Fullkomin leið til að nýta síðustu sólardagana <3

Við Fanney vinkona mín ákváðum að fara í smá roadtrip fyrr í vikunni þar sem að það var ótrúlega fallegt veður og hún loksins komin aftur í bæinn eftir að hafa búið upp í sveit í allt sumar. Við vorum lengi að ákveða hvert við ættum að fara en ákváðum að byrja á því að kíkja í sveitina hennar þar sem mamma hennar átti afmæli.

Við hittum að sjálfsögðu fallega Sám um leið og við komum og svo var akkúrat verið að skella í vegan köku, en ég er svo heppin að litla frænka hennar Fanney er með óþol svo veganistu súkkulaðikakan er oftar en ekki bökuð við alls kyns tilefni á heimilinu.

Við skelltum kremi á kökuna og fengum okkur kaffi með fjölskyldunni hennar í tilefni dagsins.

Við keyrðum langleiðina að bæ sem heitir Giljar þar sem vinkona hennar Fanneyjar var nýbúin að finna þennan fallega foss. Við lögðum bílnum og rölltum niður smá gil að fossinum en þar niðri var ótrúlega gott veður, logn og sól, svo það var frekar heitt og næs.

Við tókum með okkur einnota grill og að sjálfsögðu pulsur, en þær eru einn af mínum allra uppáhalds mat og ef það er gott veður crave’a ég ALLTAF grillaðar pulsur. Við tókum bara með okkur það sem ég átti heima sem var:

  • Pulsur (ég mæli með að nota Anamma pulsurnar, en í flestum búðum eru til alls konar tegundir af góðum vegan pulsum)

  • Pulsubrauð

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Sætt sinnep

Ef ég hefði haft meiri tíma hefði ég klárlega skellt í kartöflusalat, en það verður bara að bíða þar til næst.

Þetta var ekkert smá kósý hjá okkur og ég er ekkert að grínast með magnið af sinnepinu…

Við vorum með sundföt með okkur og ætluðum að reyna að hoppa út í af einhverjum stað en það gekk frekar illa þar sem það var frekar ómögulegt að komast upp á stóra steininn í miðjunni. En þar fyrir neðan er mjög djúpt og hefði verið gaman að hoppa en kannski aðeins of hættulegt. Ég læt allavega ekki fylgja með myndirnar og myndböndin af okkur að reyna að komast þarna útí og upp á…

Þrátt fyrir það var þetta alveg ótrúlega fallegur staður og mjög kósý bíltúr hjá okkur! Ég mæli með að nýta síðustu sólardagana sem við erum fáum í eitthvað skemmtilegt áður en haustið fer að láta sjá sig með tilheyrandi rigningu og kulda! :D

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png