Gómsætt vegan ostasalat

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðu vegan ostasalati með majónesi, vínberjum, vorlauk og papríku. Salatið er tilvalið að hafa ofan á gott brauð eða kex og passar fullkomlega að bjóða upp á í veislu, matarboði eða til dæmis saumaklúbbnum.

Færsla dagsins er í samstarfi við Violife á Íslandi og í ostasalatið notuðum við Epic festive platter hátíðarplattann frá þeim. Í plattanum eru þrjár tegundir af gómsætum ostum, mature, smoked og garlic chili. Einstaklega góðir ostar sem eru æðislegir í ostasalatið.

Páskarnir eru um helgina og þeim fylgja yfirleitt matarboð eða aðrir hittingar. Við vildum gera uppskrift af salati sem er geggjað að bjóðan uppá á svoleiðis hittingum og kemur öllum á óvart, hvort sem viðkomandi er vegan eða ekki. Við getum lofað ykkur að ef þið bjóðið upp á þetta salat verður það klárað á núll einni.

Ég elska að skella í svona einföld salöt og bjóða uppá því það þarf virkilega ekki að gera neitt annað en að skera niður og blanda öllu saman í skál. Við erum nú þegar með nokkrar uppskriftir af góðum majónessalötum á blogginu sem við mælum með, eins og t.d. þetta kjúklingabaunasalat og vegan karrí “kjúklingasalat”. Hægt er að gera mismunandi salöt í skálar og bera fram með góðu brauði og kexi.

Takk innilega fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel! <3

-Veganistur

Geggjað vegan ostasalat

Geggjað vegan ostasalat
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 10 MinHeildartími: 10 Min
Æðislega gott vegan ostasalat sem er fullkomið í veisluna, matarboðið eða saumaklúbbinn

Hráefni:

  • 1 kubbur chilli og hvítlauksostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/2 kubbur epic mature ostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/2 kubbur epic smoked ostur úr ostabakkanum frá Violife
  • 1/4 rauð papríka
  • 1/4 gul papríka
  • 1 vorlaukur
  • 1/2 dl niðurskorin vínber
  • 3/4 dl vegan majónes
  • 1/2 dl vegan sýrður rjómi
  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Skerið ostana í litla kubba.
  2. Saxið niður grænmetið í þá stærð sem þið kjósið.
  3. Hrærið öllu saman í skál.
  4. Berið fram með því sem ykkur þykir gott.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er í samsarfi við Violife á Íslandi-

 
 

Þeyttur vegan fetaostur með sólþurrkuðum tómötum, basilíku og möndlum

Í dag deilum við með ykkur fljótlegum og gómsætum rétti sem er fullkominn sem forréttur, smáréttur, millimál eða partýréttur. Þeyttur vegan fetaostur toppaður með allskonar góðgæti. Að okkar mati bestur borinn fram með nýbökuðu brauði eða góðu kexi.

Færsla dagsins er unnin i samsarfi við Violife á Íslandi og í uppskriftina notum við greek white ostinn þeirra sem minnir a fetaost og rjómaostinn. Ég passa að eiga þessa tvo osta alltaf til í ísskápnum því þeir eru svo hentugir. Rjómaostinn nota ég mikið á brauð, í súpur, sósur og í krem. Fetaostinn myl ég ofan á allskonar matrétti og sallöt. Að þeyta þá saman gerir kraftarverk og er svo dásamlega gott og hægt að toppa með þvi sem mann lystir.

Það tekur innan við 10 mínútur að setja saman þennan rétt. Ég elska allt sem er einfalt og fljótlegt og þetta er svo sannarlega bæði. Á sama tíma er rétturinn bragðgóður og skemmtilegur. Þetta er akkúrat eitthvað sem ég myndi bjóða uppá sem forrétt í matarboðinu eða skella þessu saman þegar ég fæ óvænta gesti og bera fram með góðu brauði og jafnvel víni.

Það er hægt að toppa ostinn með því sem mann lystir og ég hef prófað allskonar útgáfur. Það sem ég hafði í þetta sinn var:

  • Sólþurrkaðir tómatar

  • Basilíka

  • Ristaðar og saltaðar möndlur

  • Ólífuolía

  • Sítrónubörkur

  • Hlynsíróp

  • Chiliflögur

  • Salt og pipar

Ég vona að þið njótið og endilega látið okkur vita ef þið prófið að gera þeytta fetaostinn, hvort sem þið toppið hann eins og við eða prófið að gera hann öðruvisi. Við ELSKUM að heyra frá ykkur!

Þeyttur vegan fetaostur (miðaður sem forréttur fyrir 2-4)

Hráefni:

  • 1 pakki (200gr) greek white fetaosturinn frá Violife

  • 100 gr rjómaosturinn frá Violife (creamy original flavor)

  • 2-4 msk ósæt sojamjólk eða haframjólk - byrjið á 2 msk og sjáið hvort það þarf að bæta meiru við

  • 1 msk sítrónusafi

Aðferð:

  1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er mjúk

  2. Setjið i skál og toppið með því sem ykkur þykir gott.

Ég toppaði með:

  • Söxuðum sólþurrkuðum tómötum

  • Söxuðum ristuðum og söltuðum möndlum

  • Saxaðri basilíku

  • Ólífuolíu og olíu frá sólþurrkuðu tómötunum

  • Sítrónuberki

  • Hlynsírópi

  • Chiliflögum

  • Salti og pipar

Magnið af hverju setti ég eftir smekk. Myndi fara varlega í sítrónubörkinn og sírópið og setja frekar minna fyrst og bæta svo við. Mér finnst líka gott að setja út á ofnbakaðan lauk og hvítlauk og ólífur.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
 

Tómatgalette með hvítlauk og rjómaosti

Hæ! Ég vona að þið hafið það gott og séuð að njóta þess síðasta af sumrinu. Persónulega get ég ekki beðið eftir haustinu, en það er mín uppáhalds árstíð. Á haustin er ég sem mest skapandi í eldhúsinu og haustlegar súpur og pottréttir eru eitthvað sem ég get borðað endalaust af. Í dag ætla ég þó ekki að deila með ykkur súpu heldur unaðslega góðri tómatgalette með rjómaosti og hvítlauk sem ég hef heldur betur beðið spennt eftir að geta birt hérna á blogginu. Galette er franskt orð yfir flata böku. Eða ég skil það svoleiðis, þið megið endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.

Ég elska bökur og galette er virkilega einföld tegund af böku. Það þarf að hafa nokkra hluti í huga þegar botninn er gerður, en þrátt fyrir það er auðvelt að útbúa hann. Það sem mér þykir kostur við galette bökur er að þær mega gjarnan líta svolitið heimagerðar og frjálslegar út. Það er algjörlega óþarfi að reyna að gera þær fullkomnar.

DSCF0396-4.jpg

Uppskrift dagsins er unnin í samstarfi með Violife á Íslandi og ég notaði bæði hvítlauks- og jurtarjómaostinn þeirra og epic mature cheddar ostinn. Já, sum ykkar munið kannski eftir því að ég nefndi það í færslu um daginn að ég finni hvergi epic mature ostinn hérna í Piteå. Fyrir nokkrum vikum hljóp ég inní matvöruverslun í bænum Skellefteå, sirka klukkutíma frá Piteå, til að kaupa mér eitthvað að drekka. Þar rak ég augun í ostinn góða og keypti hvorki meira né minna en fimm stykki. Nú er ég að klára þann síðasta svo ég þarf kannski að gera mér ferð þangað aftur hehe.. Epic mature cheddar er minn uppáhalds ostur og passar virkilega vel á bökuna með rjómaostinum og tómötunum. Mæli virkilega með.

Sjáið alla þessa fallegu liti. Ferskir tómatar í öllum stærðum og gerðum.

Eins og ég sagði hér að ofan er alger óþarfi að reyna að gera bökuna fullkomna. Ég brýt hana bara einhvernveginn yfir kantinn og hún verður alltaf fullkomlega ófullkomin.

DSCF0446-4.jpg

Uppskrift

Botninn

  • 3 og 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk salt

  • 120 g kalt smjörlíki

  • sirka 1/2 dl ísvatn (ég byrja á 1/2 dl bæti svo við tsk eftir þörfum. Og já ísvatn= vatn með klökum)

  • 1 msk eplaedik

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti og salti.

  2. Skerið smjörið í litla teninga og myljið saman við hveitið með höndunum þar til klumparnir eru á stærð við litlar baunir.

  3. Látið klaka liggja í vatninu þar til það er ískalt. Sigtið klakana frá og byrjið á því að hræra 1/2 dl saman við deigið með gaffli ásamt eplaedikinu.

  4. Hellið blöndunni á borð og vinnið með hönunum. Bætið við vatni í tsk þar til þið fáið þétt deig úr blöndunni. Vinnið ekki of mikið.

  5. Mótið kúlu og vefjið í plastfilmu og setjið í kæli í 1-2 klst.

Fylling:

  • 500 gr ferskir tómatar

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 100 gr jurta- og hvítlauksrjómaostur frá Violife

  • Epic mature cheddar ostur eftir smekk. Ég reif niður svo að hægt var að þekja stóran hluta bökunnar. Mæli ekki með því að hafa of þykkt lag af osti því það er frekar mikið af rjómaosti. Held ég hafi notað sirka 1/4 af oststykkinu

  • Salt og pipar

  • Ferskar jurtir til að toppa með (ég notaði basiliku og smá timían)

  • Sítrónusafi til að toppa með

  • Chiliflögur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190°c.

  2. Fletjið út deigið svo að það verði sirka kringlótt.

  3. Smyrjið rjómaosti yfir deigið en skiljið eftir smá kant. Ég hef ekkert á móti því að hafa örlítið af rjómaosti í skorpunni.

  4. Stráið osti yfir.

  5. Skerið tómatana í sneiðar og hvítlaukinn líka. Raðið tómötunum á eldhúspappír og saltið. Leyfið þeim að standa í 5-10 mínútur og þurrkið svo safann af sem myndast. Þetta er gert svo það myndist ekki of mikið af tómatsafa í bökunni. Raðið yfir ostinn ásamt hvítlauknum. Athugið að það mun líta út fyrir að þetta sé svakalega mikið magn af tómötum en þeir munu minnka í ofninum svo ekki hafa áhyggjur af því.

  6. Saltið og piprið.

  7. Bakið bökuna í sirka 30 mínútur eða þar til hún er gyllt að ofan. Það fer svolítið eftir ofnum hversu langan tíma þetta tekur. Ég bakaði mína í um 30 mínútur á blæstri en í gamla ofninum tók það næstum 40 mínútur. Ég myndi byrja að fylgjast með bökunni eftir 20 mín.

  8. Takið bökuna út og kreistið yfir hana smá sítrónusafa og stráið chiliflögum yfir ef þið viljið.

  9. Berið fram með ferskum jurtum. Ég mæli líka með að hafa klettasalat og vegan sýrðan rjóma.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!

-Helga María



-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 



Tómatsúpa og grillaðar samlokur

IMG_2636-2.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætri tómatsúpu og grilluðum samlokum. Ég er ein af þeim sem get borðað súpu allan ársins hring. Það skiptir ekki máli hvort það er snjóstormur eða sumarblíða, súpa er alltaf uppáhalds.

IMG_2594-3.jpg

Í súpuna notaði ég meðal annars ferska tómata, tómata í dós, fullt af hvítlauk, lauk og ferskar jurtir. Það sem gerir súpuna síðan rjómakennda er vegan matreiðslurjómi og rjómaosturinn frá Violife. Uppskriftin er í samstarfi við Violife og ég notaði rjómaostinn frá þeim í bæði súpuna og samlokurnar, en í þær notaði ég svo líka hefðbundna ostinn frá þeim.

Íslendingar búa svo vel við að geta valið á milli ýmissa bragðtegunda af Violife vörunum. Þar sem ég bý erlendis hef ég ekki sama úrval og þessvegna nota ég “original” af bæði ostinum og rjómaostinum. Ég mæli þó með því fyrir ykkur að prófa eitthvað af hinum bragðtegundunum ef þið komist í þær. Í súpuna hefði jafnvel verið gott að nota hvítlauks- og jurtarjómaostinn í súpuna og kannski hot peppers í grilluðu samlokurnar. Ég elska allar vörurnar frá Violife en síðast þegar ég var á Íslandi smakkaði ég þann besta ost sem ég hef smakkað frá þeim og hann heitir Epic mature cheddar flavor. Ef þið hafið ekki smakkað hann mæli ég með því að þið gerið það strax í dag. Ég vildi óska að ég fengi hann hérna í norður Svíþjóð!

IMG_2629-3.jpg

Ég vona að þið smakkið, þó það sé sumar og sól. Gómsæt súpa er einhvernveginn alltaf jafn góð!

IMG_2637.jpg

Tómatsúpa

Hráefni:

  • 500 gr ferskir tómatar

  • 5-6 hvítlauksgeirar

  • 1 laukur

  • Ferskt timían ca 2-3 msk

  • 6 blöð fersk salvía

  • 3 msk ólífuolía

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar

  • 1 grænmetisteningur

  • 2 dl vegan matreiðslurjómi

  • 1 pakki rjómaostur frá Violife

  • 1 msk balsamikedik

  • 1 tsk sykur (bætið við meiru ef ykkur finnst vanta. Má líka sleppa sykrinum ef ykkur finnst hann óþarfur)

  • salt og pipiar

  • chiliflögur eftir smekk

  • fersk basilika til að toppa með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°c

  2. Setjið ferska tómata, hvítlauk, lauk, jurtir, ólífuolíu, salt og pipar í pott eða eldfastmót og inní ofninn og bakið í 30 mínútur. Ég á steypujárnspott svo ég gerði allt saman bara í honum.

  3. Bætið tómötum í dós samanvið og mixið aðeins með töfrasprota eða í blandara þar til þið fáið þá áferð sem þið kjósið. Ég mæli með að setja smá vatn í botninn á dósinni til að ná með restinni af tómötunum og það sakar ekki að fá smá vatn með í súpuna. Mér finnst gott að hafa smá “chunks” í súpunni minni svo ég passaði mig að blanda hana ekki of mikið.

  4. Færið pottinn á hellu og bætið saman við grænmetiskraftinum, matreiðslurjómanum, rjómaostinum, balsamikediki, sykri og kryddum. Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur og smakkið til. Saltið meira ef ykkur finnst þurfa.

Grillaðar samlokur

Hráefni

  • Gott brauð

  • vegan smjör eða olía til að smyrja brauðið að utanverðu

  • Rjómaostur frá Violife, mæli með original, garlic & herbs eða Hot peppers

  • Ostur frá Violife

Aðferð:

  1. Smyrjið brauðsneiðarnar að utanverðu með smá vegan smjöri eða ólífuolíu.

  2. Smyrjið svo rjómaostinum á og bætið við eins miklum osti og ykkur lystir.

  3. Grillið í samlokugrilli eða steikið á pönnu þar til osturinn bráðnar og brauðið fær á sig gylltan lit.

  4. Berið fram með súpunni. Mér finnst geggjað að dýfa samlokunum í súpuna.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!

-Færslan er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Fylltir kleinuhringir með Violife súkkulaðismyrju

Það er ekkert betra, að mér finnst, en að eyða frídögum og helgum í að baka eitthvað gómsætt. Sérstaklega þegar ég næ að útbúa eitthvað svo einstaklega gott með einföldum hætti. Þessir fylltu kleinuhringir eru án efa ein af þeim uppskriftum sem lítur út fyrir að vera flókin en er svo bara furðu einföld þegar maður lætur vaða.

Ég notaðist ég við hefðbundnu kleinuhringja uppskriftina úr bókinni okkar sem eru svo auðveld og klikkar aldrei. Ég ákvað að fylla snúðana með nýju Violife súkkulaðismyrjunni, og guð minn góður hvað það kom VEL út. Ég vissi strax þegar ég smakkaði súkkulaðismyrjuna að ég yrði að prófa að gera eitthvað extra “djúsí” úr henni og passaði hún fullkomlega í kleinuhringina.

Þessi uppskrift er svo sannarlega orðin ein af mínum uppáhalds núna og get ég ekki beðið eftir að prófa að gera þessa kleinuhringi með alls konar mismunandi fyllingum. Mér dettur einna helst í hug að það sé gott að fylla þá með sultu eða einhverjum góðum vanillubúðing. VIð munum alveg klárlega setja inn fullt af fleiri útfærslum af þessari uppskrift í framtíðinni.

Fylltir kleinuhringir

  • 4 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 bréf þurrger

  • 8-10 dl hveiti

  • 1 dl sykur

  • 1 tsk salt

  • 2 l olía til steikingar

  • Súkkulaðifylling:

    • 2 pakkar violife súkkulaðismyrjan

    • 2-3 msk plöntumjólk

Aðferð:

  1. Hitið mjólkinu og smjörlíkið saman í pottið það til smjörlíkið er alveg bráðnað. Leyfið blöndunni að kólna þar til hún er sirka 37°C (blandan á einungis að vera volg eða við líkamshita, ekki heit)

  2. Hellið mjólkinni í stóra skál, bætið vanilludropum út í og stráið þurrgerinu ásamt 1 msk af sykri yfir. Leyfið þessu að standa í um 5-10 mínútur eða þar til vökvinn fer að freyða.

  3. Blandið restinni af þurrefnunum saman við. Best er að byrja á því að setja 8 dl af hveiti og bæta síðan við ef deigið er of blautt.

  4. Hellið deiginu á hreint borð og hnoðið í nokkrar mínútur. Setjið aftur í skál sem viskustykki eða plastfilmu yfir og leyfið því að hefast í um klukkustund.

  5. Skiptið deiginu í tvo hluta. FLetjið annan hlutan út í einu þar til það er u.þ.b. 1 cm að þykkt

  6. Skerið út hring,i en notaði tvenns konar stærðir af glösum til að gera annars vegar stóra hringi og hins vegar svona “mini” útgáfu. Í stóru notaði ég hefðbundið vatnsglas en skotglas í þá minni.

  7. Leggið viskastykki yfir og leyfið þeim að hvíla á meðan þið hitið olíuna.

  8. Hitið olíuna í stórum potti. Mér finnst gott að athuga hvort olía sé tilbúin með því að setja smá bút af afgangs deigi út í og sjá hversu fljótur hann er að bakaðast. Lítill bútur á að fá gullitaða áferð á einungis nokkrum sekúndum. Olían á að vera um 180°C og ef þið eigið mæli til að mæla hitann er það að sjálfsögðu fullkomið.

  9. Steikið kleinuhringina í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Takið þá upp úr og leggið á disk með eldhúsbréfi á svo restinn af olíunni fái að leka í bréfið.

  10. Leyfið kleinuhringjunum að kólna á meðan þið hrærið saman súkkulaðismjörinu og plöntumjólkinni þar til það verður fallega mjúkt og slétt.

  11. Stingið gat í hliðina á hverju kleinuhring og notaði sprautupoka til að sprauta fyllingunni inn í þá. Passið að kleinuhringirnir séu alveg kaldir þegar þið setjið fyllinguna inn í.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi.

 
violife-logo-1.png
 

Vegan ostahorn með aspas og sveppum

IMG_0333-4.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum ostahornum með sveppa- og aspasfyllingu. Þessi ostahorn eru fullkomin til að taka með sér í ferðalagið eða bjóða uppá í veislum. Þau bragðast eins og uppáhalds heiti brauðrétturinn okkar og við erum vissar um að þau munu slá í gegn við allskonar tilefni.

IMG_0296-3.jpg

Svona horn er að sjálfsögðu hægt að leika sér endalaust með og breyta til hvað varðar fyllingu. Færsla dagisins er í samstarfi með Violife og í aspashornin notuðum við bæði hreina rjómaostinn þeirra og rifinn ost. Vegan ostarnir og rjómaostarnir eru svo fullkomnir í svona horn en Violife framleiða allskonar spennandi bragðtegundir. Við gætum t.d. ímyndað okkur að bæði hvítlauks- og jurtarjómaosturinn og chilirjómaosturinn séu æðislegir í svona horn. Af sneiddu ostunum væri svo örugglega æði að nota t.d. þann með sveppabragði og þann með “kjúklingabragði”.

Það er langt síðan við systur hittumst síðast og blogguðum saman. Ég (Helga) bý í Svíþjóð svo við erum vanar að þurfa að vinna svolítið i sitthvoru lagi. Núna er ég þó á landinu og því höfum við getað tekið okkur smá tíma í að blogga. Það er alltaf jafn gaman þegar við vinnum saman og það minnir okkur á það hversu dýrmætt það er að við rekum þessa síðu saman, sem í fyrstu átti bara að vera lítið “hobbí”, en er í dag orðið svo stór hluti af lífinu okkar.

IMG_0309.jpg

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst um aspashornin og hvort þau munu klárast jafn fljótt og þau gerðu hjá okkur. Eins megiði endilega deila með okkur ef þið prófið að gera aðra fyllingu í hornin og hvernig það kom út. Við elskum að fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir.

IMG_0342-3.jpg

Ostahorn með aspas og sveppum

Hornin sjálf:

  • 8-10 dl hveiti (byrjið á 8 og bætið svo við eftir þörfum)

  • 1 pakki þurrger

  • 1 msk sykur

  • 1 tsk salt

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti og bætið mjólkinni saman við. Mjólkin þarf ekki að hitna mikið, heldur vera við líkamshita.

  2. Hellið mjólkurblöndunni í stóra skál og stráið þurrgerinu saman við. Leyfið því að standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða svolítið.

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí.

  4. Bætið við meira hveiti ef þarf. Ég held ég hafi á endanum notað um 9 dl. Deigið má ekki vera of þurrt, þið eigið að geta stunduð hreinum fingri ofan í án þess að deig klessist við hann. Hnoðið deigið létt. Ef þið notið hrærivél er fínt að miða við að deigið sé tilbúið þegar það byrjar að losna frá skálinni.

  5. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma í skál með viskustykki eða plastfilmu yfir.

  6. Hitið ofninn í 200°c

  7. Skiptið deiginu í tvennt ef þið viljið hafa hornin frekar stór en í fernt ef þið viljið hafa þau minni (við gerðum stór) og fletjið út hvern helming fyrir sig í hring. Skerið niður í sneiðar (sjá mynd að ofan), setjið fyllingu á og stráið rifnum Violife osti yfir. Passið ykkur að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hvert því það þarf að vera hægt að rúlla þessu upp án þess að allt velli úr. Rúllið upp frá breiðari endanum.

  8. Smyrjið með örlítilli vegan mjólk og stráið yfir einhverju sem ykkur þykir gott. Við notuðum sesamgaldur frá pottagöldrum en það er líka gott að strá yfir sesamfræjum, grófu salti eða jafnvel rifnum Violife osti.

  9. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til hornin hafa fengið gylltan og fínan lit.

  10. Leyfið þeim að kólna svolítið áður en þau eru borin fram.

Aspas- og rjómaostafylling:

  • Olía til steikingar

  • 2 öskjur hreinn rjómaostur frá Violife

  • 1 dós grænn aspas plús 1 msk safi úr dósinni

  • 100 gr sveppir

  • 1 sveppakraftur

  • Salt og pipar ef þarf. Sveppakrafturinn er saltur svo smakkið til svo að þetta verði ekki of salt.

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu

  2. Saxið sveppina smátt og steikið á pönnunni

  3. Saxið aspasinn líka aðeins og bætið á pönnuna

  4. Myljið sveppakraftinn og bætið á pönnuna ásamt 1 msk af aspas safanum

  5. Takið af pönnunni og leyfið að kólna aðeins

  6. Setjið rjómaostinn í skál og bætið sveppa- og aspasblöndunni út í og hrærið saman.

  7. Bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.

Takk fyrir að lesa og njótið vel!

-Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Tómat og ostapasta með Violife "feta"osti.

Fyrir um það bil ári síðan, þegar Covid var ný byrjað og ég lá heima í nokkrar vikur eftir aðgerð, “downloadaði” ég í fyrsta skipti Tik Tok forritinu. Ég var MJÖG fljót að þefa uppi alls konar matar og baksturs “aðganga” en ég get legið yfir skemmtilegum matarmyndböndunum á Tik Tok oft tímunum saman. Það hafa ótal matar “trend” sprottið upp á forritinu sem ég elska að fylgja og prófa að gera sjálf heima hjá mér.

Fyrir ekki svo löngu fór ég, og líklegast flestir sem eru á samfélagsmiðlum, að sjá endalaust af mjög auðveldri pastauppskrift á netinu sem samanstóð af tómötum, hvítlauk og fetaosti. Ég vissi strax að ég yrði að gera þessa uppskrift vegan með violife greek white block ostinum þar sem ég hef mjög góða reynslu af honum. Ég prófaði að gera vegan útgáfu af pastanu fyir u.þ.b. mánuði síðan og er þetta ein sú auðveldasta uppskrift sem ég veit um.

Pastað kom ótrúlega vel út með vegan ostinum og eftir að ég deildi með ykkur myndbandi af því á Instagram fékk ég fullt af spurningum út í uppskriftina svo ég ákvað að koma henni hérna inn fyrir ykkur. Ég hef eldað þennan rétt margoft síðustu vikurnar og mér finnst þetta vera fullkomin réttur þegar ég veit ekki hvað ég á að hafa í matinn eða nenni ekki að elda. Ég einfaldlega hendi pasta í pott, restinni af hráefnunum inn í ofn og blanda þessu síðan saman hálftíma seinna. Alveg fullkomið þegar það er mikið að gera.

IMG_0183.jpg

Hréfni (fyrir 4):

  • 300 gr pasta

  • 4 msk olífuolía

  • u.þ.b. 300 gr af kirsuberjatómötum eða öðrum litlum tómötum

  • 1 pakki violife greek white block

  • 3 hvítlauksrif

  • 1 msk óregano eða aðrar ítalskar jurtir

  • Smá fersk basilíka (má sleppa)

  • Vel af salti

Aðferð:

  1. Setjið ólífuolíu, tómatana í hvítlauksrifin í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn. Ég hef hvítlauksrifin heil með hýðinu á. Hrærið tómatana saman við olíuna og myndið síðan gat í miðju mótinu fyrir ostin. Leggið heilan ost í mitt formið og hellið örlítið af olíu yfir hann. Stráið saltinu og óreganóinu yfir ostinn og tómatana.

  2. Bakið í 200°C heitum ofni í 25-30 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tómatarnir orðnir vel grillaðir að ofan.

  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum á meðan að tómatarnir og osturinn eru í ofninum.

  4. Takið ostinn úr ofninum, pressið hvílauksrifin úr hýðinu og takið það frá. Stappið tómatana og hvítlaukinn vel saman við gríska ostinn og hellið síðan pastanum út í og blandið vel saman. Rífið nokkur basilíkulauf yfir og bætið við smá salti ef ykkur finnst það þurfa.

IMG_0179.jpg

-Njótið vel og takk fyrir að lesa. <3

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á íslandi

 
violife-logo-1.png