Bao buns með vegan asískum bbq "kjúkling"


Ótrúlega einfaldur réttur sem heillar alla upp úr skónum.

Í dag deilum við með ykkur þessari ótrúlega einföldu uppskrift af bao buns eða “gufusoðnum bollum, með spæsí bqq “kjúkling”, fersku grænmeti og kóríander. Þetta er réttur sem auðvelt er að “henda” saman á nokkrum mínútum en bragðast hins vegar eins og það hafi verið dundað í eldhúsinu í marga tíma. Það besta við þennan rétt er að hann hentar við hvaða tilefni sem er og ekki síst á veisluborðið. Í réttinn nota ég vegan kjúklingalundir frá VFC sem eru fullkomin stærð í bollurnar og svo ótrúlega bragðgóðar. Til að krydda bbq sósuna er síðan algjört möst að nota soyasósuna frá KIKKOMAN.


Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Fyrir: 2 fullorðnir (3 buns á mann)
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 12 Min: 17 Min

Hráefni:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Aðferð:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
  1. Bakið kjúklingalundirnar við 200°C í 12 mínútur
  2. Setjið á pönnu restina af hráefnunum og hitið að suðu, leyfið að "bubla" í 5-6 mínútur á vægum hita og hrærið í allan tíman. Passið að hafa ekki of háan hita þar sem bbq sósan getur auðveldlega brunnið við.
  3. Takið pönnuna af hellunni og hrærið lundirnar í sósunni þar til þær þekkjast alveg í sósunni.
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi
  1. Gufusjóðið Bao buns samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Útbúið kjúklingalundirnar, skerið rauðlaukinn þunnt niður og rífið gulrótina.
  3. Fyllið hverja "bollu" fyrir sig og berið fram með ferskum kóríander og hvítlauksmajónesi
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC og KIKKOMAN