Tvær haustlegar súpur │ Veganistur TV │1. þáttur
/Brokkolí og maíssúpa:
4 msk olía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)
1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir
3-4 meðalstórar gulrætur
1 laukur
4 dl maísbaunir
2-3 hvítlauksrif
2 tsk túrmerik
1 tsk laukduft
Salt og pipar
2 lárviðarlauf
750 ml vatn
750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)
500 ml Oatly hafrarjómi
3 teningar grænmetiskraftur
Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)
Aðferð:
Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.
Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.
Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.
Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maísbaunum og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maísbaunirnar út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.
Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.
Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.
Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.
Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.
Vegan “kjöt”súpa
½ rófa
4-5 meðalstórar gulrætur
7-8 meðalstórar kartöflur
2 dl niðurskorið hvítkál
3 lítrar vatn
1 dl linsubaunir
½ dl hrísgrjón
1 dl súpujurtir
2-3 teningar af grænmetiskrafti
1 teningur af sveppakrafti
2-4 msk olífuolía
Aðferð:
Skerið allt grænmetið í bita af svipaðri stærð.
Setjið öll hráefnin nema 1 grænmetistening í stóran pott og látið suðuna koma upp
Lækkið á meðalháan hita og leyfið súpunni að sjóða í u.þ.b. 30 mínútur. Smakkið súpuna til eftir um 15 mínútur og bætið við salti eða síðasta grænmetisteningnum ef þarf.
Berið fram eina og sér eða með súrdeigs brauði og vegan smjöri.
Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly