Gómsæt eplabaka
/Það er ekkert betra eftir góða máltíð en góður eftirréttur. Eða það finnst mér allavega. Uppáhalds eftirréttirnir mínir eru einfaldir eftirréttir, eitthvað sem þarf ekki að hafa mikið fyrir, líkt og góður vegan ís eða einföld kaka. Við erum mjög heppin með það að það er ótrúlega mikið af góðum vegan ís komin á markaðin hér á landi og er þar ísinn frá Oatly einn af mínum uppáhalds.
Þessi eplabaka er einn af mínum uppáhalds eftirrétti en það er eindfaldlega vegna þess hversu auðvelt er að útbúa hana og hversu góð hún er. Það sem mér finnst líka vera mikill kostur er að það má undirbúa hana snemma um daginn og skella henni síðan bara í ofninn eftir matinn.
Kakan samanstendur af grænum eplum, möndlusmjörs-karamellu (sem passar fullkomlega með eplunu) og hafradeigi sem gerir "krönsí" áferð. Bakan passar fullkomlega með vanilluísnum frá Oatly.
Eplabaka:
4 græn epli
möndlusmjörs-karamella (uppskrift hér að neðan)
1 bolli rapunzel hafrar
1 bolli hveiti
1/2 bolli rapunzel kókosmjöl
1/2 bolli sykur
1/2 til 1 bolli vegan smjör eða kókosolía frá rapunzel
Aðferð:
Afhýðið eplin og skerið niður í litla bita. Setjið í eldfast mót og hellið möndlusmjörs-karamellunni yfir.
Útbúið deigið með því að blanda restinni af hráefnunum saman í skál og dreifið yfir eplin.
Bakið kökuna í 30 til 35 mínútur við 180°C
Möndlusmjörs-karamella
5 msk rapunzel möndlusmjör
1 1/2 dl rapunzel döðlusíróp
Örlítið salt
2 tsk rapunzel kókosolía
Aðferð:
Setjið allt saman í pott og leyfið suðunni að koma upp.
Sjóðið í 2 til 3 mínútur og hrærið í á meðan.
Vonum að þið njótið
-Veganistur
-Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel og Innnes-