Fljótlegur vegan bröns

Núna er komin janúar og þó svo að rútínan fari kannski örlítið hægar af stað á mörgum stöðum sökum ástandsins í samfélaginu finnst mér alltaf gott að huga vel að heilsunni á þessum árstíma. Þessi tími er mér oft erfiður, þegar jólin eru búin, mikið myrkur og leiðinlegt veður og frekar langt í sumarið. Mér finnst hjálpa mér að borða góðan og næringarríkan mat og reyna að búa mér til rútínu sem hentar mér. Ég ætla því að deila með ykkur í dag góðum og næringarríkum bröns sem tekur enga stund að útbúa og er fullkomin um helgar eða til að bjóða vinkonum upp á til dæmis.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna en þar var að byrja í sölu þessar frábæru smoothie skálar sem koma tilbúnar með öllum innihaldsefnum í heila skál í hverjum pakka. Flestir eru líklega farnir að þekkja svona smotthie skálar hér á landi þar sem nokkur fyrirtæki sem selja þær hafa byrjað á síðustu árum en það er alveg æði að geta gert svona fallegar og næringarríkar skálar heima hjá sér.

Ég prófaði Tropical Bowl, Acai skálina og Ocean Bowl og eru þær hver annari betri. Þær eru einnig stútfullar af góðri næringu og eru fullkomin morgunmatur eða millimál einar og sér líka.

Ofan á skálarnar setti ég

  • Banana

  • Jarðaber

  • Bláber

  • Ferskan ananas

  • Almond candy möndlusmjör frá Wholey

  • Granóla

  • Kókosmjöl

Með skálunum ákvað ég að bjóða upp á ristaðar beyglur með rjómaosti, avocado og tómötum sem og þessar hollu bananapönnukökurnar. Pönnukökurnar er mjög einfalt að baka og eru þær hveiti og sykurlausar. Þær er einnig auðvelt að gera glútenlausar með því að skipta út venjulegu haframjöli fyrir glútenlaust haframjöl. Þær eru mjög næringarríkar og henta líka fullkomlega fyrir lítil börn. Ég bar pönnukökurnar fram með Wholey Sh*t súkkulaði og heslihnetusmyrju, jarðaberjum og hlynsírópi en það var alveg guðdómlega gott.

Hollar bananapönnukökur

  • 2 dl fínmalað haframjöl

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 stór banani eða 1 og hálfur lítill

  • 2 msk síróp (t.d. agave eða það síróp sem hver og einn kýs, því má líka alveg sleppa)

  • 2 dl haframjólk eða önnur plöntumjólk

Aðferð:

  1. Malið haframjölið í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að alveg fínu mjöli.

  2. Stappið banana vel niður.

  3. Hrærið öllum hráefnum vel saman í skál.

  4. Steikið upp úr góðri olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til pönnukökurnar verða fallega gylltar.

-Njótið vel og eigið góða helgi.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fæst allt í uppskriftirnar þar -

 
 

Vegan bananapönnukökur

Þessar pönnukökurnar eru algjört æði og í miklu uppáhaldi hjá okkur þar sem það er ótrúlega einfalt að baka þær og eru þær hveiti og sykurlausar. Pönnukökurnar er einnig auðvelt að gera glútenlausar með því að skipta út venjulegu haframjöli fyrir glútenlaust haframjöl. Þær eru mjög næringarríkar og henta líka fullkomlega fyrir lítil börn. Þær tekur enga stund að útbúa og henta fullkomlega í morgunmat eða sem næringarríkt millimál. Það má bera þær fram á alls konar vegu og er til dæmis hægt að sleppa sírópinu í þeim og bera þær fram með vegan smjöri og vegan osti eða banana.

Hollar bananapönnukökur

  • 2 dl fínmalað haframjöl

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 1 stór banani eða 1 og hálfur lítill

  • 2 msk síróp (t.d. agave eða það síróp sem hver og einn kýs, því má líka alveg sleppa)

  • 2 dl haframjólk eða önnur plöntumjólk

Aðferð:

  1. Malið haframjölið í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að alveg fínu mjöli.

  2. Stappið banana vel niður.

  3. Hrærið öllum hráefnum vel saman í skál.

  4. Steikið upp úr góðri olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til pönnukökurnar verða fallega gylltar.

-Njótið vel