örlítið saman.

  3. Hellið smjörlíkisblöndunni, mjólkinni og hörfræeggjunum út í og hrærið vel saman.

  4. Hellið deiginu í stálpönnu sem þolir að fara í ofn, eldfast mót eða litla ofnskúffu.

  5. Brjótið oreo kexin of dreyfið þeim jafnt yfir kökuna

  6. Útbúið smákökudeigið en þá er byrjað á því að þeyta saman smjörlíki, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst

  7. Bætið út í hörfræegginu út í og þeytið aðeins lengur

  8. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim út í smjörblænduna og hrærið vel saman. Deigið á að vera frekar klístrað en samt þannig að hægt sé að móta það í höndunum.

  9. Dreyfið deiginu jafnt yfir alla kökuna og bakið hana í u.þ.b. 45 mínútur í 180°C heitum ofni. Takið kökuna út og leyfið henni að standa í allavega 15 mínútur áðurn en hún er borinn fram.

Kakan hentar fullkomlega með Oatly ís.

Djúpsteikt oreo

  • Pönnukökudeig

    • 2,5 dl hveiti

    • 1 msk sykur

    • 2 tsk lyftiduft

    • örlítið salt

    • 2,5 dl mjólk

    • 2 msk olía

    • 1 tsk vanilludropar

    • 2 tsk eplaedik

  • 1 pakki Double cream eða venjulegt OREO

  • 2 pakkar (sirka 1 kg) palmin feiti eða önnur góð steikingarolía

Aðferð:

  1. Útbúið pönnukökudeigið en þá byrjið þið á að blanda þurrefnunum saman í skál og hræra örlítið saman.

  2. Bætið mjólkinni, olíunni, vanilludropunum og eplaediku út í og hrærið

  3. Hitið steikingarolíuna á hæstu stillingu þar til hún hefur bráðnað alveg. Mér finnst gott að prófa hvort olían sé orðin nógu heit með því að setja smá pönnukökudeig út í og sjá hversu fljótt það er að verða steikt og fallega gyllt. Þegar pönnukökudeigið verður fallega gyllt á sirka 1 mínútu er það tilbúið og fínt að lækka hitan um 1 eða 2. Ég t.d. lækka úr 9 í 7,5.

  4. Veltið hverju oreo kexi fyrir sig upp úr pönnukökudeigi og setjið út í olíuni. Steikið í sirka 1 til 1,5 mínútu á hvorri hlið og takið síðan upp og leyfið hverri köku að hvíla í nokkrar mínútur á eldhúsbréfi áður en þær eru bornar fram.

Kökurnar eru fullkomnar með Oatly ís eða vegan þettur rjóma.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi.

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Hollar prótein smákökur

Síðustu vikur (eða mánuði…) hef ég líkt og flestir verið mikið heima, mikið að vinna í tölvunni og dagarnir oft lengri en venjulega. Ég hef mikið verið að “mönnsa” og borða mishollan mat yfir daginn og þá sérstaklega þegar ég sit við tölvuna allan daginn. Matarræðið hefur því ekki alveg verið upp á tíu og ég enda oft á að borða mikið af óhollum mat, nammi, vegan bakkelsi og fleiru í þá áttinu. Ég ákvað því í síðustu viku að reyna að koma mér aðeins út úr því og reyna að búa til hollari valkosti heima til að borða í millimál og grípa í þegar mig langar í eitthvað við tölvuna yfir daginn. Ein af uppskriftunum sem ég er búin að vera að gera yfir daginn eru þessar hollu, góðu prótein smákökur sem er virkilega bragðgóðar og innihalda cookies and creme prótein sem passar fullkomlega með hinum hráefnunum. Þær eru mjög einfaldar og urðu til úr hráefnum sem ég átti bara hérna heima og eru hráefni sem flestir eiga í eldhúsinu. Þær uppfylla alveg þessar

Hráefni:

  • 1 bolli hafrar

  • 1 1/2 tsk lyftiduft

  • 2 skeiðar Cookies and Cream prótein frá PEAK (ég fékk mitt á TrueFitness.is)

  • 1 banani

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/2 dl síróp

  • 1 dl haframjólk

  • 1 dl saxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Malið hafrana í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að fínu mjöli

  2. Blandið höfrunum, lyftiduftinu og próteininu saman í skál

  3. Stappið bananan vel niður í mauk.

  4. Setjið restina af hráefnunum fyrir utan súkkulaðið út í þurrefnin og hrærið saman.

  5. Blandið súkkulaðinu út í deigið

  6. Skiptið í sex stórar kökur á bökunarpappír og smyrjið þær aðeins út þar sem kökurnar bráðna ekki út í ofninum líkt og hefðbundnar súkkulaðibitakökur.

  7. Bakið við 175°C í 12-14 mínútur.

Próteinið er gjöf frá TrueFitness.is

Tvær haustlegar súpur │ Veganistur TV │1. þáttur

Brokkolí og maíssúpa:

  • 4 msk olía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)

  • 1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir

  • 3-4 meðalstórar gulrætur

  • 1 laukur

  • 4 dl maísbaunir

  • 2-3 hvítlauksrif

  • 2 tsk túrmerik

  • 1 tsk laukduft

  • Salt og pipar

  • 2 lárviðarlauf

  • 750 ml vatn

  • 750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)

  • 500 ml Oatly hafrarjómi

  • 3 teningar grænmetiskraftur

  • Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

  2. Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

  3. Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

  4. Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maísbaunum og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maísbaunirnar út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

  5. Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

  6. Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

  7. Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

  8. Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.

Vegan “kjöt”súpa

  • ½ rófa

  • 4-5 meðalstórar gulrætur

  • 7-8 meðalstórar kartöflur

  • 2 dl niðurskorið hvítkál

  • 3 lítrar vatn

  • 1 dl linsubaunir

  • ½ dl hrísgrjón

  • 1 dl súpujurtir

  • 2-3 teningar af grænmetiskrafti

  • 1 teningur af sveppakrafti

  • 2-4 msk olífuolía

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmetið í bita af svipaðri stærð.

  2. Setjið öll hráefnin nema 1 grænmetistening í stóran pott og látið suðuna koma upp

  3. Lækkið á meðalháan hita og leyfið súpunni að sjóða í u.þ.b. 30 mínútur. Smakkið súpuna til eftir um 15 mínútur og bætið við salti eða síðasta grænmetisteningnum ef þarf.

  4. Berið fram eina og sér eða með súrdeigs brauði og vegan smjöri.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly

 
 
KRONAN-merki.png
 
Oatly_logo_svart.png
 

Lasagna rúllur með Sacla Italia sósum.

Uppskrift vikunnar er af fullkomnum kósý heimilismat. Ég elska að elda pottrétti og góða ofnrétti þegar fer að hausta og núna er akkúrat sá tími ársins sem mikið af grænmeti er sem best. Því er fullkomið að elda góða grænmetisrétti sem hafa grænmeti í aðalhlutverki. Mig langaði akkúrart að gera þannig rétt núna í vikunni þar sem ég hef mikið verið að deila “kjöt”líkis uppskriftum síðustu vikur.

Þessar nýju vegan sósur frá Sacla Italia eru fullkomnar í ítalska matargerð og gera þær eldamennsku extra einfalda og þægilega. Ég ákvað að fara smá óhefðbundna leið að lasagna í þetta skiptið og gera lasagna rúllur en það kom ekkert smá á óvart hvað það var auðvelt og hversu vel það kom út. Þessi réttur er svo ótrúlega fallegur í fatinu og svo þægilegt að skammta hverjum og einum, sér rúllu.

Í þetta skiptið fór ég aðeins óhefðbundnari leið með hvítu sósuna en í staðin fyrir að gera hvíta sósu frá grunni eða nota rjómaost líkt og ég hef oft gert áður ákvað ég að nota frábæru CH**SE sósuna frá Sacla. Ég prófaði mig áfram með tófu þar sem mér fannst vanta smá upp á áferðina á réttinum og koma það fullkomlega út að stappa eða mylja niður tófú og hræra ostasósunni saman við. Áferðin minnir svolítið á kotasælu en það var alltaf notuð kotasæla í lasagna á mínu heimili þegar ég var lítil.

Hráefni

  • 8-9 lasagna plötur

  • Fylling:

    • 1 dl linsubaunir

    • 1 sveppakraftur

    • 2-3 hvítlauksgeirar

    • 1/2 kúrbítur

    • 1/2 laukur

    • 2-3 gulrætur

    • 2-3 sellerístangir

    • 2 msk ítalskar juritr (t.d. oreganó, basil og smá tímían blandað saman)

    • 1 teningur grænmetiskraftur

    • salt og pipar

    • 2 krúkkur Vegan Bolognese sósa frá Sacla

    • 1-2 dl vatn

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

  • Hvít sósa

    • 1 krukka VEGAN CH**SE sósan frá Sacla Italia

    • 100 gr tófú

    • 2-3 dl eða sirka 2 lúkur af spínati

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk laukduft

    • 2 msk þurrkurð steinselja

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja linsubaunirnar, sveppakraftin og vel af vatni í pott og sjóða í sirka 20 mínútur.

  2. ´Á meðan að linsurnar sjoða skerið allt grænmetið ´í fyllinguna niður ´í sm´áa teninga og pressið hvítlaukinn. Steikið grænmetið upp úr olía í góðar 10 mínútur á vægum hita eða þar til það fer að mýkjast vel. Bætið ítölsku jurtunum, salti og pipar út í og hrærið saman við ásamt linsubaunum. Steikið þetta áfram í nokkrar mínútur í viðbót.

  3. Bætið Bolognese sósunum út í ásamt 1-2 dl af vatni og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til og slökkvið síðan undir.

  4. Myljið tófúfið í skál með höndunum eða stappið það vel með gaffli og saxið spínatið niður frekar smátt.

  5. Hrærið ölum hráefnunum fyrir hvítu sósunni saman við tófúið og spínatið og setjið til hliðar

  6. Setjið vel af vatni í stóran pott ásamt smá olíu og salti og látið suðuna koma upp. Þegar vatnið fer að sjóða setjið þá lasagna plöturnar eina af annari út í vatnið og leyfið þeim að sjóða í 6-8 mínútur.

  7. Setjið lasagna plöturnar yfir í volgt vatn og passið að þær séu ekki fastar saman. Ef þær festast aðeins saman er ekki mál að taka þær varlega í sundur ofan í volgu vatni.

  8. Setjið smá fyllingu í botninn á eldföstu móti

  9. Takið eina lasagnaplötu í einu, smyrjið á hana vel af hvítri sósu og síðan fyllingu og rúllið henni varlega upp og raðið þessu þétt saman í eldfasta mótið.

  10. Geymið örlítið af fyllingu og hvítri sósu til að smyrja aðeins yfir og stráið síðan ostinum yfir allt saman í lokinn ef fólk kýs að nota ost.

  11. Bakið í ofni við 220°C í 10 til 15 mínútur eða þar til efsta lagið er orðið fallega gyllt.

Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að útbúa þennan rétt og hann kemur fólki alltaf á óvart þar sem hann er svo fallegur í fatinu og ótrúlega brgaðgóður. Ég mæli með því að bera hann fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
Sacla_HR.png
 

Ofnbakað nachos með CHORIZO pylsum og CH**SE sósunni

IMG_8278.jpg

Þá er komið að enn einni uppskriftinni með mexíkósku þema. Það er ekkert leyndarmál að við systur elskum mexíkóskan mat, hvort sem það er burrito, taco, nachos eða súpur þá klikkar það bara einhvern veginn aldrei! Þessi uppskrift er að sjálfsögðu ótrúlega einföld svo að hver og einn getur útbúið þennan rétt og hann tekur enga stund að verða klár.

Þegar ég fékk í hendurnar þessa ostasósu frá Sacla þá vissi ég strax að ég þyrfti að gera einhvers konar nachos með sósunni þar sem hún er með þessu ostasósu bragði sem er af hefðbundnum ostasósum sem hægt er að kaupa út í búð. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega og því ákvað ég að nota þessar æðislegu Chorizo pylsur frá Anamma. Þær eru svo ótrúlega góðar og bragðmiklar að það þarf ekki að gera mikið við þær til að fá bragðmikinn og góðan rétt.

Ég ákvað að stappa pylsurnar niður og gera úr þeim einskonar hakk sem kom ekkert smá vel út! Þessar pyslur eru svo bragðgóðar að það þarf nánast ekkert að krydda réttinn. Þær henta því í alls konar rétti og ég mæli með fólk prófi sig áfram með þær í alls konar mat. Ég notað þær til dæmis ótrúlega mikið í pasta og á pizzur.

ezgif.com-gif-maker.gif

Eins og með nánast alla okkar rétti má að sjálfsögðu leika sér eins og hver og einn vill með þennan rétt og við mælum með að fólk prófi seig áfram sérstaklega með það sem eru sett ofan á réttinn. Það er algjörlega smekkur hvers og eins hvort þið viljið hafa réttinn sterkan eða ekki t.d. og við mælum með að sleppa jalapenoinu ef þið viljið ekki sterkan rétt.

Hráefni

  • 1 poki saltaðar tortillaflögur

  • 1 pakki anamma chorizo pylsur

  • 1 dós tómatpúrra

  • 2 dl vatn

  • 1/2-1 krukka Vegan CH**SE sósan frá Sacla Italia

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-2 msk jalapeno

  • 1/2 til 1 dl svartar ólífur

  • kirskuberjatómatar

  • 1 Avocadó

  • Kirskuberjatómatar

  • Ferskur kóríander

  • Salsasósa

Aðferð:

  1. Gott er að taka pylsurnar úr frysti nokkrum klukkutímum fyrir svo þær fái tíma til að þiðna

  2. Hitið ofninn við 220°C

  3. Ef pyslurnar eru ekki afþíddar má afþíða þær í örbygljuofni. Setjið pylsurnar í djúpan disk eða skál og stappið þær niður svo þær verði að einskonar mauki.

  4. Steikið pylsurnar í nokkrar mínútur upp úr olíu. Pylsurnar þarf ekkert að krydda þar sem þær eru mjög góðar og bragðmiklar fyrir. Ég setti þó smá salt út á pönnuna þegar ég var að steikja þær

  5. Þegar pylsurnar eru vel steiktar og orðan að eins konar hakki, er tómatpúrran og vatnið sett út á pönnunna og hrærið það vel saman við pylsu”hakkið”. Leyfið þessu að malla í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til sósan er aðeins farin að þykkna.

  6. Hellið tortilla flögunum í eldfast mót.

  7. Hellið síðan hakkinu yfir flögurnar, dreifið rauðlauknum yfir og hellið Vegan CH**SE sósunni yfir allt.

  8. Dreifið ólífunum og jalapeno’nu yfir eða því sem hver og einn kýs að nota.

  9. Bakið í ofninum í 10 til 15 mínútur eða þar ostasósan og snakkið fer að verða fallega gyllt að ofan.

  10. Stráið niðurskornu avókadói, kirsuberjatómötum og kóríander yfir og berið fram með salsasósu eða þeirri sósu sem hver og einn kýs að nota.

Það má leika sér með alls konar hráefni og sósur í þessari uppskrift en þetta er mín uppáhalds útfærsla.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi og Sacla Italia á Íslandi

 
anamma_logo.png
logo Sacla.jpg
 

Matardagbók og NEW IN frá Adidas! <3

Mig hefur lengi langar að deila með ykkur smá hversdagslegri mat og því sem ég er að borða dags daglega í svona “matardagbókar”færslu eða eins og þú kalla það er oftast kallað á ensku “what I eat in a day”. Ég ákvað því loksins að láta verða að því þar sem ég elska að skoða svona blogg frá öðrum.

Ég byrjaði daginn á því að synda smá og fékk mér síðan próteinsjeik í morgunmat. Ég er ekki mikið fyrir að borða morgunmat og fer því oft á morgunæfingu áður en ég borða og fæ mér bara léttan morgunmat. Þetta prótein með mocha bragði finnst mér ótrúlega gott en ég fékk það að gjöf frá TrueFitness.is.

Í hádeginu fékk ég mér ristað brauð með tófúhræru, en mér finnst það ótrúlega þægilegur hádegismatur þegar ég er heima í hádeginu og get eldað mér eitthvað en hef ekki mjög mikinn tíma. Eftir hádegi fór ég á æfingu og kíkti síðan á vinkonu mína og við lærðum saman restina af deginum. Það er að mínu mati nauðsynlegt að eiga einn lærdómspartner, en ég er alls ekki góð í að læra þegar ég er heima.

Mig langaði líka að nýta tækifærið og sýna ykkur þessa ótrúlega fallegu VEGAN strigaskó frá Adidas sem við systur fengum í gjöf frá adidas.is. Þeir eru 100% vegan en mér hefur lengi fundist vera þörf á vegan skóm frá stærstu og vinsælustu fyrirtækjunum.

Ég er algjör “sucker” fyrir strigaskóm og þá aðallega hvítum strigaskóm. Þessi týpa heitir vegan condinental 80 og fást á adidas.is. Mér finnst þeir alveg ótrúlega fallegir og finnst frábært að þau hjá adidas séu að taka vinsælar týpur frá sér og gera nákvæmlega eins vegan útgáfur og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru með fallegt vegan merki á hliðinni! Adidas.is er núna komin með fjórar tegundir af vegan skóm sem er ekkert smá frábært. Það er líka svo næs að geta verslað þá hérna heima og þurfa ekki að bíða eftir sendingunni í marga daga.

Í “kaffinu” eða sem millimál fékk ég mér bara keyptan hummus og gúrku þar sem ég var ekki búin að hugsa út í millimál og hoppaði því bara út í búð og keypti þetta. Þeir sem umgangast mig mikið þessa dagana vita að ég borða þetta á nánast hverjum einasta degi. Yfirleitt klára ég heila dollu af Sóma hummus og nánast heila gúrku. Ég hef átt í MIKLU love-hate sambandi við Sóma hummusinn en er að elska hann þessa dagana!

Ég kom frekar seint heim eftir lærdóminn svo við skelltum bara snitselinu frá anamma í ofninn ásamt pítubrauði, skárum niður grænmeti og notuðum sósur sem við áttum í ísskápnum. Mjög fljótlegt og þægilegt en á sama tíma ótrúlega gott.

image00022.jpeg

Seinna um kvöldið fékk ég mér að sjálfsögðu uppáhaldið mitt Pepsi Max, sem ég mun örugglega aldrei geta hætt að drekka þó ég reyni eins og ég get, og popp. Mig langaði ótrúlega mikið í bíó þetta kvöldið en það var eiginlega bara til að fá þetta möns, svo ég græjaði það bara heima í staðinn.

Vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt og þið megið endilega láta okkur vita í kommentunum ef þið viljið fleiri svona hversdagslegar færslur.

Takk fyrir að lesa! <3

- Skórnir eru gjöf frá Adidas.is -

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png

Piparmajónes sem passar með nánast öllu!

Ef það er eitthvað sem við Íslendingar elskum þá eru það SÓSUR! Og mikið af þeim… Það breyttist mikið í matargerð okkar systra þegar við fórum að prófa okkur áfram með að gera vegan majónes heima, allt í einu opnaðist möguleiki á að búa til allar okkar uppáhaldssósur sem við þekktum síðan við vorum yngri. Hvort sem það var kokteilsósa, hamborgarsósa eða pítusósa var allt í einu ekkert mál að útbúa þær allar heima á núll, einni! Nú má líka finna vegan majónes í öllum helstu búðum sem er ótrúlega þægilegt og gerir sósugerðina ennþá einfaldari.

IMG_8150.jpg

Í þessari viku ætlum við að deila með ykkur uppskrift af einni af okkar uppáhalds. En það er piparmajónessósa.

Piparmajónes

  • 1 dós majónes (250gr)

  • 1/2 dl vatn

  • 1 msk malaður pipar

  • 1 msk sítrónusafi

  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Hrærið vatninu og majónesi saman í skál. það þarf að hræra svolítið vel til að það blandist alveg saman. (Þessi skrefi má alveg sleppa en mér finnst það betra til að fá sósuna örlítið þynnri en majónesið er eitt og sér).

  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

Sósan er fullkomin til að nota í alls kynns pítur eða vefjur og passar alveg einstaklega vel með anamma snitselinu sem er á myndunum hérna að ofan.

-Njótið vel og endilega! Endilega taggið okkur og sendið okkur myndi þegar þið eruð að prófa uppskriftinar okkar! <3

Þessi færsla er unnin í samstarfið við Anamma vegan á Íslandi.

 
anamma_logo.png
 

Rjómapasta með grænu pestói og hvítlauksbrauði

IMG_8090 copy.jpg

Þeir sem hafa fylgt okkur systur í einhvern tíma ættu að vita að rjómapasta er einn af okkar uppáhalds réttum. Það er eitthvað við pasta og góða rjómasósu sem gerir þennan rétt ómótstæðilegan. Að okkar mati er nauðsynlegt að bera hann fram með góðu hvítlauksbrauði. Ég hef verið að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir síðustu vikur og ákvað að prófa að nota æðislega græna pestóið sem kemur í nýju vegan vörulínunni frá Sacla Italia og tók það venjulega rjómapastað á nýjar hæðir.

Ég ákvað að nota fá og góð hráefni þar sem að sósan er ótrúlega bragðmikil og góð og vildi ég ekki eitthvað bragðmikið grænmeti á móti. Að mínu mati er nauðsynlegt að hafa mikið af hvítlauk í sósunni. Annað hráefni má alveg leika sér með og nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni. Ég ákvað að setja lauk, soyjakjöt og spínat.

Ég geri þetta pasta við öll tækifæri, hvort sem það er bara kósýkvöld heima eða þegar ég er fá vini eða fjölskyldu í mat og ég get lofað ykkur að þessi réttur slær í gegn hjá öllum. Fólk biður yfirleitt um uppskriftina eftir að hafa borðað þennan rétt og því fannst mér tilvalið að deila henni með ykkur hérna.

Það sem er þó best við þennan rétt er hvað hann er auðveldur og tekur stuttan tíma að útbúa, öll hráefnin fara saman á pönnu og svo soðið pasta sett út í. Það geta því allir eldað þennan rétt og er mjög auðvelt að elda mikið magn af honum í einu.

IMG_8078.jpg

Hráefni (fyrir fjóra):

  • Tagliatelle fyrir 4 ( sirka 400 gr) (passa að kaupa eggjalaust)

  • 2-3 hvítlauksrif

  • 1 lítill laukur eða 1/2 stór

  • lúkka af spínati

  • 200 gr soyjakjöt

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk laukduft

  • salt og pipar

  • 2-3 msk næringarger

  • 1/2 teningur eða 1 msk grænmetiskraftur

  • 250-350 ml vegan rjómi ( ég notaði Aito en hann er svolítið þykkur svo ég set um 1 dl af vatni með) ( má alveg setja meiri rjóma ef fólk við meirra creamy pasta)

  • 1 dl Sacla vegan grænt pestó

  • Fersk basilíka ef vill (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í stóran pott ásamt smá olíu og salti og leyfa suðunni að koma upp.

  2. Þegar suðan er komin upp sjóðið það tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkanum (passa að kaupa eggjalaust tagliatelle)

  3. Skerið hvítlaukinn, laukinn og soyjakjötið niður og steikið upp úr olíu í nokkrar mínútur eða þar til það fer að mýkjast og verða fallega gyllt.

  4. Kryddið grænemtið og soyjakjötið með paprikuduftinu, laukduftinu og salti og pipar eftir smekk.

  5. Bætið rjómanum, pestóinu, næringargerinu og kraftinum út í ásamt spínatinu og hrærið vel saman við kjötið og grænmetið.

  6. Leyfið þessu að sjóða í nokkrar mínútur og bætið síðan soðnu pastanu út í og berið fram ásamt ferskum basil og hvítlauksbrauði.

Njótið vel og takk fyrir að lesa <3

IMG_8090.jpg

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia

 
logo Sacla.jpg
 

Crunchy rabbabarakaka

IMG_7957.jpg

Haustið og veturinn er líklegast minn uppáhalds tími hvað varðar mat. Það er ekkert betra en góðar súpur, kássur og haustlegar kökur og tengi ég haustið alltaf við slíkan mat. Nú þegar haustið er handan við hornið er þessi gómæsta rabbabarakaka hin fullkomna kaka fyrir kósý helgarbakstur eða sem eftirréttur í gott matarboð.

IMG_7887.jpg

Mér finnst rabbabari ótrúlega góður og fannst því fullkomið að gera mjúka rabbabara köku með “crunchy” toppi þessa vikuna. Það kom mér þó á óvart hversu erfitt er að finna rabbabara út í búð þar sem ég átti alls ekki í vandræðum með að þefa hann uppi hvar sem er þegar ég var barn.

IMG_7897.jpg
IMG_7901.jpg

Ég kíkti í Hagkaup en ég fékk skilaboð um að einhverjir hefðu séð hann þar fyrr í sumar en þau áttu hann ekki til ennþá. Ég fékk einhver skilaboð um að hann fengist í frú Laugu en ég kíkti ekki þangað þar sem mamma vinkonu minnar var svo góð að gefa mér einn poka sem hún átti í frysti.

Það er þó allt í góðu ef þú finnur ekki rabbabara eða jafnvel finnst hann ekki góður þar sem það má alveg nota aðra ávexti í staðinn. Epli passa til dæmis ótrúlega vel með þessari uppskrift og ég gæti trúað því að hindber eða bláber gætu gætu gert það líka en ég ætla klárlega að prófa það á næstunni.

Þessi kaka er því fullkomin grunnur til að leika sér með en ég elska slíkar uppskriftir. Kakan er bökuð í lítilli skúffu sem er 30x20 cm en það má líka baka hana í venjulega hringformi en þá þarf að helminga uppskriftina.

IMG_7952.jpg

Hráefni:

  • 150 gr niðurskorinn rabbabari

  • 1 dl sykur

  • 150 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 dl sykur

  • 5 dl hveiti

  • 2 tsk matarsódi

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 5 dl mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofnin á 175° C

  2. Skerið rabbabaran í sneiðar og blandið einum dl af sykri saman við bitana. Setjið til hliðar á meðan deigið er undirbúið.

  3. Þeytið saman sykur og smjör með rafmagnsþeytara eða í hrærivél þar til létt og ljóst.

  4. Blandið þurrefnunum saman í annari skál og hellið út í smjörblönduna ásamt mjólkinni, edikinu og vanilludropunum.

  5. Hrærið saman þar til deigið er slétt og laust við kjekki. Ekki hræra deigið of lengi.

  6. Smyrjið form með smjörlíki, olíu eða setjið smjörpappír í botninn. Dreifið úr rabbabaranum í formið og hellið deiginu yfir. Útbúið haframjöls”crumble” og stráið yfir. Bakið í 40 mínútur þar til kakan er fallega gyllt að ofan og tannstöngull kemur hreinn út þegar honum er stungið í kökuna.

Haframjöls”crumble”

  • 2 dl haframjöl

  • 1 dl hveiti

  • 1 & 1/2 dl púðursykur

  • 100 gr mjúkt vegan smjör eða smjörlíki

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í skál.

  2. Skerið smjörið í bita og hrærið saman við þurrefnin. Best er að nota bara hendurnar til að ná öllu saman í stóran “klump”. Deigið á að vera frekar þurrt og molna auðveldlega.

  3. Stráið yfir kökuna og bakið í 40 mínútur, þar til kakan er fallega gyllt að ofan og tannstöngull kemur hreinn út þegar honum er stungið í kökuna.

Kökuna má bera fram heita, beint úr ofninum, með vegan ís eða rjóma eða kalda eina og sér eða með rjóma.

Njótið vel

Fullkomin leið til að nýta síðustu sólardagana <3

Við Fanney vinkona mín ákváðum að fara í smá roadtrip fyrr í vikunni þar sem að það var ótrúlega fallegt veður og hún loksins komin aftur í bæinn eftir að hafa búið upp í sveit í allt sumar. Við vorum lengi að ákveða hvert við ættum að fara en ákváðum að byrja á því að kíkja í sveitina hennar þar sem mamma hennar átti afmæli.

Við hittum að sjálfsögðu fallega Sám um leið og við komum og svo var akkúrat verið að skella í vegan köku, en ég er svo heppin að litla frænka hennar Fanney er með óþol svo veganistu súkkulaðikakan er oftar en ekki bökuð við alls kyns tilefni á heimilinu.

Við skelltum kremi á kökuna og fengum okkur kaffi með fjölskyldunni hennar í tilefni dagsins.

Við keyrðum langleiðina að bæ sem heitir Giljar þar sem vinkona hennar Fanneyjar var nýbúin að finna þennan fallega foss. Við lögðum bílnum og rölltum niður smá gil að fossinum en þar niðri var ótrúlega gott veður, logn og sól, svo það var frekar heitt og næs.

Við tókum með okkur einnota grill og að sjálfsögðu pulsur, en þær eru einn af mínum allra uppáhalds mat og ef það er gott veður crave’a ég ALLTAF grillaðar pulsur. Við tókum bara með okkur það sem ég átti heima sem var:

  • Pulsur (ég mæli með að nota Anamma pulsurnar, en í flestum búðum eru til alls konar tegundir af góðum vegan pulsum)

  • Pulsubrauð

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Sætt sinnep

Ef ég hefði haft meiri tíma hefði ég klárlega skellt í kartöflusalat, en það verður bara að bíða þar til næst.

Þetta var ekkert smá kósý hjá okkur og ég er ekkert að grínast með magnið af sinnepinu…

Við vorum með sundföt með okkur og ætluðum að reyna að hoppa út í af einhverjum stað en það gekk frekar illa þar sem það var frekar ómögulegt að komast upp á stóra steininn í miðjunni. En þar fyrir neðan er mjög djúpt og hefði verið gaman að hoppa en kannski aðeins of hættulegt. Ég læt allavega ekki fylgja með myndirnar og myndböndin af okkur að reyna að komast þarna útí og upp á…

Þrátt fyrir það var þetta alveg ótrúlega fallegur staður og mjög kósý bíltúr hjá okkur! Ég mæli með að nýta síðustu sólardagana sem við erum fáum í eitthvað skemmtilegt áður en haustið fer að láta sjá sig með tilheyrandi rigningu og kulda! :D

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png

Kósý laugardagur og einföld Oreo-ostaköku uppskrift

Við systur erum að spá í að fara að sýna ykkur meira af okkar daglega lífi hérna inná, hvað við erum að gera á daginn, hvað við erum að borða, vörur og flíkur sem við erum að nota og bara allt sem okkur langar að deila með ykkur. Ég ákvað því að taka nokkrar myndir yfir daginn minn til að prófa að deila með ykkur.

Ég byrja alla morgna á að fá mér vatnsglas en þennan morguninn gerði ég mér smoothie með vegan próteini, banana, klökum og vatni en það var eiginlega bara því að ég átti ekkert annað til. Smoothie’inn var þó alveg ótrúlega góður! En ég er með Vegan cookies and creme prótein sem er sjúklega gott. Ég drakk smoothie’inn á meðan ég horfði á youtube en ég hef elskað að horfa á VLOGS hjá fólki síðan ég var svona 14 ára. Ég ætla því að deila með ykkur mínum uppáhalds VLOG rásum sem ég er að elska akkúrat núna.

Uppáhalds VLOG channels akkúrat núna:

- THE MICHALACKS (all time uppáhalds)
- ELSA’S WHOLESOME LIFE (þessi er sú eina sem er vegan)
- SARAH’S DAY
- ASPYN AND PARKER
- ARNA PETRA (nýtt fave)

Í hádegismatinn gerði ég mér einfalt pastasalat með sólþurrkuðum tómötum, avocadó, ólífum og gúrku. Sjúklega fljótlegt og gott og ég geri þetta salat mjög oft þegar ég hef lítinn tíma eða nenni ekki að gera einhverja svaka máltíð. Ég er líka með æði fyrir sykurlausu appelsínu akkúrat núna svo ég var að sjálfsögðu með eina slíka með!

Ég fór í afmæli hjá elsku Dóru, bestu vinkonu minni og ákvað að henda í mjög einfalda oreo ostaköku, það besta við þessa uppskrift er að það er hægt að gera hana samdægurs en ég set uppskriftina hér neðst í færslunni. Hún sló algjörlega í gegn en Dóra gerði einnig svampkökuna okkar með jarðaberjarjómanum en uppskriftina af henni má finna hér.

image00015.jpeg

Hún var svo með heimabakaðar bollur (sem ég þarf nauðsynlega að stela uppskriftinni af) og allskonar álegg, pizzasnúða og grænmeti með ídýfu úr vegan sýrðum rjóma. Allt ótrúlega einfalt og gott og svo sannarlega ekkert mál að gera ALL VEGAN veisluborð!

Ótrúlega “vel heppnuð” myndataka með þessum bestu stelpum eins og venjulega. En ég var einnig að kaupa mér þessa ótrúlega fallegu vegan tösku frá HVISK sem ég er ekkert smá ánægð með! (já ég skipti um föt svona 7 sinnum þennan dag…). En þetta var ótrúlega kósý dagur og svo skemmtilegt að fá að njóta afmælisins hennar Dóru saman en hún býr í Danmörku og fór heim tveimur dögum seinna. Ég vona að ykkur hafi fundist þetta skemmtilegt og við munum vera duglegar að setja inn svona persónulegri færslur héðan í frá. Hér kemur síðan uppskritin af kökunni. Njótið vel.

OREO ostakaka sem hægt er að njóta samdægurs

Hráefni:

  • 2-3 pakkar oreo

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 pakki hreinn SHEESE rjómaostur

  • 1 ferna AITO þeytirjómi

  • 1/2 dl flórsykur

  • 1 plata hvítt súkkulaði frá ICHOC

  • Ber og súkkulaði eða það sem hver og einn vill til að skreyta

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skilja kremið frá oreo kexinu á tveimur pökkum af kexi (geymið þriðja pakkan til að skreyta).

  2. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið. Setjið kexið í eldfastmót og þrýstið því vel ofan í botninn á mótinu. Setjið kexið í blandars eða poka og myljið það þar til það verður að frekar fínnu mylsnu. Setjið mótið í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þyetið rjóman í hrærivél eða með handþeytara og setjið til hliðar.

  4. Takið kremið sem þið skildum frá kexinu og bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði ásamt hvíta súkkulaðinu. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er best að setja það inn í 30 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.

  5. Setjið rjómaostin og flórsykurinn í hrærivél eða þeytið saman með handþeytara og bætið brædda súkkulaðinu hægt út í. Þeytið þetta á háum styrk þar til blandan verður alveg köld.

  6. Hrærið rjómanum varlega saman við sem sleikju og hellið síðan yfir kexið.

  7. Leyfið kökunni að vera í ísskáp í allavega klukkustund áður en hún er skreytt með því sem hugurinn girnist og borin fram. Ég skreytti mína með oreo kexi, berjum, hvítu súkkulaði og suðursukkulaði.

Project - Drawing 11350016114151990018.png

Vegan rjómaterta með jarðarberjum

IMG_1865-4.jpg

Hæ. Vonandi hafiði það gott.

Hérna í Piteå er svo sannarlega komið sumar. Sólin hefur skinið daglega síðustu vikur sem bætir svo sannarlega upp fyrir myrkrið sem ríkir hérna á veturna. Í gær fór hitinn upp í þrjátíu stig og bærinn safnaðist saman við vatnið og fólk ýmist baðaði sig eða lá og sólaði sig. Eiginlega ættum við Siggi að vera á Íslandi. Við hlökkuðum mikið til að eyða sumrinu saman á Íslandi í fyrsta skipti í mörg ár, en í kjölfar aðstæðna breyttust plönin og við verðum hér í staðinn. Löngu hlýju sólardagarnir eru svolítil huggun og við ætlum að njóta sumarsins hérna eins vel og við getum.

Á miðvikudaginn er 17. júní og í tilefni af því deili ég með ykkur hinni fullkomnu sumarköku með jaðrarberjarjóma sem tilvalið er að baka fyrir fjölskyldu og vini á þjóðhátíðardaginn. Botninn er dúnmjúkur og hentar í allskonar ljósar tertur en ég ákvað í þetta sinn að gera jarðarberjarjómakrem og úr varð besta rjómaterta sem ég hef bakað.

IMG_1725-2.jpg

Þessi kökubotn er að mínu mati hinn fullkomni ljósi botn. Hægt er að gera úr honum ótrúlega margar góðar kökur, eins og möndluköku, eplaköku, sjónvarpsköku og allskonar rjómatertur. Núna eru búðirnar fullar af gómsætum nektarínum svo ég er að spá í að prófa að gera nektarínuköku á næstunni.

IMG_1728.jpg

Ég var lengi að velta því fyrir mér hvernig ég vildi hafa tertuna og ætlaði fyrst að gera hana svakalega flotta á mörgum hæðum. Eftir þvi sem ég velti þessu lengur fyrir mér hallaðist ég frekar að því að gera köku í skúffuforminu mínu. Í hvert skipti sem ég baka fyrir veislur nota ég þetta form. Mér finnst það mun hentugara. Bæði er það fljótlegra og einfaldara og svo er bæði þægilegra að skera kökuna í sneiðar og að borða hana. Formið sem ég nota er 42x29x4 cm að stærð og er nákvæmlega eins og þetta form sem fæst í Byggt og búið. Það hefur reynst mér svo vel við baksturinn og ég elska smellulokið á því sem gerir það virkilega þægilegt að taka köku með sér eitthvert. Ef þið viljið baka kökuna í hringlaga formi myndi ég giska á að það sé best að skipta deiginu í tvö 24 cm form.

Jarðarberjarjómakremið er svo gott að ég gæti borðað það með skeið. Í rauninni fannst mér það svo gott að ég frysti smá part af því akkúrat til að borða með skeið heh. Mig langaði að sjá hvernig það kæmi út fryst og hvort það mögulega gæti gengið sem fylling í frysta ostaköku og það gerir það svo sannarlega. Með þvi að bæta við einum rjómaosti í viðbóð yrði þetta fullkomin fryst sumarleg ostakaka. Til að kremið þeytist sem best mæli ég með þeytirjómanum frá Aito. Hann þeytist svakalega vel og heldur forminu. Alpro rjóminn virkar líka og kremið er alveg jafn gott með honum, en mér finnst formið ekki verða jafn flott. Aito fæst í Bónus og Krónunni.

IMG_1815-5.jpg

Með því að baka kökuna í skúffuforminu þarf ekkert að gera til að skreyta hana annað en að smyrja rjómanum á og toppa með ferskum jarðarberjum, eða öðrum ávöxtum ef maður vill. Margra hæða rjómatertur eru sannarlega fallegar og myndast dásamlega vel, en ég vel yfirleitt þægindi fram yfir útlit. Að baka kökuna svona gerir það að verkum að hún er virkilega einföld og engin hætta á að hún mistakist eða líti ekki jafn vel út og maður ætlaði sér.

Mér hefur líka þótt þægilegt þegar ég býð fólki uppá köku að geta skorið niður í minni sneiðar, sérstaklega þegar ekki er til nóg af diskum og maturinn borðaður af servíettum.

Ég er virkilega ánægð með þessa gómsætu vegan rjómatertu. Mig langaði að hafa hana hátíðlega og það tókst algjörlega að mínu mati. Ég hef aldrei verið aðdáandi af gamaldags tertum með niðursoðnum ávöxtum og vildi því gera tertu sem ég sjálf myndi glöð borða. Fersk sumarjarðarber virkilega geta ekki klikkað að mínu mati.

IMG_1867-3.jpg

Rjómaterta með jarðarberjum

Hráefni:

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 7,5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 2 dl rapsolía eða önnur bragðlaus olía

  • 1,5 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið saman þar til engir kekkir eru.

  4. Klæðið formið með bökunarpappír. Mér finnst gott að smyrja smá smjörlíki í botninn og hliðarnar og þá festist bökunarpappírinn vel við formið. Eins og ég tók fram hér að ofan nota ég form sem er 42x29x4 cm.

  5. Hellið deiginu út í formið og bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar þið stingið í hana. Ég myndi kíkja á hana eftir 25 mínútur.

  6. Látið kökuna kólna alveg áður en þið setjið kremið á hana.

Jarðarberjakrem:

  • 500 gr. fersk jarðarber (þegar ég prufubakaði kökuna fann ég hvergi fersk ber og notaði því frosin sem ég leyfði að þiðna fyrst og það var líka mjög gott)

  • 1 ferna þeytirjómi frá Aito (það virkar líka að nota þann frá Alpro en Aito þeytist mun betur að mínu mati)

  • 2 tsk sítrónusafi

  • 1 dolla Oatly rjómaostur (påmackan)

  • 2 dl flórsykur

  • 2 msk vanillusykur

Aðferð:

  1. Mér finnst gott að gera kremið frekar tímanlega þannig að það getið fengið að standa í kæli í allavega klukkutíma. Það er jafnvel sniðugt að byrja kannski á kreminu en annars dugir að gera það um leið og kakan fer í ofninn og hafa það í ísskápnum þar til kakan hefur kólnað.

  2. Hellið rjómanum og sítrónusafanum í skál og þeytið í hrærivél eða rafmagnsþeytara þar til rjóminn er orðinn þykkur. Setjið hann í ísskápinn á meðan þið gerið restina.

  3. Setjið rjómaost, flórsykur og vanillusykur í aðra skál og þeytið saman þar til það hefur blandast vel. Leggið til hliðar

  4. Stappið hluta af jarðarberjunum og takið restina frá til að skreyta með. Ég held ég hafi notað sirka 350 gr í kremið og restin fór ofan á. Þið ráðið í raun alveg hvernig þið viljið hafa það.

  5. Blandið rjómaostakreminu og stöppuðu berjunum varlega saman við rjómann þar til allt er vel blandað.

  6. Kælið þar til kakan er orðin köld.

  7. Smyrjið kreminu á kökuna og raðið berjunum yfir. Þessi kaka er mjög góð við stofuhita en hún er líka svakalega góð beint úr kælinum.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki vel! <3

Helga María.

Mexíkóskt lasagna

IMG_1608.jpg

Hæ!

Ég hef hlakkað lengi til að deila með ykkur uppskriftinni af þessu gómsæta mexíkóska lasagna. Þetta er einn af þessum réttum sem er virkilega einfalt að útbúa en smakkast á sama tíma svakalega vel. Það er eitt það besta sem ég veit, að elda einfaldan mat sem samt smakkast ótrúlega vel.

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í þessa uppskrift. Við höfum unnið svolítið með Hagkaup síðustu mánuði og við erum alveg ótrúlega ánægðar með það. Úrvalið hjá þeim af vegan mat er gríðarlega flott og alltaf jafn gaman að sjá eitthvað nýtt og spennandi hjá þeim að prófa.

IMG_1568.jpg

Nú er mánudagur og ný vika að hefjast en eins og hjá mörgum öðrum hafa dagarnir svolítið runnið í eitt síðasta mánuðinn. Það hefur því ekki verið jafn auðvelt að skilja helgina frá skólavikunni. Við Siggi höfum þó reynt að halda okkur við okkar rútínu yfir vikuna og gera eitthvað svolítið öðruvísi um helgar. Við pössum okkur t.d. á því að gera okkur helgarbröns eins og við erum vön og kaupum vel inn fyrir vikuna af mat svo auðvelt sé að gera góðan matseðil. Ég viðurkenni að þetta ástand hefur haft áhrif á mig og ég hef stundum orðið kvíðin yfir þessu öllu saman. Mér hefur því þótt mikilvægt að hafa matarræðið og svefninn í góðu lagi og hef fundið að það gerir gæfumun.

IMG_1580.jpg

Eitt af því sem hefur haldið geðheilsunni minni í lagi síðustu vikur er nýi áhugi minn á súrdeigi. Mér líður hálf kjánalega að segja frá því, það virðast allir annaðhvort vera byrjaðir á fullu í súrdeiginu eða orðnir dauðþreyttir á því að sjá þetta á öllum miðlum. Mig hefur langað að gera súrdegi lengi og um áramótin strengdi ég ein heit. Að læra að gera súrdeigsbrauð. Ég hef svo haldið áfram að fresta því þar til fyrir rúmri viku þegar ég ákvað loksins að slá til og byrja að búa til súr.

Akkúrat viku seinna bakaði ég mitt fyrsta súrdeigsbrauð sem var svo dásamlega gott og fallegt. Í þessum töluðu orðum liggur brauðdeig í hefunarkörfum inni í ísskáp og ég skelli þeim í ofninn á eftir. Ég skil það loksins hvernig fólk getur fengið þetta á heilann. Þegar ég byrjaði að lesa mér til um þetta og skoða allskonar myndbönd fannst mér þetta líta nánast ógerlegt út. Endalaust vesen, súr, levain, “stretch and fold”, formótun, mótun, hefunarkörfur, steypujárnspottur.. Mér fannst nánast eins og allt þetta stúss gæti ekki verið þess virði. EN nú þegar ég hef bakað mitt fyrsta brauð og borðað það fatta ég þetta. Þetta var í fyrsta lagi ekki jafn mikið vesen og ég hélt. Það þarf vissulega að gera ýmislegt en það tekur alltaf lítinn tíma í einu og svo fær þetta að bíða. Í öðru lagi er þetta miklu betra (að mínu mati) en allt annað brauð. Ég get nefnilega ekki keypt nýbakað súrdeigsbrauð þar sem ég bý. Ég get því sagt að ég er mjög spennt fyrir þessu nýja áhugamáli mínu.

IMG_1593.jpg

En færsla dagsins snýst ekki um súrdeigsbrauð heldur þetta gómsæta mexíkóska lasagna. Í stað pasta nota ég tortilla pönnukökur og ofan á lasagnað ákvað ég að setja tortillaflögur sem gaf réttinum þetta góða “crunch”. Þegar það var komið úr ofninum toppaði ég það með lárperu, fljótlegu fersku tómatsalsa, fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma. Þetta gaf réttinum dásamlegan ferskleika. Þetta er hinn fullkomni réttur til að bjóða uppá í matarboði en er líka frábær sem góður kvöldmatur!

IMG_1601.jpg

Mexíkóskt lasagna

Hráefni:

  • Olía til að steikja uppúr

  • 5-6 meðalstórar tortillapönnukökur

  • 1 pakki (ca 300 gr) vegan hakk (þarf ekki að vera nákvæmlega 300 en þeir eru yfirleitt í kringum það. Ég mæli mikið með hakkinu frá Anamma)

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-1 1/2 paprika

  • 1-2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk cuminduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk laukduft

  • 2 krukkur salsasósa (ég nota þær frá Santa Maria)

  • 2 dl tómatpassata

  • 100 gr svartar baunir úr dós

  • 100 gr maísbaunir (ég mæli með frosnum maísbaununum frekar en þeim í dós)

  • 1 pakki vegan rjómaostur (ég setti helminginn í fyllinguna og restina ofan á áður en ég bakaði lasagnað). Mæli með Oatly

  • salt og pipar

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Tortillaflögur

Hugmyndir af hlutum til að toppa með eftir á:

  • Lárpera

  • Vegan sýrður rjómi. Mæli með Oatly

  • Ferskt tómatsalsa (ég gerði mjög einfalda útgáfu þar sem ég blandaði saman ferskum tómötum, rauðlauk, lime safa, kóríander og salti)

  • Ferskt kóríander

  • Lime safi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Hitið olíu á pönnu eða í potti.

  3. Bætið hakkinu út í. Vegan hakk má elda beint úr frystinum og þarf því ekki að láta þiðna. Steikið hakkið í nokkrar mínútur.

  4. Saxið rauðlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í. Steikið þar til laukurinn hefur mýskt svolítið.

  5. Bætið paprikunni út í og steikið í nokkrar mínútur.

  6. Bætið kryddum út í og hrærið saman við.

  7. Hellið salsaósu og tómatpassata út í og leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur.

  8. Skolið svörtu baunirnar í sigti undir vatni til að ná af þeim safanum úr dósinni. Bætið þeim út í fyllinguna ásamt maís og helmingnum af rjómaostinum. Það má vissulega setja hann allan út í en mér fannst mjög gott að spara helminginn og setja ofan á áður en ég setti réttinn í ofninn. Leyfið að malla í sirka 5 mínútur eða þar til rjómaosturinn hefur bráðnað vel í fyllingunni.

  9. Saltið og piprið eftir smekk

  10. Skerið niður tortillapönnukökurnar í ræmur eða eftir því sem passar best í ykkar eldfasta mót.

  11. Setjið fyllingu í botninn á forminu, raðið svo pönnukökum yfir og endurtakið þar til fyllingin er búin.

  12. Stráið örlítið af vegan osti yfir, raðið tortillaflögum yfir ostinn, því næst restinni af rjómaostinum (ég hitaði minn örlítið í litlum potti svo auðvelt væri að setja hann yfir), og á endanum aðeins meira af vegan osti.

  13. Setjið inní ofn og bakið í sirka 25 mínútur eða þar til osturinn ofan á er orðinn gylltur og fínn.

  14. Toppið með því sem ykkur lystir. Þið sjáið mínar hugmyndir hér að ofan, en mér finnst gera mikið fyrir réttinn að bæta þessu ferska yfir.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki uppskriftin vel!

Helga María

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

IMG_1530.jpg

Í dag færi ég ykkur súkkulaði ofan á súkkulaði. Jújú, páskarnir eru nýbúnir, en þessar möffins eru einfaldlega of góðar til að bíða með að deila uppskriftinni með ykkur. Mig langaði að gera klassískar stórar möffins sem minntu á þær sem hægt er að fá á kaffihúsum og eftir smá prufubakstur hefur mér tekist það (að mínu mati).

IMG_1493-2.jpg

Ég bakaði þær í fyrsta sinn um daginn og var ekki alveg nógu ánægð með útkomuna. Bragðið var mjög gott, en áferðin minnti svolítið á brauð. Eftir smá gúggl áttaði ég mig á því að ég hafði líklega hrært þær alltof mikið. Ég var svolítið að prófa mig áfram og notaði rafmagnsþeytarann og bætti við meiri og meiri vökva á meðan ég hrærði. Að sjálfsögðu urðu þær því seigar. Ég hljóp yfir til vinkonu minnar sem smakkaði og var sammála því að áferðin væri ekki alveg nógu góð. Ég dreif mig því að baka þær aftur og þá urðu þær akkúrat eins og ég vildi hafa þær. ,,Ég myndi borga fyrir þessar á kaffihúsi” sagði vinkona mín þegar hún smakkaði nýju kökurnar og það var akkúrat markmiðið.

IMG_1497-2.jpg

Síðustu daga hef ég unnið hörðum höndum að því að útbúa sænska útgáfu af blogginu. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi. Ég bý jú hérna í Svíþjóð og væri því mikið til í að vera hluti af bloggheiminum hér. Við spáðum í því á sínum tíma að skrifa á ensku til að ná til fólksins hérna líka en okkur þykir vænt um að skrifa á Íslensku og finnst við ná að tengjast ykkur betur þannig. Ég ákvað því eftir mikla umhugsun að opna sænska síðu. Hún er nú komin í loftið og ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. Ég hef bara talað sænsku í sirka tvö ár og hef ekki mikla reynslu af því að skrifa á sænsku. Það tekur mig því langan tíma að skrifa færslurnar og mér líður örlítið eins og ég sé að vaða of djúpt, en þetta er á sama tíma mjög spennandi.

Á meðan ég vann að því að búa til sænsku síðuna ákvað ég að fríska uppá þessa síðu. Ég eyddi gríðarlegum tíma í að búa hana til árið 2016 en hef svo varla snert neitt þegar kemur að útliti síðunnar síðan. Við systur höfum verið svolítið þreyttar á útlitinu í langan tíma. Ég ákvað því að laga hana núna fyrst ég var á annað borð komin á fullt í að búa til aðra síðu. Við erum ótrúlega ánægðar með nýja útlitið, sérstaklega að geta verið með “side bar”. Við vonum að ykkur þyki hún jafn flott og okkur.

IMG_1498 2-2.jpg

Mér líður eins og ég sé á góðum stað þegar kemur að því að blogga og þess vegna held ég að nú sé rétti tíminn í að byrja að blogga á sænsku. Margir halda að bloggferðalagið okkar hafi verið mjög einfalt og allt gengið eins og í sögu, en svo er alls ekki raunin. Mig langar að segja ykkur aðeins frá minni sögu. Þessi færsla verður því aðeins lengri en ég ætlaði mér.

Þegar við stofnuðum veganistur.is hafði ég í yfir ár bloggað á mínu eigin bloggi (sem hét helgamaria.com) og var því ekki alveg reynslulaus. Ég skoðaði mikið af bloggum á þeim tíma og hafði háleit markmið en ég átti ekki jafn fína myndavél eða nýja tölvu og margir sem ég leit upp til.

Ég fékk canon 1000d vél þegar ég varð 18 ára og með henni fylgdi kit-linsa eins og þær kallast. Ég tók allar mínar myndir á þessa vél og linsuna sem fylgdi með henni þangað til í byrjun 2018. Þá fékk ég ódýrustu gerðina af 50mm linsu sem ég notaði við gömlu myndavélina mína og þessi linsa breytti gríðarlega miklu. Allir í kringum mig voru að verða gráhærðir á að hlusta á mig kvarta undan myndavélinni og það lagaðist örlítið þegar ég fékk nýju linsuna. Eins notaðist ég við eldgamla og hæga Macbook pro tölvu og þar sem hún var of gömul til að uppfæra sig notaðist ég við úrelta útgáfu af lightroom til að vinna myndirnar. Allar myndirnar í bókinni okkar eru unnar í þeirri tölvu.

Ég hef lært allt það sem ég kann á þessar græjur og þurfti því að læra að vera þolinmóð. Mér leið alltaf eins og ég gæti ekki alveg náð þeim árangri í myndatökunni sem ég vildi. Bæði því ég átti gömul tæki og tól og eins því ég átti ekkert nema hvítt matarborð og mjög takmarkað magn af “props”. Ég eyddi gríðarlegum tíma í að vera leið yfir þessu. Hérna er færsla sem sýnir myndirnar sem ég tók á þessum tíma. Ég get varla horft á þessar myndir því ég man hvað mér fannst þær ömurlegar og hvað mér leið illa að pósta þeim (rétturinn er samt geggggjaður). Ég keypti mér svo ódýra filmu sem ég límdi á borðplötu og notaði til að taka allar myndirnar mínar á í svona tvö ár. Ég var farin að hata hana líka. Hérna er færsla með þessari filmu.

IMG_1508-4.jpg

Svo kom að því að ég gat keypt mér nýja myndavél. Það var seinasta haust. Ég gat þó ekki keypt mér dýra vél en fann á tilboði Canon EOS 200d sem er bara þessi hefðbundna Canon vél. Skjárinn er mun stærri en á þeirri gömlu, ég get tekið hann út og snúið honum, tekið upp myndbönd og notast við snertiskjá ef ég vil (ekkert af þessu var hægt á hinni). Auk þess eru gæðin miklu betri en á þessari gömlu. Ég notast enn við 50 mm linsuna mína og elska hana. Í desember keypti ég mér svo aðra borðfilmu sem þessar myndir eru teknar á.

Í janúar gaf gamla tölvan mín sig og með hjálp bróður míns keypti ég mér nýja Macbook tölvu eftir að hafa notað hina í 9 ár. Skyndilega gat ég unnið myndirnar í alvöru Lightroom forriti og þurfti ekki að endurræsa tölvuna tvisvar á meðan ég vann myndirnar og bloggaði. Ég viðurkenni að við þetta jókst ánægjan mín af því að mynda og blogga gríðarlega. Með tímanum hef ég líka eignast meira af fallegum diskum og öðrum “props” sem flott er að mynda á. Að lokum keypti ég mér ódýrt matarborð úr viði og við Siggi pússuðum það til og notuðum á það dökkan viðarbæs. Ég vildi að borðið liti svolítið vel notað út svo við höfum gert ýmislegt til að “skemma” það. Borðið nota ég þegar ég vil hafa myndirnar svolítið meira “moody”. Ég er mjög ánægð með útkomuna og nú loksins eftir allan þennan tíma líður mér eins og ég hafi í höndunum góð tól til að hjálpa mér að bæta mig í að taka myndir.

Ég get þó sagt ykkur að það sem hefur kennt mér mest er að læra sjálf að vinna myndir og skilja hvernig myndavélin virkar. Ég hefði getað átt allt það flottasta og fínasta en það eitt hefði ekki hjálpað mér að taka flottar myndir. Ég er alltaf að læra og núna uppá síðkastið hef ég dembt mér í að skilja betur hvernig ég vinn myndirnar mínar og ég veit að ég á enn margt ólært. Eins hef ég fundið mína eigin “rödd” með því að hætta að bera bloggið okkar saman við blogg annarra. Ég var lengi óörugg og þótti allir betri en ég og það eru vissulega margir betri en ég og munu alltaf vera það, en það hjálpaði mér alls ekki að skoða önnur blogg og bera mig saman við aðra. Með tímanum varð ég meira örugg og í dag skoða ég myndir annarra til að fá innblástur og til að dást af þeim, en ekki til að draga mig niður. Það hefur breytt miklu.

En jæjaaa.. nú kemur uppskriftin!

IMG_1484-7.jpg

Súkkulaðimöffins með súkkulaðibitum

  • 5 dl hveiti

  • 1 dl kakó

  • 2 dl sykur

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk matarsódi

  • 1/2 tsk salt

  • 4,5 dl vegan mjólk

  • 130 gr. smjörlíki bráðið

  • 2 tsk vanilludropar

  • 1 msk eplaedik

  • 150 gr. suðusúkkulaði (eða annað vegan súkkulaði)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c. Minn ofn er ekki með blæstri svo ég nota yfir og undir hita.

  2. Blandið þurrefnunum saman í skál.

  3. Bræðið smjörlíkið og hellið í aðra skál ásamt mjólkinni, vanilludropunum og eplaedikinu.

  4. Hellið út í skálina með þurrefnunum og hrærið saman með sleif. Hrærið eins lítið og þið mögulega getið. það mega vera smá kekkir en samt á þetta að vera vel blandað. Eins og ég skrifaði að ofan þá gerði ég þau mistök fyrst að hræra of mikið og kökurnar urðu því seigar. Því er mikilvægt að hræra stutt.

  5. Saxið súkkulaðið í meðalstóra bita. Mér finnst gott að hafa það svolítið “chunky” í þessum kökum. Blandið 3/4 af því í deigið og geymið rest til að setja ofan á kökurnar.

  6. Ég mæli með að setja deigið í sprautupoka og sprauta í möffinsformin eins og sést á einni af myndunum fyrir ofan. Ég hafði í öll þessi ár fyllt möffinsform með skeið með tilheyrandi sulli en með sprautupokanum er þetta mjög einfalt og snyrtilegt.

  7. Bakið í 17-20 mín eða þar til þið getið stungið tannstöngli í og ekkert deig kemur upp með honum (það mun samt líklega koma eitthvað af súkkulaðinu sem er inní)

  8. Leyfið kökunum að kólna aðeins áður en þið borðið þær.

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki uppskriftin vel! <3