Gómsætt taco með heimagerðum tortilla pönnukökum

Heimagerðar tortilla kökur er sintaklega einfalt að gera heima.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af heimagerðum tortilla pönnukökum sem er tilvalið að bera fram með æðislegu “kjúklingalundunum” frá VFC. Einfaldur, hollur matur sem allir elska. Við eigum alltaf til þessa vöru í frysti til að geta græjað einfaldan kvöldmat á stuttu tíma þegar mikið er að gera. Að þessu sinni bárum við tacoið fram með sýrðum rjóma, fersku avókadó og tómötum, pikkluðum lauk og ferskum kóríander ásamt VFC “kjúklingalundum”. Uppskrift af pikkluðum rauðlauk má finna hér.

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum
Fyrir: 3-4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 25 MinEldunartími: 12 Min: 37 Min

Hráefni:

EInfaldar tortilla pönnukökur
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"

Aðferð:

Einfaldar tortilla pönnukökur
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið í höndunum þar til slétt kúla hefur myndast
  2. Leyfið deiginu að hvíla í 15 mínútur
  3. Skiptið í 8 litlar kúlur
  4. Fletjið í þunnar kringlóttar pönnukökur
  5. Hitið pönnuna í smá stund og dýfið eldhúsbréfi í smá olíu og strjúkið yfir pönnuna.
  6. Steikið hverja pönnuköku í sirka 40 sek til múnútu á hverri hlið eða þar til þær byrja aðeins að brúnast.
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"
  1. Hitið VFC lundirnar í 220°C heitum ofni í um 12 mínútur.
  2. Undirbúið hin hráefnin og raðið saman taco eftir því hvað hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC á íslandi -