Klassískt ceasar salat


Klassískt ceasar salat í vegan útgáfu með VFC “kjúklinga”lundum

Ótrúlega gott, einfalt salat með vegan ceasar dressingu. Ég elska að fá mér gott salat á sumrin en þetta er akkúrat fullkomið sumarsalat að mínu mati. “kjúklinga”lundirnar frá VFC passa fullkomlega í salati en þær eru með stökkum, bragðgóðum hjúp sem gefur salatinu extra “kröns”. Uppskriftin er fyrir eitt salat sem er nóg sem heil máltíð og svo er ekkert mál að margfalda eftir því hversu margir munu borða.


Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu

Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 22 Min: 32 Min

Hráefni:

Ceasar salat
Heimagerð vegan ceasar dressing

Aðferð:

Ceasar salat
  1. Byrjið á því að rista brauðteningana við 220°C á grillstillingu í ofni. Fylgist vel með og hristið þá aðeins til þegar þeir eru orðnir gullnir efst. Þetta tók sirka 6 mínútur á hvorri hlið hjá mér, 12 í heildina.
  2. Setjið VFC lundirnar í ofn á 200°C í 14 mínútur
  3. Útbúið sósuna.
  4. Skerið salatið niður, setjið út í brauðteninga og lundirnar. Blandið sósunni vel saman við og rífið parmesan yfir.
Heimagerð vegan ceasar salat
  1. Blandið öllum hráefnum nema vatninu saman í skál. Bætið örlitlu vatni út í þangað til þið fáið þá þykkt sem þið viljið. Smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi fersla er unnin í samstarfi við VFC -