Bruchetta með hvítlauksbökuðum tómötum og rjómaosti


Gómsætur forréttur sem leikur við bragðlaukana í hverjum bita.

Í dag deilum við ykkur uppskrift af klassískum forrétti sem er svo dásamlega góður. Hvítlauksbakaðir tómatar á ristuðu súrdeigsbaguette með rjómaosti, parmesan, balsamik gljáa og ferskri basilíku. Alveg ótrúlega einfalt en svo æðislega gott. Réttin má bera fram bæði heitan eða kaldan og hentar því einstaklega vel á veisluborðið eða í matarboðin.


Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti

Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 50 Min: 40 Min: 1 H & 40 M
Einfaldar tómatbruchettur með heitum tómötum, rjómaosti og hvítlauk. Fullkomið í brönsin, á veisluborðið eða sem forréttur.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Skerið hvítlauksgeirana í þunnar sneiðar. Setið vel af ólífuolíu, tómatana, 2 tsk salt og hvítlaukinn í eldfast mót og bakið í ofni í 45 mínútur við 200 gráður.
  2. Skerið baguette brauðið þversum í tvennt. Hellið smá ólífuolíu yfir ásamt örlitlu salti og bakið á grill stillingu í ofninum við 220 gráður í 6-8 mínútur. Eða þar til fallega ristað.
  3. Smyrjið vel af vegan rjómaosti yfir hvora sneiðina, ég set sirka 1/2 dollu á hvort brauð.
  4. Raðið tómötunum og hvítlauknum jafnt yfir hvora sneið, stráið vegan parmesan yfir ásamt balsamik gljáanum og ferskri basilíku.
  5. Skerið í bita.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur