Sumar SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af sumarlegum SMASH hamborgara með æðislegu hamborgarabuffunum frá Oumph! Borgarinn er einfaldur en ótrúlega bragðgóður og ekkert smá sumarlegur.

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að nota ávexti í matargerð og er grillaður ananas í einstöku uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann passa mjög vel með bbq sósunni og léttu hvítlauksmajói. Ég steikti borgarana á pönnu en það er ennþá betra að skella þeim á grillið.

Smash hamborgabuffin frá oumph eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem þeir eru soyjalausir en það er ein með soyjaofnæmi á heimilinu. Við erum því mikið með þessara borgara í matinn og held ég að þeir verði staðarbúnaður í grillveislurnar hjá okkur í sumar.

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 10 Min: 15 Min

Hráefni:

Hvítlauksmajó

Aðferð:

  1. Steikið borgarana á annari hliðinni á meðalhita þar til þeir verða fallega steiktir
  2. Snúið þeim á pönnuni og pressið(smashið) hverjum og einum aðeins niður, stráið smá salti og pipar yfir hvern og einn og penslið með bbq sósu. Setjið vegan oft yfir og lok á pönnuna og leyfið borgurunum að steikjast og ostinum að bráðna.
  3. Skerið ferskan ananas í þykkar sneiðar, takið miðjuna úr og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. (Einnig hægt að steikja á mjög heitri pönnu)
  4. Raðið borgurun saman með hvítlauksmajói, kletta salati, rauðlauk og ananasnum en ég setti tvö buff í hvorn borgara.
Hvítlauksmajó
  1. Rífið hvítlaukinn fínt
  2. Blandið öllu saman í skál
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oumph! -