Vegan smjördeigspylsuhorn

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að vegan smjördeigspylsuhorn. Þetta er að okkar mati hinn fullkomni pinnamatur í partýið og veisluna, forréttur í matarboðið eða partur af helgarbrunch. Hornin eru líka tilvalin sem nesti í ferðalagið!

Þetta er einn af þessum skemmtilegu partýréttum sem tekur enga stund að útbúa en kemur virkilega á óvart. Smjördeigi er einfaldlega vafið utan um vegan pylsur, penslað með plöntumjólk, toppað með everything bagel kryddi og bakað í ofninum. Okkur finnst gott að bera hornin fram með tómatsósu.

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma og við notuðum að sjálfsögðu pylsurnar frá þeim í bitana. Við höfum elskað vörurnar frá Anamma í mörg ár og erum virkilega stoltar að fá að vinna með þeim.

Við elskum að gera góða partýrétti og smárétti og hér á blogginu er fjöldinn allur af góðgæti sem hægt er að gera fyrir slík tilefni. Þessi pylsuhorn eru einstaklega skemmtileg vegna þess að þau passa bæði í fullorðinspartý og barnaafmæli. Við mælum virkilega með.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin!

Vegan smjördeigspylsuhorn

Vegan smjördeigspylsuhorn
Höfundur: Veganistur
Gómsæt vegan smjördeigspylsuhorn, sem eru að okkar mati hinn fullkomni pinnamatur í partýið og veisluna, forréttur í matarboðið eða partur af helgarbrunch. Hornin eru líka tilvalin sem nesti í ferðalagið!

Hráefni:

  • Vegan pylsur frá Anamma
  • Vegan smjördeig, við notuðum kallt upprúllað smjördeig, en það er auðvitað hægt að kaupa frosið og láta það þiðna.
  • Plöntumjólk
  • Everything bagel krydd, eða gróft salt og sesamfræ

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°c.
  2. Leyfið pylsunum að þiðna svo hægt sé að skera þær. Skerið hverja pylsu í tvennt.
  3. Skerið smjördeigið niður svo hægt sé að rúlla hverjum pylsubita í deigið svo að það séu tvö lög af smjördeigi utan um hvern bita.
  4. Penslið með plöntumjólk og stráið "everything bagel" kryddi yfir.
  5. Bakið í 12-14 mínútur.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi færsla er gerð í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Grillaðar vegan pylsur á þrenns konar vegu

IMG_0438.jpg

Í dag er föstudagur og því finnst mér tilvalið að deila með ykkur líklega síðustu grillfærslu sumarsins. Þetta sumar er búið að líða alveg ótrúlega hratt og er erfitt að trúa því að núna séu skólar að komast á fullt. Núna í lok ágúst finnst mér því fullkomið að deila með ykkur þessari færslu sem inniheldur mismunandi tillögur af því hvernig bera megi fram Anamma pylsurnar. Anamma pylsurnar eru í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum og elskum við að grilla þær því það er svo einfalt og þægilegt. Þær eru einnig fullkomin matur til að taka með sér í útilegur eða í grillveislur til vina eða fjölskyldu.

IMG_0455-2.jpg

Ég elska hefðbundnar pylsur með tómatsósu, steiktum lauk og sinnepi en finnst einnig alveg ótrúlega skemmtilegt að leika mér með mismunandi hráefni og matreiða pylsurnar á ólíka vegu. Það má breyta réttinum alveg með því að setja aðrar sósur eða góð salöt á pylsurnar. Það má undirbúa öll hráefnin í þessari færslu fyrirfram þar sem þau eru öll mjög einföld og taka með sér í lautarferð eða hvar sem planið er að grilla.

IMG_0459-2.jpg

Þessi hefðbundna:

  • Anamma pylsur

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Sinnep (ég nota yfirleitt bæði pylsusinnep og sætt sinnep)

  • Heimagert kartöflusalat (uppskrift neðst í færslunni)

  • Pylsubrauð

Aðferð:

  1. Útbúið kartöflusalatið eftir uppskriftinni neðst í þessari færslu.

  2. Grillið pylsurnar í nokkrar mínútur á hverri hlið eða þar til þær fá fallega gylltar rákir.

  3. Hitið pylsubrauðinn og raðið hráefnunum á eins og hver og einn vill.

BBQ pylsur:

  • Anamma pylsur með bbq sósu

  • Chilli majónes

  • Grænt salat

  • Hrásalat

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa hrásalat, uppskriftina af því má finna neðst í þessari færslu.

  2. Pennslið pylsurnar með bbq sósu og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til pylsurnar frá fallegar rákir.

  3. Hitið pylsubrauðin og raðið hráefnunum í eftir smekk.

IMG_0462-2.jpg

Þessi mexíkóska:

  • Anamma pylsur

  • Mangósalsa (uppskrift neðst í færslunni)

  • Guacamole (uppskrift neðst í færslunni)

  • Grænt salat

  • Sýrður rjómi

  • Svart Doritos

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa mangósalsað og guacamole sem er hér neðst í færslunni.

  2. Grillið pyslurnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til þær fá fallegar gylltar rákir.

  3. Hitið pylsubrauðin og raðið hráefnunum í eftir smekk.

Kartöflusalat

  • 500 gr kartöflur

  • 2 dl vorlaukur (einnig hægt að nota blöndu af venjulegum lauk og graslauk)

  • 3/4 dl vegan majónes

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • 2 tsk sítrónusafi

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í litla bita og gufusjóðið í 20 mínútur. Það er líka alveg hægt að sjóða kartöflurnar venjulega og flysja og skera niður þegar þær hafa kólnað.

  2. Saxið vorlaukinn og blandið öllu nema kartöflunum saman í skál. Setjið kartöflurnar út í þegar þær hafa kólnað alveg.

  3. Berið fram með hverju sem er, en salatið passar auðvitað sérstaklega vel með öllum grilluðum mat.

Hrásalat

  • 1 dl vegan majónes

  • 1 dl þunnt skorið hvítkál

  • 1 dl þunnt skorið ferskt rauðkál

  • 2 litlar eða 1 meðalstór gulrót

  • 1 tsk agave síróp

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið og rauðkálið í mjög þunnar sneiðar.

  2. Rífið niður gulræturnar.

  3. Blandið öllum hréfnum saman í skál. Saltið eftir smekk

Mangó salsa

  • 1 dl niðurskorið mangó

  • 1 dl niðurkorið papríka

  • 1/2 dl niðursaxaður rauðlaukur

  • safi úr hálfri lime

  • Salt eftir smekk

  • Ferskt kóríander eftir smekk (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið niður grænmetið og mangóið í litla bita.

  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál.

  3. Saltið eftir smekk.

Guacamole

  • 2-3 stór avocado

  • 1/2 hvítlauksgeiri

  • 1 tómatur

  • 1/2 lítill rauðlaukur

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Safi úr 1/2 lime

  • Ferstk kóríander (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stappa avocadoin vel saman með gaffli

  2. Saxið niður tómat og rauðlauk og pressið hvítlauk

  3. Blandið öllum hráefnum saman við avocadómaukið og hrærið vel saman.

  4. Saltið og piprið eftir smekk

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi -

 
anamma_logo.png
 

Tortellini með Anamma pylsum

Það eru líklegast margir sem hafa sjaldan eytt jafn miklum tíma heimavið og á þessu ári. Ég er allavega ein af þeim og hefur nánast allt, skólinn, vinnan og fleira færst heim, og það er ekkert skrítið við það lengur að vera lang oftat heima í hádeginu. Mér hefur fundist nauðsynlegt á þessum tímum að luma á góðum, fljótlegum uppskriftum, sérstaklega fyrir hádegin þegar ég er á kafi í einhverju og vil ekki eyða of miklum tíma í að elda.

Ein af þeim uppskriftum sem ég hef mikið gripið í síðustu mánuði er þetta einfalda tortellini með Anamma pyslunum. Þetta er þó svo einföld uppskrift að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir þessu vegan tortellini sem ég fann í vegan búðinni í skeifunni fyrr á árinu. Ég hef ekki borðað tortellini áður frá því að ég varð vegan svo ég var mjög spennt þegar ég fann þetta.

Þessi vara olli mér svo sannarlega engum vonbrigðum. Það er virkilega bragðgott og þarf mjög lítið að gera svo það verði að gómsætri máltíð. Ég hef einnig borðað mikið af anamma pylsunum og förum við oftast með tvo eða þrjá poka á viku á mínu heimili. Mér finnst algjör snilld að stappa pylsurnar niður og gera þær að einskonar hakki. En líkt og tortelliníið eru þær mjög bragðgóðar og þarf lítið að gera við þær aukalega þegar þær eru notaðar í mat.

Rétturinn verður því til á nokkrum mínutum, það þarf fá hráefni og lítið umstang í kringum eldamennskuna en það finnst mér akkúrat það besta við þessa uppskrift. Þessi réttur hentar líka fullkomlega sem nesti og er ekki síðri þó hann sé orðin kaldur þegar maður gæðir sér á honum.

Hráefni

  • 1 pakki PORCINI tortellini

  • 2-3 anamma vegokorv pylsur

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 lítill vorlaukur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja (má nota 1-2 msk þurrkuð steinselja)

  • smá salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott, bíða eftir að suðan komi upp og sjóða tortelliníið eftir leiðbeiningum á pakkningunni

  2. Þíðir pyslurnar, t.d. í örbylgjuofni ef þær hafa ekki fengið tíma til að þiðna) og stappið þær síðan með gaffli þar til þær verða að mauki.

  3. Brærðið smjörið á pönnu og bætið síðan vorlauknum, hvítlauknum og pylsunum út á og steikið.

  4. Þegar pylsurnar eru orðan steiktar og orðnar að góðu hakki bætið þá steinseljunni og soðnu tortellini út á og steikið í 2 til 3 mínútur í viðbót.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Anamma á íslandi og Tortellini var gjöf frá vegan búðinni.

 
anamma_logo.png
 

Ofnbakað nachos með CHORIZO pylsum og CH**SE sósunni

IMG_8278.jpg

Þá er komið að enn einni uppskriftinni með mexíkósku þema. Það er ekkert leyndarmál að við systur elskum mexíkóskan mat, hvort sem það er burrito, taco, nachos eða súpur þá klikkar það bara einhvern veginn aldrei! Þessi uppskrift er að sjálfsögðu ótrúlega einföld svo að hver og einn getur útbúið þennan rétt og hann tekur enga stund að verða klár.

Þegar ég fékk í hendurnar þessa ostasósu frá Sacla þá vissi ég strax að ég þyrfti að gera einhvers konar nachos með sósunni þar sem hún er með þessu ostasósu bragði sem er af hefðbundnum ostasósum sem hægt er að kaupa út í búð. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega og því ákvað ég að nota þessar æðislegu Chorizo pylsur frá Anamma. Þær eru svo ótrúlega góðar og bragðmiklar að það þarf ekki að gera mikið við þær til að fá bragðmikinn og góðan rétt.

Ég ákvað að stappa pylsurnar niður og gera úr þeim einskonar hakk sem kom ekkert smá vel út! Þessar pyslur eru svo bragðgóðar að það þarf nánast ekkert að krydda réttinn. Þær henta því í alls konar rétti og ég mæli með fólk prófi sig áfram með þær í alls konar mat. Ég notað þær til dæmis ótrúlega mikið í pasta og á pizzur.

ezgif.com-gif-maker.gif

Eins og með nánast alla okkar rétti má að sjálfsögðu leika sér eins og hver og einn vill með þennan rétt og við mælum með að fólk prófi seig áfram sérstaklega með það sem eru sett ofan á réttinn. Það er algjörlega smekkur hvers og eins hvort þið viljið hafa réttinn sterkan eða ekki t.d. og við mælum með að sleppa jalapenoinu ef þið viljið ekki sterkan rétt.

Hráefni

  • 1 poki saltaðar tortillaflögur

  • 1 pakki anamma chorizo pylsur

  • 1 dós tómatpúrra

  • 2 dl vatn

  • 1/2-1 krukka Vegan CH**SE sósan frá Sacla Italia

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-2 msk jalapeno

  • 1/2 til 1 dl svartar ólífur

  • kirskuberjatómatar

  • 1 Avocadó

  • Kirskuberjatómatar

  • Ferskur kóríander

  • Salsasósa

Aðferð:

  1. Gott er að taka pylsurnar úr frysti nokkrum klukkutímum fyrir svo þær fái tíma til að þiðna

  2. Hitið ofninn við 220°C

  3. Ef pyslurnar eru ekki afþíddar má afþíða þær í örbygljuofni. Setjið pylsurnar í djúpan disk eða skál og stappið þær niður svo þær verði að einskonar mauki.

  4. Steikið pylsurnar í nokkrar mínútur upp úr olíu. Pylsurnar þarf ekkert að krydda þar sem þær eru mjög góðar og bragðmiklar fyrir. Ég setti þó smá salt út á pönnuna þegar ég var að steikja þær

  5. Þegar pylsurnar eru vel steiktar og orðan að eins konar hakki, er tómatpúrran og vatnið sett út á pönnunna og hrærið það vel saman við pylsu”hakkið”. Leyfið þessu að malla í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til sósan er aðeins farin að þykkna.

  6. Hellið tortilla flögunum í eldfast mót.

  7. Hellið síðan hakkinu yfir flögurnar, dreifið rauðlauknum yfir og hellið Vegan CH**SE sósunni yfir allt.

  8. Dreifið ólífunum og jalapeno’nu yfir eða því sem hver og einn kýs að nota.

  9. Bakið í ofninum í 10 til 15 mínútur eða þar ostasósan og snakkið fer að verða fallega gyllt að ofan.

  10. Stráið niðurskornu avókadói, kirsuberjatómötum og kóríander yfir og berið fram með salsasósu eða þeirri sósu sem hver og einn kýs að nota.

Það má leika sér með alls konar hráefni og sósur í þessari uppskrift en þetta er mín uppáhalds útfærsla.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi og Sacla Italia á Íslandi

 
anamma_logo.png
logo Sacla.jpg
 

Vegan kartöflusalat og grillaðar "pylsur"

Ég, líkt og flestir sem ég þekki reyndar, elska fátt meira en íslenska sumarið. Það er eitthvað svo ótrúlega magnað við þessar björtu sumarnætur þegar minningarnar verða til einhverveginn að sjálfu sér. Þetta sumar hefur einkennst af mörgu ótrúlega skemmtilegu en eitt af því er grillmatur. Við erum búin að grilla mjög mikið, bæði í útilegum og hérna heima. En í þetta skiptið ætla ég að deila með ykkur uppáhalds útilegugrillmatnum mínum þetta sumarið.

Fyrr í vor kom á markaðinn sýrður rjómi frá Oatly og það fyrsta sem mér datt í hug að gera var vegan kartöflusalat, en það hafði ég aldrei gert áður. Ég hef reyndar aldrei verið mikið fyrir kartöflusalat, það var aldrei með grillmat heima hjá mér þegar ég var yngri. Hins vegar varð Ívar, kærastinn minn, vegan um áramótin og er þetta því hans fyrsta vegan sumar. Hann borðaði oft kartöflusalat og ég ákvað því strax að prófa að gera svoleiðis fyrir hann. 

Ég hafði mjög litla hugmynd um hvað væri í kartöflusalati en eftir að hafa lesið á nokkrar dollur í búðinni virtist þetta ekki vera svo flókið. Og það var rétt hjá mér, þetta var eiginlega bara lygilega einfalt en sló svo sannarlega í gegn hjá Ívari. Síðan þá höfum við haft heimagert kartöflusalat með okkur í allar útilegur og það hefur alltaf verið mjög vinsælt. Ég ætla því að deila með ykkur uppkriftinni ásamt því hvað ég set á útilegu grillpylsuna mína.

Hráefni:

  • 500 gr kartöflur

  • 2 dl vorlaukur (einnig hægt að nota blöndu af venjulegum lauk og graslauk)

  • 3/4 dl vegan majónes

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • 2 tsk sítrónusafi

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflurnar, skerið í litla bita og gufusjóðið í 20 mínútur. Það er líka alveg hægt að sjóða kartöflurnar venjulega og flysja og skera niður þegar þær hafa kólnað.

  2. Saxið vorlaukinn og blandið öllu nema kartöflunum saman í skál. Setjið kartöflurnar út í þegar þær hafa kólnað alveg.

  3. Berið fram með hverju sem er, en salatið passar auðvitað sérstaklega vel með öllum grilluðum mat.

Dórupylsa

  • Pylsubrauð

  • Veggyness pylsur

  • Tómatsósa

  • Steiktur laukur

  • Hrár laukur

  • Kálblöð

  • Kartöflusalat

  • Sinnep

Aðferð:

  1. Grillið pylsurnar og útbúið kartöflusalatið

  2. Raðið hráefnunum í pylsubrauð eftir eigin höfði og njótið

-Júlía Sif

Pinto-villisveppapylsur

Ég hélt Brunch um daginn og ákvað þrátt fyrir að mikið sé af vegan pylsum á markaðnum í dag, að gera mínar eigin. Þær komu ótrúlega vel út en þessa uppskrift má einnig nota í buff eða sem grænmetiskæfu ofan á brauð og kex. Það er hægt að gera stóra uppskrift og frysta pylsurnar eða buffin en mér finnst það ótrúlega þægilegt t.d. til þess að grípa með mér í nesti þegar ekki hefur gefist mikill tími í að útbúa eitthvað annað.

Hráefni:

  • 2 dósir pintobaunir (480 gr eftir að vatnið er tekið frá)

  • 2 msk olía 

  • 1 bolli frosnir villisveppir (mælt áður en þeir eru steiktir)

  • 1/2 meðalstór laukur

  • 2 hvítlauksrif

  • 3 sólþurrkaðir tómatar

  • 1 msk franskar jurtir (herbs de provence krydd)

  • 1 msk grænmetiskraftur

  • salt og pipar eftir smekk

  • 2 dl hveitiglútein eða malað haframjöl (því er sleppt ef gera á grænmetiskæfu)

Aðferð:

  1. Steikið laukinn, sveppina og hvítlaukinn upp úr olíunni í góðan tíma.

  2. Setjið allt nema hveitiglúteinið eða haframjölið í blandara eða matvinnsluvél og vinnið saman þar til vel blandað. 

  3. Hrærið hveitiglúteininu eða haframjölinu út í með sleif.

  4. Mótið pylsur, bollur eða buff og bakið við 180°C í 20-25 mínútur.