"Marry me" Oumph! með orzo (risoni)
/"Merry me" Oumph! með orzo (risoni)
Fyrir: 2-3
Hráefni:
- 1 msk olía frá sólþurrkuðum tómötum
- Smá vegan smjör (má nota olíu)
- 1 pakki Oumph garlic & thyme
- 2 skalottlaukar
- 3 hvítlauksgeirar
- Chiliflögur eftir smekk
- 250 gr orzo (risoni)
- 100 gr sólþurrkaðir tómatar
- 1 dl hvítvín eða hvítt matreiðsluvín
- 1-2 msk dijonsinnep (ég notaði eina kúfulla)
- 700 ml vatn
- 1 grænmetisteningur
- 1 dl rifinn vegan parmesanostur
- 65 gr babyspínat
- 1/2 dl basilika
- 250 ml vegan matreiðslurjómi
- 1 msk sítrónusafi
- Salt og pipar ef þarf
- Gott baguette að bera fram með
Aðferð:
- Látið Oumphið þiðna aðeins og skerið það niður í aðeins minni bita.
- Hitið olíu frá sólþurrkuðu tómötunum og vegan smjör í potti.
- Steikið Oumphið í nokkrar mínútur á meðalháum hita eða þar til það mýkist vel.
- Skerið niður lauk og pressið eða rífið hvítlaukinn og bætið út í pottinn ásamt chiliflögum og steikið í nokkrar mínútur svo laukurinn og hvítlaukurinn mýkist vel. Hrærið reglulega í svo að laukurinn brenni ekki.
- Skerið sólþurrkuðu tómatana niður og bætið út í ásamt risoni og steikið í sirka tvær mínútur á meðan þið hrærið vel í.
- Bætið víninu og dijonsinnepinu út í og látið steikjast í nokkrar mínútur í viðbót.
- Hellið vatninu út í ásamt grænmetisteningnum og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til risoniið er orðið mjúkt. Hrærið reglulega í svo að það festist ekki í botninum.
- Bætið spínati, rjóma, parmesanosti, basiliku og sítrónusafa út í og leyfið að hitna svolítið áður en þið berið fram. Smakkið til og bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa. Toppið svo með basiliku, parmesanosti og sítrónuberki.
-Færslan er unnin í samstarfi við Oumph! á Íslandi-