Þriggjarétta vegan matur fyrir aðfangadagskvöld

Ég hugsa að flestir séu sammála okkur með það að aðfangadagskvöld sé eitt besta kvöld ársins. Við systur erum alveg ótrúlega mikil jólabörn og má segja að jólamaturinn sé ein af mikilvægustu máltíðum ársins að okkar mati. Í mörg ár fengum við endalaust spurninguna “En hvað borðið þið á jólunum??”. Nú eru að ganga í garð tíundu jólin okkar sem vegan og hefur jólamaturinn breyst alveg ótrúlega mikið í gegnum þessi ár. Fyrstu árin vorum við með hnetusteikur og svona frekar ómerkilegt meðlæti þó svo að margt hefðbundið jólameðlæti hafi þó alltaf verið auðvelt að gera vegan.

Við vorum þó ekki lengi að fatta að við vildum þróa betri rétti og nýjar hefðir hvað varðar jólin og þá sérstaklega aðfangadag. Við höfum síðustu ár borðað einhvern besta jólamat sem við höfum smakkað og erum við alltaf að prófa eitthvað nýtt og betrumbæta réttina. Síðustu jól hafa einnig verið 100% vegan hjá allri fjölskyldunni okkar þó svo að engin þeirra sé vegan, fyrir utan okkur að sjálfsögðu, og finnst þeim það alls ekkert verra.

Í ár fannst okkur því tilvalið að deila með ykkur í samstarfi við Krónuna þremur nýjum réttum sem saman gera fullkomið aðfangadagskvöld að okkar mati.

Fyrsti rétturinn er hinn FULLKOMNI forréttur fyrir aðfangadagskvöld eða fínt jólaboð. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Rétturinn er kryddaður með villibráðakryddi sem passar alveg fullkomlega með rauðrófunum, parmesan ostinum og balsamik edikinu. Hann er algjör veisla fyrir bragðlaukana og hefur hann notið gífurlegra vinsælda þar sem við höfum boðið upp á hann, bæði hjá vegan fólki og öðrum.

Rauðrófu carpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamik edik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, best er ef að það sést nánast í gegnum þær. Raðið þeim í þunnt, þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Aðalrétturinn er alls ekki af verri endanum, en þetta árið langaði okkur að deila með ykkur betrumbættri útgáfu af vinsæla innbakaða hátíðar oumphinu sem við deildum fyrst árið 2016. Þennan rétt höfum við haft í matinn á aðfangadag síðan og hefur hann þróast með hverju árinu.

Við höfum bætt við valhnetum, trönuberjum og portobello svepp í steikina sem gerir hana ótrúlega bragðmikla og hátíðlega. Við mælum svo sannarlega með að gera stóra steik þar sem við getum lofað ykkur að flestir munu vilja smakka hana þegar hún kemur ilmandi úr ofninum.

Hér á blogginu má síðan finna fullt af uppskriftum af hátíðlegu meðlæti sem passar fullkomlega með steikinni.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteikin:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • Salt og pipar eftir smekk

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niður saxað grænkál

  • 1/2 dl (25 gr) þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi, við notuðum Oatly

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá PASTELLA (er í kælinum hjá upprúllaða pizzadeiginu)

  • 3 portobello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Steikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu. 

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhnetur og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er einfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra. Við mælum með að finna bara kennslumyndband á youtube ef þið eruð óviss með þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Síðast en ALLS EKKI síst er það svo eftirrétturinn en það er alveg komin tími á að við deilum með ykkur þessum ofur einfalda vegan hátíðarís. En það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Það var alltaf boðið upp á heimagerðan ís á jólunum hjá okkur þegar við vorum yngri en við vorum í nokkuð langan tíma að þróa uppskriftina þar til hún varð nógu góð. Það má segja að vanillusósan frá Oatly sé leyni innihaldsefnið þar sem hún gerir bæði fullkomna áferð og unaðslegt bragð.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi haframjólkur súkkulaðið en það er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði sem er búið að gera jólabaksturinn svo skemmtilegan núna síðustu vikur. Það hefur lengi vantað gott fjölbreytt vegan súkkulaði og erum við því alveg að elska þetta merki. Saltkaramellu braðið gerir ísinn ótrúlega góðan en þá má alveg nota venjulega súkkulaðið eða appelsínu súkkulaðið frá HAPPI í þessa uppskrift líka. Bara það sem ykkur finnst best.

Vegan jólaís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillusósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellu súkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til það verður mjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósu blönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 klukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Við vonum að þið njótið vel og hlökkum mikið til að fylgjast með hvað grænkerar ætla að hafa í jólamatinn í ár!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Hátíðlegur vegan ís með saltkaramellu

Við deilum með ykkur gómsætri uppskrift að ís sem er dásamlegur eftirréttur að bjóða upp á við allskyns tilefni. Hvort sem það er um jólin, Í afmæli, matarboð eða önnur veisluhöld. Gómsætur ís með karamellusúkkulaði, karamellusósu og berjum.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi á Íslandi og Krónuna. Happi súkkulaði er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði.

Það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Við elskum að útbúa ísinn sem eftirrétt á aðfangadagskvöld og hann slær í gegn á hverju ári. Við vonum að ykkur líki við og ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið gerið uppskriftirnar okkar, okkur þykir svo vænt um það! <3

Vegan jóla ís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillu sósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til þa'ð verður mjjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósublönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 kklukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur liki vel.

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og Happi vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Vegan wellington með Oumph! og portobellosveppum

Vegan wellington. Uppáhalds hátíðarmaturinn okkar systra. Við höfum í mörg ár eldað góða wellingtonsteik um jólin. Gómsæt fylling innbökuð í smjördeigi. Borin fram með allskonar gúrmé meðlæti. NAMM!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er uppfærð útgáfa af innbakaða hátíðaroumphinu sem við birtum á blogginu fyrir nokkrum árum síðar.

Virkilega gómsæt wellington steik sem gerir jólin enn betri. Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Hjá okkur ættuði líka að finna uppskrift af allskonar gómsætu meðlæti.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteik:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • salt og pipar

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niðursaxað grænkál

  • 1/2 dl þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi eða annar vegan matreiðslurjómi

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá

  • 3 portabello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Stikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu.

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhneturnar og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er enfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra.. VIð mælum með að finna bara kennslumyndband á youtub ef þið eruð óviss mð þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki vel! <3

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-

 
 

Rauðrófucarpaccio með klettasalati og vegan parmesanosti (forréttur fyrir 4)

Við kynnum hinn FULLKOMNA forrétt fyrir aðfangadagskvöld - eða við önnur skemmtileg tilefni. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Við erum oft spurðar að því hvort við höfum hugmyndir af góðum forrétt fyrir jólin. Við erum vanar að gera sveppasúpu eða aspassúpu, en í ár langaði okkur að breyta aðeins til og útbúa nýja og skemmtilega uppskrift að forrétt.

Rauðrófucarpaccio er ferskur og góður réttur sem við hlökkum til að gera við fleiri skemmtileg tilefni. Við borðum jú alltaf fyrst með augunum svo það er ekki leiðinlegt að kunna bera fram svona fallegan mat.

Rauðrófucarpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamikedik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, raðið þeim í þunnt þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-

 
 

Gómsætt vegan heitt súkkulaði með skemmtilegu tvisti!

Hátíðlegt heitt súkkulaði með Cointreau og þeyttum vegan rjóma. Svo dásamlega gott. Fullkomið eftir langan göngutúr í desemberkuldanum. NAMM!

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og ég er svo sannarlega komin í jólaskap. Ég mun eyða jólunum í Svíþjóð í fyrsta sinn og er bæði spennt og pínulítið stressuð. Venjurnar á t.d. aðfangadagskvöld eru aðeins öðruvísi en heima og ég mun líklega sakna þess að hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan 6. Eins varð ég mjög hissa þegar ég fékk að heyra að þau deila út pökkunum og opna þá svo bara öll samtímis. En ég er viss um að ég mun njóta jólanna í botn.

En að heita súkkulaðinu. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en ég er vön og ákvað að setja smá Cointreau út í. Það sló heldur betur í gegn. Útkoman var gómsætt heitt súkkulaði með appelsínusúkkulaðibragði og smá extra kikki frá áfenginu. Fullorðinskakó hehe. Ég bauð vinum mínum uppá bolla af súkkulaðinu og þau sögðust aldrei hafa smakkað jafn gott heitt súkkulaði. Ætli það séu ekki ágætis meðmæli?!

Það sem þú þarft í þennan góða drykk er:

Suðusúkkulaði
Vatn
Vegan mjólk
Kanilstöng
Smá salt
(mikilvægt)
Cointreau
(Má sleppa auðvitað)
Þeyttan veganrjóma að toppa með

Gæti ekki verið einfaldara.

ímyndið ykkur að koma heim eftir kaldan göngutúr í desember, setja á ljúfa jólatónlist, baka vöfflur og skella í heitt súkkulaði. Ég veit fátt meira kósý.

Vegan heitt súkkulaði með Cointreau (fyrir 4-5)

Hráefni:

  • 175g suðusúkkulaði

  • 2 dl vatn

  • 1 líter vegan mjólk. Ég notaði Oatly haframjólk

  • Smá salt

  • Kanilstöng

  • 8 cl. Cointreau. Má sleppa eða nota annað áfengi sem ykkur finnst gott. Get t.d. ímyndað mér að Kahlúa passi mjög vel

  • Vegan þeyttur rjómi að toppa með. Mæli með Oatly eða Aito

Aðferð:

  1. Setjið vatnið í pott og brjótið súkkulaðið ofan í. Hrærið vel í pottinum á meðan súkkulaðið bráðnar í vatninu

  2. Hellið mjólkinni út í pottinn ásamt kanilstönginni og leyfið suðunni að koma upp. Hrærið í á meðan svo það brenni ekki við botninn.

  3. Takið af hellunni, saltið örlítið og bætið Cointreau út í og hrærip saman við.

  4. Berið fram með þeyttum vegan rjóma og njótið!

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel!
-Helga María

Rjómalöguð vegan sveppasúpa

Hvað er betra á köldum vetrardegi en rjómalöguð vegan sveppasúpa?! Ég ELSKA að gera góðar súpur og oftar en ekki verður sveppasúpa fyrir valinu hjá mér. Sveppir, rjómi, skallotlaukur, hvítlaukur, hvítvín, timían. Dásamlegt!

Þessa súpu er einfalt að útbúa og hún hentar bæði sem hversdagsmatur eða við fínni tilefni. Ég geri hana oft þegar ég vil bjóða upp á góða súpu í veislu eða matarboði og svo er ég vön að útbúa hana sem forrétt á aðfangadagskvöld.

Það er eitthvað við blönduna af sveppum, rjóma og hvítvíni. Hún slær alltaf í gegn hjá mér, hvort sem um er að ræða sósur, súpur eða gómsætan pastarétt.

Timían þykir mér svo algjört “möst” í súpuna. Það er að sjálfsögðu ekkert mál að sleppa því ef ykkur finnst það ekki gott, en mér finnst það gefa súpunni virkilega gómsætt bragð.

Mörgum þykir gott að blanda súpuna í matvinnsluvél eða blandara en persónulega finnst mér gott að hafa hana þykka og með sveppabitum.

Ég ber súpuna alltaf fram með góðu brauði. Þetta brauð finnst mér gott að baka með súpunni þegar ég er í stuði.

Gómsæt rjómalöguð vegan sveppasúpa

Hráefni:

  • 50 gr smjörlíki

  • 1 msk olía

  • 4 skallotlaukar

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 500 gr sveppir

  • 1 dl hvítvín

  • 4 msk hveiti

  • 1 til 2 greinar ferskt timían

  • 1 tsk þurrkað timían

  • salt og pipar

  • 1 sveppateningur

  • 1 -2 grænmetisteningar

  • 1 msk sojasósa

  • 300 ml vatn

  • 500 ml vegan mjólk (helst ósæt. Ég nota Oatly haframjólk)

  • 300-400 ml vegan matreiðslurjómi

  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíki og olíu og pönnu.

  2. Saxið lauk og steikið á pönnu þar till hann hefur mýkst.

  3. Pressið hvítlaukinn og setjið á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur.

  4. Sneiðið sveppina og bætið út á pönnuna og steikið þar til þeir hafa mýkst og tekið á sig smá lit.

  5. Bætið timían út í.

  6. Hellið víninu yfir og leyfið því að malla í nokkrar mínútur

  7. Stráið hveitinu yfir sveppina og hrærið. Þetta mun verða mjög þykkt.

  8. hellið vatninu út í smám saman og hrærið á meðan svo ekki myndist kekkir.

  9. Myljið sveppakraftinn og grænmetiskraftinn út í svo þeir leysist vel upp.

  10. Hellið mjólkinni og sojasósunni út í og leyfið súpunni að malla í 15-20 mínútur. Smakkið súpuna og sjáið hvort eitthvað vantar af kryddi.

  11. Bætið að lokum rjómanum út í, látið suðuna koma upp og takið þá af hellunni.

  12. Látið súpuna malla í 15-20 mínútur áður en rjóminn fer útí.  Á þessu stigi er fínt að smakka súpuna og sjá hvort vantar meira af kryddum. 

  13. Ef gera á súpuna daginn áður, líkt og við gerum t.d. oft á jólunum, er fínt að bíða með að setja rjómann útí þar til hún er hituð upp rétt áður en það á að borða hana.

  14. Berið fram með góðu brauði.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel!

-Helga María


Jólahlaðborð með lítilli fyrirhöfn.

Í fyrra fengum við systur boð um að setja saman vegan jólahlaðborð í samstarfi við Krónuna sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Við vorum því fljótar að ákveða í samvinnu við þau að gera það aftur í ár þar sem þetta er virkilega skemmtileg hefð sem er klárlega komin til að vera á okkar heimili. Það er svo gamana að geta boðið góðum vinum eða fjölskyldu í notalega stund án þess að það þurfi að vera rosaleg fyrirhöfn.

Úrvalið af tilbúnum vegan réttum og vegan hráefnum er orðið svo ótrúlega gott og finnst okkur mjög gaman að geta sett saman svona flott hlaðborð af vegan mat án þess að þurfa að gera allt frá grunni. Framboðið hefur aukist svo mikið síðustu ár að í þetta skiptið þurftum við að velja úr réttum til að bjóða upp á þar sem það var svo mikið gómsætt í boði í Krónunni. Það er því alveg liðin tíð að þurfa að hafa áhyggjur af öllum boðum í gegnum hátíðirnar og þurfa alltaf að vera með eitthvað tilbúið. Það er einfaldlega hægt að hoppa út í búð og grípa með sér vegan steik og meðlæti fyrir næsta boð.

Við vildum hafa hlaðborðið eins einfalt og við gátum og völdum því nánast einungis rétti sem þurfti bara að hita. Það eina sem við gerðu frá grunni var ein ostakúla fyrir ostabakkan og síðan fljótlegt kartöflugratín. VIð ákváðum að prufa að kaupa forsoðnar bökunarkartöflur í gratínið og vá hvað það var mikil snilld. Við notuðum uppskrift sem má finna hérna á blogginu en skárum kartöflurnar bara í skífur. Það þurfti því einungis að baka gratínið í 10 mínútur í ofninum og var það ekkert smá gómsætt. Það er algjörlega fullkomin laust ef ekki gefst mikill tími fyrir eldamennskuna. Við tókum einnig myntu og súkkulaði ísinn frá VegaNice og settum í kökuform og inni frysti. Þegar allt annað var tilbúið tókum við hann út, settum á kökudisk og bráðið súkkulaði yfir. Þar með vorum við komnar með fallega ístertu á mjög einfaldan hátt. Allt annað þurftum við einungis að hita eða setja í fínar skálar og bera fram.

Þessir réttir eru því ekki einungis fullkomnir til að bjóða upp á í hlaðborði heima heldur einnig til að taka með sér í jólaboð þar sem kannski ekki er boðið upp á eitthvað vegan. Eða þá til að benda vinum og fjölskyldu á sem eru að vandræðast með hvað þau geta boðið upp á fyrir vegan fólk. Þá er algjör snilld eða geta sagt þeim hvað sé hægt að kaupa sem einungis þarf að hita.

Það sem við buðum uppá í okkar hlaðborði:

Forréttir:

Ostabakki með hátíðarostunum frá Violife, heimagerðri ostakúlu, chillisultu, kexi, vínberjum og sultuðum rauðlauk. Ostakúlu uppskrift má finna hér, en það eru einnig fleira slíkar á leiðinni.
Sveppasúpa frá HAPP

Aðalréttir:

Oumph wellington.
Gardein savory stuffed turk’y (Fyllt soyjakjötsstykki")

Meðlæti:

Sveppasósa frá HAPP
Fljótlegt kartöflugratín (uppskrift hér, en ég notaði forsoðnar bökunarkartöflur svo gratínið þurfti einungis að baka í 10 mínútur.)
Sætkartöflumús frá Nóatúni
Rauðkál frá Nóatúni
Grænar baunir
Maísbaunir
Vegan laufabrauð frá ömmubakstri
Baguette

Eftirréttir:

R’ISALAMAND frá Naturli
VegaNice Súkkulaði&myntu ís
Vegan piparkökur
Fazer Marianne nammi

Drykkir:

Tilbúið jólaglögg í fernu
Malt og appelsín

Ps. Við erum með gjafaleik á instagram þar sem við gefum tvö 20.000 króna gjafabréf í Krónuna svo þið getið sett saman ykkar eigið hlaðborð. Okkur finnst einnig mjög gaman þegar þið taggið okkur og megið þið endilega tagga okkur og Krónuna ef þið setjið saman ykkar eigið hlaðborð.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fæst allt í hlaðborðið þar -

 
 

Vegan ostakökueftirréttur með mangó og ástaraldin

Vegan ostakökueftiréttur með mangó- och ástaraldin. Einfaldur, bragðgóður og skemmtilegur eftirréttur að bjóða uppá í matarboði eða við önnur tilefni. Ég ber hann fram í fallegum glösum sem gerir það að bæði er auðvelt að útbúa hann og þægilegt að borða.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og ég notaði gómsæta mangó- og ástaraldinmarmelaðið þeirra í eftirréttinn. Marmelaðið er ótrúlega gott og gaf ferskleikann sem passaði fullkomlega með ostakökunni sem annars er mjög sæt. Við elskum sulturnar frá St. Dalfour. Hágæða vörur með skemmtilegum bragðtegundum sem bjóða uppá skemmtilega möguleika.

Botninn er úr digestive kexi og hann gefur eftirréttinum seltu svo saman myndar hvert lag æðislegan “balans”. Eftirréttinn er hægt að setja í glös eða litlar skálar og kæla en það er líka hægt að setja hann í form og frysta og gera þá sem frysta ostaköku. Við erum nú þegar með nokkrar uppskriftir af slíkum kökum.

Til að hafa þetta sem einfaldast og þægilegast ákvað ég að gera svona kældan eftirrétt. Eitthvað sem hægt er að gera með stuttum fyrirvara og sem þægilegt er að bera fram.

Þessi eftirréttur er virkilega braðgóður. Þetta er líka tilvalin uppskrift að senda á fjölskyldu og vini sem halda að það sé erfitt að gera vegan eftirrétti. Þetta gæti ekki verið einfaldara!

Sjáiði bara hversu fallegur hann er. Við borðum jú fyrst með augunum er það ekki?! :D

Vegan ostakökueftirréttur með mangó- og ástaraldinmarmelaði (3-4 skammtar)

Hráefni:

  • 200 gr. Digestive kex

  • 100 gr. smjörlíki

  • 1.5 dl vegan vanillusósa

  • 1.5 dl vegan þeytirjómi

  • 150-250 gr vegan rjómaostur (sumir eru 150 og aðrir 250 og það virkar að nota einn bara)

  • 2 msk vanillusykur

  • 1 dl sykur

  • 1 krukka mangó og ástaraldinmarmelaði frá St. Dalfour

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíkið.

  2. Myljið kexið í matvinnsluvél og blandið smjörlíkinu út í. Leggið til hliðar.

  3. Þeytið rjómann og vanillusósuna saman og leggið til hliðar.

  4. Þeytið í annarri skál rjómaostinn, sykurinn og vanillusykurinn.

  5. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við þeytta rjómann.

  6. Setjið mulið kex í glas, litlar glerkrukkur eða skálar og pressið niður svo það verði svolítið þétt.

  7. Bætið ostakökufyllingu yfir svo hun fylli næstum glasið

  8. Setjið í kæli í a.m.k 2 tíma eða í frysti i 1 tíma

  9. Takið út og toppið með marmelaðinu og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki uppskriftin

-Helga María

-Þessi uppskrift er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af einföldu vegan hakkabuffi með lauksósu og kartöflugratín. Einfaldur heimilismatur sem er bragðgóður og saðsamur. Mér finnst best að bera hakkabuff fram með rjómakenndri lauksósu og annaðhvort kartöflugratíni eða soðnum kartöflum. Þegar ég spái í því held ég að allar kartöflur passi með hvort sem það eru þær sem ég hef þegar nefnt eða kartöflumús, franskar eða ofnbakaðar. Súrar gúrkur og sulta er svo “möst” að mínu mati. Ég notaði sænska títuberjasultu en rifsberjasulta myndi einnig passa fullkomlega með!

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi. Formbar hakkið frá þeim er það allra besta í svona hakkabuff. Það er ólikt venjulegu vegan hakki að því leiti að auðvelt er að móta það í buff, bollur eða borgara án þess að þurfa að nota önnur bindiefni með. Það er því nóg að krydda eftir smekk, forma buff og elda. “Formbar” hakkið fæst í Hagkaupum, Vegan búðinni, Fjarðarkaupum og Melabúðinni.

Eitt af markmiðum mínum fyrir komandi ár er að vera dugleg að birta uppskriftir af góðum hversdagslegum heimilismat sem er einfaldur en á sama tíma bragðgóður og spennandi. Við viljum að grænkerar hafi endalaust af hugmyndum af góðum mat að elda og elskum að deila með ykkur uppskriftum af gómsætum vegan mat.

Sjáið þennan fallega steikta lauk. Hann gefur sósunni svo gómsætt bragð.

Það er svo ótrúlega auðvelt að útbúa þessi gómsætu vegan hakkabuff og ég elska að leyfa þeim að malla aðeins í rjómakenndri lauksósunni í lokinn.

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Hráefni:

  • Olía til steikingar

  • 500 gr formbar hakk frá Anamma (hakkinu leyft að þiðna þar til það er kallt eins og úr ísskáp)

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 msk fljótandi grænmetiskraftur eða 1/2 grænmetisteningur muldur niður

  • 1 msk sojasósa

  • 1 msk vegan matreiðslurjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • Salt og pipar eftir smekk

Lauksósa:

  • Olía að steikja upp úr

  • 1 mjög stór laukur eða 2 venjulegir

  • 400 ml vegan matreiðslurjómi

  • 1/3 teningur sveppakraftur eða grænmetiskraftur

  • 1/2-1 tsk sojasósa

  • 1 tsk þurrkað timían

  • Salt og pipar eftir smekk (farið varlega í saltið því bæði sveppakrafturinn og sojasósan gefa mikla seltu)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera buffin tilbúin til steikingar. Látið hakkið þiðna en hafið það þó kalt þegar þið meðhöndlið það. Ef það nær of miklum hita verður erfiðara að móta það. Ég miða við að það sé við það hitastig sem það væri beint úr kæliskáp. Þetta tekur 30-40 mínútur. Ég hef þó sjálf sett hakkið í örbylgjuna á afþýðingu ef ég lendi í stressi og það skemmdi alls ekki fyrir.

  2. Setjið hakkið í skál ásamt restinni af hráefninum og blandið saman með höndunum. Mótið 4 buff og leggið til hliðar.

  3. Skerið laukinn niður í þunna strimla og steikið á pönnu uppúr olíu. Saltið laukinn örlítið svo hann svitni vel. Leyfið honum að steikjast í nokkrar mínútur þar till hann fær gylltan og fínan lit. Takið hann þá af pönnunni og leggið til hliðar en þrífið pönnuna ekki því við steikjum buffin beint á henni og laukurinn gefur bara gott bragð.

  4. Bætið við meiri olíu á pönnuna og steikið buffin á meðalháum hita þar til þau eru vel steikt á báðum hliðum. Þau eru svolítið þykk svo það þarf að passa að þau séu steikt í gegn. Þau eiga að hafa fengið meira “þétta” áferð þegar potað er í þau.

  5. Bætið lauknum aftur á pönnuna með buffunum og bætið við restinni af sósuhráefnunum og hrærið svo hún blandist vel. Ég myl niður sveppakraftinn svo hann blandist auðveldlega í sósuna. Piprið eftir smekk og saltið smá þó það sé að mínu mati ekki þörf á miklu salti.

  6. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Ég hafði með þeim súrar gúrkur, títuberjasultu og kartöflugratín, en uppskriftina af gratíninu finniði HÉRNA.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Einfalt vegan kartöflugratín

Kartöflugratín. Eitt af mínu uppáhalds meðlæti. Kartöflur, vegan rjómi, vegan ostur, góð krydd. Dásamlega gott!

Ég elska gott meðlæti. Mér þykir stundum meðlætið mikilvægara en aðalrétturinn. Ég myndi t.d. frekar panta mér franskar og vegan kokteilsósu án hamborgara en einungis hamborgara með engum frönskum. Eins myndi ég auðveldlega getað borðað eintómt kartöflugratín. Kartöflugratín, grænar baunir og sveppasósa, dýrindis kvöldmatur. Nei nú er ég kannski farin að ganga aðeins of langt, en þið skiljið hvert ég er að fara. Meðlæti er gríðarlega mikilvægt.

Kartöflugratín er eitt af þessu meðlæti sem passar með öllu. Það getur bæði verið hversdagslegt og hátíðlegt og ég borða það bæði með þriðjudagskvöldmatnum og á aðfangadagskvöld.

Ég gerði þetta gratín sem meðlæti með þessu vegan hakkabuffi um daginn og það var fullkomið saman!

Kartöflugratín

Hráefni:

  • 25 gr. smjörlíki að smyrja í eldfasta mótið

  • 750 gr kartöflur

  • 300 ml vegan matreiðslurjómi

  • 200 ml vegan mjólk (mæli með haframjólk eða ósætri sojamjólk)

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk þurrkað timían

  • Örlítið af hvítum pipar

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Rifinn ostur eftir smekk til að dreyfa yfir. Ég notaði u.þ.b. 70 gr.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c

  2. Smyrjið eldfast mót með smjörlíki

  3. Skerið kartöflurnar niður í mjög þunnar sneiðar. Ég notaði mandólin. Ég leyfði hýðinu að vera á.

  4. Raðið kartöflunum í formið og hellið út á rjómanum, mjólkinni, kryddið og stráið yfir ostinum

  5. Setjið álpappír yfir og leyfið kartöflunum að bakast í 60 mínútur. Mér finnst best að baka þær hægt. Stingið í og sjáið hvort kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Ef ekki, leyfið þeim að bakast aðeins lengur.

  6. Takið þær út, hækkið hitann í 200°c og setjið þær örlítið hærra í ofninn í 10 mínútur svo ofninn fái fínan lit.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið

-Helga María

Vegan jólakleinur

Vegan jólakleinur með kanilsykri. Er til eitthvað betra? Svo undursamlega góðar og skemmtilegt að bjóða uppá um aðventuna!

Okkur langaði að baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur var það fyrsta sem okkur datt í hug. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman. B

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.

Vegan jólastjarna með appelsínusúkkulað

Í dag ætlum við að deila með ykkur uppskrift af fallegri vegan jólastjörnu. Deigið er hefðbundið kanilsnúðadeig en fyllingin er hátíðleg og góð appelsínusúkkulaðifylling. Þessi jólastjarna er skemmtileg tilbreyting frá kanilsnúðum og slær heldur betur í gegn í aðventukaffinu eða jólaboðinu.

Við erum gríðarlega spenntar fyrir jólunum og þessi fallega stjarna kom okkur svo sannarlega í jólaskap. Það er erfitt að útskýra með orðum hvernig stjarnan er gerð án þess að láta það hljóma meira flókið en það í raun er. Þess vegna mælum við með því að horfa á nýjasta reelið okkar á Instagram en þar sýnum við hvernig hún er búin til.

Stjörnuna er auðvitað hægt að gera með hvaða fyllingu sem er, en við mælum mikið með appelsínusúkkulaði. Það er virkilega hátíðlegt og gott!

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 pakki þurrger

  • 1 1/2 dl sykur

  • 1 tsk kardimommudropar

  • 10-12 dl hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti við lágan hita og bætið mjólkinni út í þegar það er alveg bráðnað. Hellið mjólkurblöndunni í skál og leyfið henni að kólna ef hún er of heit en hún á að vera sirka við líkamshita (37°C). Okkur finnst best að nota fingurinn til að mæla hitan en þegar við finnum ekki fyrir hitabreytingu er hitastigið rétt.

  2. Straið þurrgeri yfir mjólkina og einni teskeið af sykri og leyfið þessu að standa í 10 mínútur.

  3. Bætið restinni af hráefnunum út í og hnoðið saman. Hnoðið deigið í dágóða stund annað hvort í höndunum eða í hrærivél. Deigið á að vera frekar blautt en samt auðvelt að meðhöndla með höndunum án þess að það klessist.

  4. Leyfið deiginu að hefast í skál með hreinu viskustykki yfir í allavega klukkustund áður en það er flatt út.

  5. Skiptið deiginu í fjórar jafn stórar kúlur.

  6. Fletjið hverja kúlu út í hring sem er aðeins stærri í stór matardiskur. Notið matardisk til að skera út fullkomin hring úr hverjum bita af deigi.

  7. Skiptið fyllingunna í þrjár jafnstóra hluta. Byrjið á því að smyrja einum hluta af fyllingu á einn deighring og strá söxuðu appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan annan deighring ofan á, smyrjið fyllingu þar yfir og stráið appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan þriðja deighringinn yfir og smyrjið síðasta hlutanum af fyllingu yfir ásamt söxuðu appelsínusúkkulaði áður en þið setjið síðasta hringin af deigi efst.

  8. Setjið glas eða hringlótt piparkökuform í mitt deigið og skerið deigið í 16 bita út frá hringnum í miðjunni. Það er best að gera með því að skera fyrst í miðjunni í 4 áttir frá miðju. Skera síðan hvern part í helming og síðan aftur í helming.

  9. Takið í tvo hluta í einu og snúið þeim í tvo hringi frá hvorum öðrum og festin endana síðan vel saman.

  10. Bakið við 180°C í 35 til 40 mínútur eða þar til stjarnan er fallega gyllt að ofan.

  11. Blandið saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í skál og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

  12. Takið stjörnuna út og penslið með sykurblöndunni um leið. Leyfið henni síðan að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

Appelsínusúkkulaðifylling

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kakó

  • Appelsínubörkur af einni appelsínu

  • Appelsínusafi úr hálfri appelsínu

  • 2 plötur niðursaxað appelsínusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema appelsínusúkkulaðinu saman í skál.

  2. Saxið appelsínusúkkulaðið niður og setjið í aðra skál.

Takk fyrir að lesa og njótið!

-Veganistur

Vegan jólabakstur - þrjár gómsætar uppskriftir

Uppáhalds árstíðin okkar systra er gengin í garð. Loksins! já, ég segi árstíð, vegna þess að svoleiðis lítum við á jólahátíðina. Við elskum stemninguna sem fylgir jólunum. Fallegar jólaseríur og skraut, jólalögin, smákökubakstur, heitt súkkulaði, væmnar jólamyndir og góður matur er brot af því sem gerir það að verkum að okkur þykir svona vænt um þennan tíma.

Færsla dagsins er í sama þema og sú sem við birtum í gær en hún er tileinkuð jólabakstri. Við ætlum í dag að deila með ykkur þremur uppskriftum af gómsætum jólabakstri. Við erum nú þegar ég fullt af skemmtilegum uppskriftum af bakstri fyrir hátiðirnar og þessar þrjár eru virkilega skemmtileg viðbót við þær. Hér á síðunni okkar eiga allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt að baka! Allar uppskriftir dagsins finnurðu neðst í færslunni.

Á næstu vikum munum við birta færslur í samstarfi við Krónuna. Öll hráefnin sem við notum í þær færslur fást þar. Við höfum lengi unnið með Krónunni og okkur þykir gríðarlega vænt um það samstarf. Krónan leggur sig fram við að bjóða upp á góðar og vandaðar matvörur fyrir grænkera og úrvalið hjá þeim af skemmtilegum vegan mat fyrir jólin er alltaf til fyrirmyndar. Við erum þess vegna mjög spenntar að deila með ykkur gómsætum uppskriftum þar sem þið getið fundið allt í sömu verslun og gert dásamlega góðan mat fyrir jólin.

Færsla dagsins er einnig í samstarfi við Happi. Happi er gómsætt vegan súkkulaði úr haframjólk sem kom nýlega í verslanir Krónunnar. Við grænkerarnir fögnum því alltaf þegar hægt er að kaupa vegan súkkulaði sem er ekki bara hið hefðbundna suðusúkkulaði heldur vegan mjólkursúkkulaði. Happi er akkúrat svoleiðis súkkulaði og þau bjóða uppá nokkrar spennandi bragðtegundir. Í færslu dagsins ætlum við að nota tvær týpur. Fyrri týpan er appelsínusúkkulaði sem þið sjáið á myndunum hér að ofan. Okkur fannst það passa dásamlega í fyrstu uppskrift færslunnar.

Sú uppskrift er af þessari fallegu jólastjörnu. Deigið er hefðbundið kanilsnúðadeig en fyllingin er hátíðleg og góð appelsínusúkkulaðifylling. Þessi jólastjarna er skemmtileg tilbreyting frá kanilsnúðum og slær heldur betur í gegn í aðventukaffinu eða jólaboðinu. Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Við vildum baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Eigið þið fjölskyldumeðlim sem er skeptískur á að vegan matur sé góður? Skellið þessum kleinum á borðið og sjáið hversu margar hverfa á nokkrum mínútum! ;)

Sjáið hvað þær eru fallegar?! Ef þessar kleinur koma fólki ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Í sjálfum kleinunum eru jólaleg og góð krydd og svo er þeim velt úppúr kanilsykri. NAMM!

Það er svo sannarlega hægt að baka góðar vegan kleinur. Það tók okkur mörg ár að þora að prófa það sjálfar, en við birtum upprunalega sjálfa kleinuuppskriftina í bókinni okkar. Það var kominn tími til að skella henni á bloggið fannst okkur og tilvalið að gera hana með jólatvisti! Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Þriðja og síðasta uppskrift dagsins er af smákökum með hvítu súkkulaði og trönuberjum. Súkkulaðið sem við notum í kökurnar er frá Happi og er hvítt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum. Svo undursamlega gott!

Okkur langaði að gera skemmtilegar súkkulaðibitakökur sem væru aðeins öðruvísi en þær sem við erum vanar að gera. Þegar við sáum þetta hvíta súkkulaði frá Happi vissum við strax að við vildum nota það í kökurnar. Því sjáum við svo sannarlega ekki eftir.

Við mælum með þessum kökum sem viðbót við þær sortir sem þíð ætlið ykkur að baka. Deigið sjálft hefðum við auðveldlega getað hámað í okkur, svo ótrúlega gott! Þið getið rétt ímyndað ykkur jólaskapið sem við komumst í við að baka allar þessar kræsingar.

Jólastjarna með appelsínusúkkulaðifyllingu:

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 pakki þurrger

  • 1 1/2 dl sykur

  • 1 tsk kardimommudropar

  • 10-12 dl hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti við lágan hita og bætið mjólkinni út í þegar það er alveg bráðnað. Hellið mjólkurblöndunni í skál og leyfið henni að kólna ef hún er of heit en hún á að vera sirka við líkamshita (37°C). Okkur finnst best að nota fingurinn til að mæla hitan en þegar við finnum ekki fyrir hitabreytingu er hitastigið rétt.

  2. Straið þurrgeri yfir mjólkina og einni teskeið af sykri og leyfið þessu að standa í 10 mínútur.

  3. Bætið restinni af hráefnunum út í og hnoðið saman. Hnoðið deigið í dágóða stund annað hvort í höndunum eða í hrærivél. Deigið á að vera frekar blautt en samt auðvelt að meðhöndla með hreinum höndum án þess að það klessist. Í hrærivél losnar það frá skálinni þegar það hefur náð réttri áferð.

  4. Leyfið deiginu að hefast í skál með hreinu viskustykki yfir í allavega klukkustund áður en það er flatt út.

  5. Skiptið deiginu í fjórar jafn stórar kúlur.

  6. Fletjið hverja kúlu út í hring sem er aðeins stærri í stór matardiskur. Notið matardisk til að skera út fullkomin hring úr hverjum bita af deigi.

  7. Skiptið fyllingunna í þrjár jafnstóra hluta. Byrjið á því að smyrja einum hluta af fyllingu á einn deighring og strá söxuðu appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan annan deighring ofan á, smyrjið fyllingu þar yfir og stráið appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan þriðja deighringinn yfir og smyrjið síðasta hlutanum af fyllingu yfir ásamt söxuðu appelsínusúkkulaði áður en þið setjið síðasta hringin af deigi efst.

  8. Leggið glas eða kringlótt piparkökuform á mitt deigið og skerið deigið í 16 hluta út frá hringnum í miðjunni. Það er best að gera með því að skera fyrst frá miðjunni í 4 hluta. Skera síðan hvern part í helming og síðan aftur í helming. Þannig að lokum eru þetta 16 lengjur.

  9. Takið í tvo hluta í einu og snúið þeim í tvo hringi frá hvorum öðrum og festið endana síðan vel saman.

  10. Pennslið stjörnuna með haframjólk

  11. Bakið við 180°C í 35 til 40 mínútur eða þar til stjarnan er fallega gyllt að ofan.

  12. Blandið saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í skál og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

  13. Takið stjörnuna út og penslið með sykurblöndunni um leið. Leyfið henni síðan að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

  14. Stráið yfir flórsykri (Má sleppa)

Appelsínusúkkulaðifylling

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kakó

  • Appelsínubörkur af einni appelsínu

  • Appelsínusafi úr hálfri appelsínu

  • 2 plötur niðursaxað appelsínusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema appelsínusúkkulaðinu saman í skál.

  2. Saxið appelsínusúkkulaðið niður og setjið í aðra skál.



Vegan jólakleinur

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman.

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.



Smákökur með hvítu súkkulaði og trönuberjum

Hráefni:

  • 250 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 dl sykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 4 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • örlítið salt

  • 160 gr hvítt súkkulaði með hindberjum frá HAPPI

  • 1 dl þurrkuð trönuber

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjörlíki, sykur og vanilludropa í 4-5 mínútur á háum styrk.

  2. Bætið hveiti, lyftidufti og salti út í og hrærið saman þar til öll hráefni eru komin saman.

  3. Saxið súkkulaðið og blandið saman við deigið ásamt trönuberjunum

  4. Mótið litlar kúlur með höndunum og bakið í 8-9 mínútur við 180°C

Við vonum innilega að þessar uppskriftir komi ykkur í jafn mikið jólaskap og okkur sjálfum. Taggið okkur endilega á Instagram ef þið gerið eitthvað af uppskriftunum okkar, við verðum alltaf jafn glaðar að sjá það! <3

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 
 
 


Smákökur með tvöföldu súkkulaði og sjávarsalti

Það kemur örugglega engum á óvart að jólin eru uppáhalds tími ársins hjá okkur systrum og þá sérstaklega hvað varðar mat. Við systur erum búnar að eyða síðustu vikum í að prófa og mynda nýjar hátíðlegar uppskriftir og það mun svo sannarlega ekki vanta nýjar jólauppskriftir á blogginu hjá okkur í ár. Fyrsta hátíðlega færslan eru þessar ótrúlega góðu súkkulaðismákökur með tvöföldu súkkulaði.

Smákökurnar eru einskonar “brownie” smákökur og eru þær alveg stútfullar af súkkulaði, ótrúlega mjúkar og gómæstar. Þær eru nánast eins og gott konfekt og henta því einstaklega vel með kaffibollan eða jafnvel eftir góða máltíð.

Ég notaði cocospread súkkulaðismyrjuna frá violife í kökurnar sem gerir þær extra mjúkar og bragðgóðar, en síðan er stráð örlítið af sjávarsalti yfir hverja köku sem dregur enn frekar fram djúpa súkkulaðibragðið. Við mælum með að allir prófi þessar kökur og fylgist með okkur næstu vikur þar sem við munum birta mikið af nýjum uppskriftum.

Hráefni:

  • 1 dolla violife cocospread (150 gr)

  • 50 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 100 gr suðusúkkulaði

  • 1 dl sykur

  • 1 dl púðursykur

  • 2 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • 2 msk kakóduft

  • 150 gr saxað suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörlíki og 100 gr suðusúkkulaði í potti við lágan hita eða yfir vatnsbaði.

  2. Þeytið saman cocospread, sykur og púðursykur í hrærivél eða með handþeytara í 4-5 mínútur

  3. Hellið súkkulaðismjör blöndunni hægt út í sykurblönduna og hafið hrærivélina í gangi á meðan á lágri stillingu.

  4. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið síðan saman við blautu hráefnin.

  5. Saxið 150 gr af suðusúkkulaði og bætið út í deigið.

  6. Kælið deigið í að minnsta kosti 4 klst eða yfir nótt.

  7. Mótið í litlar kúlur og bakið við 180°C í 8-10 mínútur. Leyfið þeim að kólna á plötunni áður en þið takið þær af.

-Njótið vel og endilega verið dugleg að tagga okkur á instagram þegar þið eruð að baka uppskriftirnar okkar. <3

- Færslan er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi -

 
 

Vegan ofnbakað gnocchi bolognese

Vegan bolognese með gnocchi, bakað í ofni, borið fram með gómsætu brauði. Að mínu mati hinn fullkomni kósý haustréttur. Einfalt og gott og hentar vel sem hversdagsmatur og sem fínni kvöldmatur. Ég ELSKA mat sem passar bæði sem kvöldmatur á mánudagskvöldi og í matarboð helgarinnar.

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og ég notaði hakkið þeirra í þessa gómsætu bolognese sósu. Við elskum vörurnar frá Anamma og notum þær mikið í okkar eldamennsku. Hakkið er fullkomið í þennan rétt og bolognesesósan passar með hvaða pasta sem er. Ég notaði gnocchi því mig langaði að breyta aðeins til og finnst það gott. Ég prófaði sósuna líka með tagliatelle um daginn og það var dásamlega gott.

Ofnbakað pasta finnst mér bæði þægilegt og skemmtilegt að elda. Það er góð tilbreyting frá t.d. hefðbundnu “hakki og spaghetti” en er bæði einfaldara og fljótlegra en lasagna. Mér finnst algjörlega nauðsynlegt að kunna að gera gott bolognese og eins og ég sagði hér að ofan er hægt að bera hakksósuna fram með hvaða pasta sem er. Við fyrstu sýn lítur kannski út eins og sósan innihaldi ekki grænmeti, en það gerir hún svo sannarlega og grænmetið spilar stórt hlutverk í bragði sósunnar að mínu mati. Ég set í hana gulrætur, sellerí, lauk og hvítlauk. Og til að fá sem best bragð finnst mér mikilvægast að mixa grænmetið eða skera það mjög smátt.

Ein af ástæðunum fyrir því að ég elska að útbúa ofnbakað pasta er hversu hentugt það er. Ég geri það yfireitt í stóru góðu steypujárnspönnunni minni sem ég get skellt í ofninn og þarf því bara eina pönnu í eldamennskuna. Eða ég skipti því niður beint í glernestisboxin mín, baka í þeim í ofninum og get svo hitað upp í boxinu ef ég vil taka matinn með mér sem nesti eða eiga fljótlegan hádegismat heima.

Mér finnst gott brauð algjört möst með pasta og gómsætt hvítlauksbrauð er yfirleitt eitthvað sem ég vel að bera fram með nánast hvaða pastarétti sem er. Vegan parmesanostur er líka uppáhald hjá mér. Í dag er hægt að kaupa góðan tilbúinn vegan parmesan úti í búð en fyrir ykkur sem eigið erfitt með að nálgast hann mæli ég með þessum hérna heimagerða parmesan.

Ég vona innilega að þið njótið og munið að tagga okkur á Instagram ef þið eldið uppskriftirnar okkar, okkur þykir ekkert smá vænt um það.

Ofnbakað bolognese með gnocchi ( fyrir 3-4)

Hráefni

  • 500 gr gnocchi (passið að lesa vel á umbúðirnar hvort það er vegan. Sum merki innihalda egg)

  • Olía til steikingar

  • 1 meðalstór laukur

  • 1 gulrót

  • 1 sellerístöngull

  • 4 hvítlauksgeirar

  • 3 msk tómatpúrra

  • 325 gr vegan hakk frá Anamma (bæði formbar og það hefðbundna passa)

  • 2 tsk oregano

  • 1 tsk þurrkuð basílika

  • 1 tsk möluð fennelfræ

  • 1 lárviðarlauf

  • 1 grænmetisteningur

  • 250 ml vatn

  • 1 dl rauðvín

  • 1 dós niðursoðnir tómatar

  • 1-2 msk sojasósa

  • 2 msk balsamikedik

  • 1,5 dl vegan matreiðslurjómi

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Chili explosion krydd (má sleppa)

  • Vegan rjómaostur eða rifinn vegan ostur að toppa með

Gott að bera fram með: Basíliku, vegan parmesan og gott baguette

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Setjið gulrót, lauk og sellerí í matvinnsluvél og mixið þar til það er næstum maukað (sjá mynd að ofan). Ef þið eigið ekki svoleiðis vél mæli ég með því að rífa gulrótina og saxa hitt mjög smátt.

  3. Hitið olíu á stórri pönnu og steikið grænmetið í nokkrar mínútur eða þar til það fær á sig smá lit. Pressið hvítlaukinn, bætið honum á pönnuna og steikið í sirka 2 mínútur í viðbót

  4. Bætið hakkinu, oregano, þurrkaðri basíliku, fennelfræjum og tómatpúrru á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  5. Hellið víninu út á pönnuna og leyfið því að eldast svolítið.

  6. Bætið við niðursoðnum tómötum, vatni, grænmetiskrafti, lárviðarlaufi, sojasósu og balsamikediki og leyfið að malla í 15-20 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað og fengið dekkri lit. Ég elska að leyfa minni að malla við vægan hita eins lengi og mögulegt er þegar ég er ekki að flýta mér.

  7. Bætið gnocchi út í og leyfið þvi að eldast í sósunni í 10 mínútur. Bætið svo matreiðslurjómanum út í og smakkið til. Saltið og piprið eftir þörf. Toppið með vegan rjómaosti, eða rifnum vegan osti og bakið í ofninum í sirka 20 mínútur eða þar til osturinn hefur fengið á sig fínan dökkan lit.

  8. Berið fram með basíliku, vegan parmesan og góðu brauði

Takk fyrir að lesa og njótið vel!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Smjördeigsbökur með vegan ostum og vínberjasultu

Í dag deilum við með ykkur dásamlega góðum smjördeigsbökum með vegan fetaosti, rjómaosti, vínberjasultu, timían og balsamikediki. Skemmtilegar bökur sem gott er að bjóða uppá í veislunni, partýinu eða vínkvöldinu. Bökurnar henta t.d. vel við tilefni þar sem kex, ostar og sulta eru á boðstólnum. Blanda af söltu, sætu og súru. Fullkomið!

Hugmyndin að bökunum kom í síðustu viku þegar ég útbjó þeyttan fetaost. Ég tók fram gómsætu vínberjasultuna frá St. dalfour og smurði henni á kex með þeytta fetaostinum. Guðdómleg blanda. Færsla dagsins er einmitt í samstarfi við St. Dalfour og við erum ótrúlega spenntar fyrir því að vinna með þeim. Við höfum í mörg ár notað sulturnar þeirra við allskyns tilefni. Virkilega góðar gæðasultur. Nýlega komu á markað þrjár nýjar bragðtegundir og við ætlum á næstu vikum að kynna þær fyrir ykkur. Í dag kynnum við til leiks vínberjasultuna. Þar sem ég bý í Svíþjóð stendur Vindruva á sultukrukkunni en á sultunni heima stendur French grape.

Kex, vegan ostar og sulta. Eitthvað sem ég gæti borðað daglega. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og ákvað að nota smjördeig. Ég mæli eindregið með því að þið prófið. Þetta er svo dásamlega gott.

Keypt smjördeig er oftar en ekki vegan. Það inniheldur sjaldan smjör en þess í stað olíur. Það er því oftast laust við allar mjólkurafurðir. Það er þó mikilvægt að lesa vel á umbúðirnar til að vera viss.

Ég útbjó bökurnar í muffinsformi, eins og við gerum með hátíðarOumphið okkar. Það er bæði einfalt að útbua þær á þann hátt og líka þægilegt að vera þær fram. Auk ostanna og sultunnar setti ég í þær ferskt timían, ólífuolíu, balsamikedik, salt og pipar. NAMM!

Smjördeigsbökur með vegan fetaosti, rjómaosti og sultu

Hráefni:

  • 1 pakki vegan smjördeig, annaðhvort frosið eða upprúllað kælt

  • 1 krukka vínberjasulta frá St. Dalfour (Ath í verslunum á íslandi heitir bragðtegundin French grape)

  • 1 pakki vegan fetaostur

  • 1 dolla vegan rjómaostur

  • Ferskt timían

  • Ólífuolía

  • Balsamikedik

  • Salt og pipar

  • Vegan mjólk til að pennsla bökurnar með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Takið smjördeigið úr frystinum og látið það þiðna svona nánast alveg. Það á að vera kallt ennþá samt þegar þið meðhöndlið það. Ef þið notið kælt deig, takið það út svona 5 mínútum áður en þið ætlið að nota það.

  3. Ef þið notið kælt deig, rúllið því út og skerið eins og ég gerði á myndinni að ofan. Ég fékk 9 bökur úr mínu deigi. Ef þið notið fryst mæli ég með því að fletja hverja plötu örlítið út og skipta henni svo í tvo ferninga.

  4. Leggið smjördeigið í muffinsform og fyllið. Ég setti 1 tsk rjómaost, 1 tsk fetaost, 1 tsk sultu, nokkra dropa af ólífuolíu, nokkra dropa af ediki, smá timían, salt og pipar í hverja. Það má auðvitað setja aðeins meira, ég þurfti að hafa í huga að þær yrðu fínar fyrir mynirnar. En ég mæli þó með að fylla þær ekki of mikið.

  5. Lokið bökunum með því að klípa saman hornin og pennslið með mjólkinni

  6. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Látið kólna svolítið áður en þið berið fram.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið vel!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 


Buffaló blómkálsborgari með gráðaostasósu

Mér finnst fátt betra um helgar en góður “helgar”matur. Við borðum yfirleitt pizzu eða hamborgara á föstudögum og elska ég að finna upp nýjan góðar borgara uppskriftir. Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er svo sannarlega ekki af verri endanum en það er buffaló blómkáls borgari með Blue cheese sósunni frá Sacla Italia

Eftir að ég smakkaði blue cheese sósuna fyrst þá hef ég elskan að gera buffaló blómkálsvængi en þessi sósa passar alveg fullkomlega með buffalósósu. Mig langaði þó að gera þessa uppskrift eða svitaða uppskrift sem væri aðeins meiri máltíð einhvern veginn og datt þá í hug að gera eins konar buff úr blómkáli sem hægt væri að nýta í borgara með þessari frábæru sósu.

Blómkálsbuffin er ótrúlega einfalt að gera og er í rauninni gert nákvæmlega eins og blómkálsvængir, nema blómkálið er einfaldlega skorið í sneiðar. Það má því alveg nota sömu uppskrift til að gera vængi eða jafnvel nýta þessa uppskrift sem eins konar blómkálssteik og bera fram með sósunni, salati og kartöflum til dæmis.

Hráefni (4 borgarar) :

  • 4 vegan hamborgarabrauð

  • 4 buffaló blómkálsbuff

  • 1 krukka vegan blue ch**se sósa frá Sacla Italia

  • Vegan hrásalat

  • Ferskt grænmeti

  • Franskar eða ofnbakað kartöflur

Aðferð:

  1. Útbúið blómkálsbuffin eftir uppskrift hér að neðan.

  2. Útbúið hrásalatið

  3. Bakið kartöflur eða franskar í ofni eða útbúið það meðlæti sem hver og einn vill hafa með.

  4. Berið fram og njótið.

Buffaló blómkálsbuff

  • 1 stór blómkálshaus

  • 1 bolli hveiti

  • 2 tsk laukduft

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk paprikuduft

  • 1 msk oregano

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk pipar

  • 1 bolli haframjólk (bætið við smá auka ef ykkur finnst hveitiblandan og þykk)

  • 1 dl buffalósósa eða önnur hot sauce

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 200°C

  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hellið síðan haframjólkinni út í og hrærið vel.

  3. Skerið blómkálið í þykkar sneiðar með stönglinum svo sneiðin haldist heil. Snyrtið vel í kringum stylkin og minnkið hans eins mikið og hægt er án þess að sneiðin detti í sundur. Ég byrja á því að skera hausinn beint í tvennt og næ síðan tveimur sneiðum úr hvorum helming.

  4. Veltið hverri sneið upp úr hveitiblöndunni. Hitið vel af olíu á pönnu þar til hún verður vel heit. Ég set svi mikið að það sé sirka 1 og 1/2 cm af olíu í pönnunni. Steikið hverja blómkálssneið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til fallega gylltar á báðum hliðum.

  5. Hellið buffaló sósunni í breiða, grunna skál og veltið hverri blómkálssneið upp úr henni.

  6. Setjið á bökunarpappír og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur á hvorri hlið, sem sagt 20 mínútur samtals.

Hrásalat

  • 1 dl vegan majónes

  • 1 dl þunnt skorið hvítkál

  • 1 dl þunnt skorið ferskt rauðkál

  • 2 litlar eða 1 meðalstór gulrót

  • 1 tsk agave síróp

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið og rauðkálið í mjög þunnar sneiðar.

  2. Rífið niður gulræturnar.

  3. Blandið öllum hréfnum saman í skál. Saltið eftir smekk

-Njótið vel

- Færslan er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

Falafel úr chana dal baunum

Síðan ég varð ólétt hef ég verið mikið að prófa mig áfram með fleiri baunarétti og svona aðeins “hollari” fæðu. Ég myndi segja að mataræðið mitt sé nú alveg frekar hollt yfir höfuð en ég á það til að elda mikið af soyakjöti og plana flestar máltíðir í kringum slík hráefni. Ég hugsa að partur af því sé til komið vegna þess að fyrst þegar við systur urðum vegan var lítið til að slíkum vörum og samanstóð mataræðið okkar eingöngu af grænmeti, ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum. Þar af leiðandi opnaðist alveg nýr heimur fyir mér þegar vegan kjöt fór að vera í boði.

En eftir að ég varð ólétt hef ég aðeins verið að reyna að fara til baka og gera fleiri rétti úr minna unnum vörum og hef því verið að koma baunum meira og meira inn í mataræðið mitt aftur þar sem þær eru alveg stútfullar af góðri næringu, próteini, trefjum og alls kona góðu. Ég er þó alls ekki að segja að vegan “kjöt” sé óhollt og borða ég það yfirleitt eitthvað á hverjum degi líka.

Mér hefur fundist mjög gaman að leika mér með allskonar baunir síðustu mánuði og þá sérstaklega baunirnar frá Oddpods en við erum búnar að vera í samstarfi með þeim síðan í sumar. Baunirnar eru svo frábærar þar sem þær er hægt að nota á svo marga vegu og er hægt að leika sér með nánast hvaða baunir sem er í alls konar mismunandi réttum. Það sem mér finnst vera mikill plús við þetta merki er að það er hægt að fá baunir líkt og brúnar linsur og chana dal baunirnar sem ég nota í þessari uppskrift forsoðnar, en það hefur ekki verið auðvelt að nálgast slíkt hérna heima. Þessar baunir þarf yfirleitt að leggja í bleyti og sjóða sjálfur. Oddpods baunirnar koma hins vegar tilbúnar til neyslu beint úr pokanum og eru þær soðnar upp úr vatni og grænmetiskrafti sem gerir þær einstaklega bragðgóðar.

Nú er ég í vaktavinnu og er því oft heima í hádeginu hina og þessa daga og því finnst mér nauðsynlegt að kunna að gera góða, fljótlega rétti í hádeginu þegar ég á t.d. ekki afganga frá því kvöldinu áður eða eitthvað slíkt. Auðveldar grænmetisbollur sem taka enga stund eru alveg fullkomnar í svona fljótlega rétti og er þessi uppskrift alveg einstaklega góð þar sem hún er SVO auðveld og tekur innan við 15 mínútur að græja. Þær má einnig nota á svo marga vegu, t.d. með góðu salati, í pítubrauði eða í vefjur. Það er líka svo frábært að það er hægt að nota hvaða baunir sem er í hana og því alltaf hægt að grípa í þessa uppskrift sama hvaða baunir eru til. Í þetta skipti ætla ég að deila með ykkur uppskrift með Chana dal baununum frá Oddpods en það eru gular “split peas” líkt og notað er í baunasúpu.

Hráefni:

  • 1 poki Chana dal baunir frá Oddpods

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 msk ferskt kóríander

  • 1 msk ferksur graslaukur

  • 1 tsk malaður kóríander

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk kúminduft

  • 2-3 msk ferskur sítrónusafi

  • salt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til fínt duft. Tekur einungis um 2-3 mínútur í góðum blandara.

  2. Mótið í bollur, buff eða það sem hentar hverju sinni.

  3. Steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða bakið í ofni í 12-15 mínútur við 200°C.

  4. Berið fram með tzaziki sósu og salati eða í pítúbrauði, vefju eða sem borgari.

Tzatziki sósa

  • 1 bolli hreint jógúrt (mín uppáhalds eru Oatly Turkisk havregurt eða hreina sojade)

  • 2 msk rifin gúrka

  • 1/2 hvítlauksrif

  • salt

  • 1 msk ferskur sítrónusafi

  • 1 msk niðursaxað ferskt dill

Aðferð:

  1. Rífið gúrkuna niður og pressið hvítlaukinn eða saxið bæði mjög smátt. Saxið dillið.

  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til með salti.

-Njótið vel og endilega kíkið á instagram hjá okkur en þar er stutt myndband af því hvernig ég geri bollurnar.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

 
 

Þeyttur vegan fetaostur með sólþurrkuðum tómötum, basilíku og möndlum

Í dag deilum við með ykkur fljótlegum og gómsætum rétti sem er fullkominn sem forréttur, smáréttur, millimál eða partýréttur. Þeyttur vegan fetaostur toppaður með allskonar góðgæti. Að okkar mati bestur borinn fram með nýbökuðu brauði eða góðu kexi.

Færsla dagsins er unnin i samsarfi við Violife á Íslandi og í uppskriftina notum við greek white ostinn þeirra sem minnir a fetaost og rjómaostinn. Ég passa að eiga þessa tvo osta alltaf til í ísskápnum því þeir eru svo hentugir. Rjómaostinn nota ég mikið á brauð, í súpur, sósur og í krem. Fetaostinn myl ég ofan á allskonar matrétti og sallöt. Að þeyta þá saman gerir kraftarverk og er svo dásamlega gott og hægt að toppa með þvi sem mann lystir.

Það tekur innan við 10 mínútur að setja saman þennan rétt. Ég elska allt sem er einfalt og fljótlegt og þetta er svo sannarlega bæði. Á sama tíma er rétturinn bragðgóður og skemmtilegur. Þetta er akkúrat eitthvað sem ég myndi bjóða uppá sem forrétt í matarboðinu eða skella þessu saman þegar ég fæ óvænta gesti og bera fram með góðu brauði og jafnvel víni.

Það er hægt að toppa ostinn með því sem mann lystir og ég hef prófað allskonar útgáfur. Það sem ég hafði í þetta sinn var:

  • Sólþurrkaðir tómatar

  • Basilíka

  • Ristaðar og saltaðar möndlur

  • Ólífuolía

  • Sítrónubörkur

  • Hlynsíróp

  • Chiliflögur

  • Salt og pipar

Ég vona að þið njótið og endilega látið okkur vita ef þið prófið að gera þeytta fetaostinn, hvort sem þið toppið hann eins og við eða prófið að gera hann öðruvisi. Við ELSKUM að heyra frá ykkur!

Þeyttur vegan fetaostur (miðaður sem forréttur fyrir 2-4)

Hráefni:

  • 1 pakki (200gr) greek white fetaosturinn frá Violife

  • 100 gr rjómaosturinn frá Violife (creamy original flavor)

  • 2-4 msk ósæt sojamjólk eða haframjólk - byrjið á 2 msk og sjáið hvort það þarf að bæta meiru við

  • 1 msk sítrónusafi

Aðferð:

  1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er mjúk

  2. Setjið i skál og toppið með því sem ykkur þykir gott.

Ég toppaði með:

  • Söxuðum sólþurrkuðum tómötum

  • Söxuðum ristuðum og söltuðum möndlum

  • Saxaðri basilíku

  • Ólífuolíu og olíu frá sólþurrkuðu tómötunum

  • Sítrónuberki

  • Hlynsírópi

  • Chiliflögum

  • Salti og pipar

Magnið af hverju setti ég eftir smekk. Myndi fara varlega í sítrónubörkinn og sírópið og setja frekar minna fyrst og bæta svo við. Mér finnst líka gott að setja út á ofnbakaðan lauk og hvítlauk og ólífur.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
 

Linsubauna "Shepert's pie"

IMG_9897.jpg

Mér finnst ég alltaf byrja þessar færslur á að tala um veðrið en það hefur snjóað af og til á landinu síðustu daga og hef ég þurft að skafa nánast alla morgna síðustu vikuna svo það er eiginlega bara ekki annað hægt. Matarvenjur mínar fara líka bara svo rosalega eftir veðri einhvernveginn, en það er akkúrat þess vegna sem ég ákvað að deila með ykkur þessari tilteknu uppskrift núna.

IMG_9874.jpg
IMG_9875.jpg

Uppskriftin er af svokallari “Sherpert’s pie” en ég held að það sé ekki mikil hefð fyrir því að fólk eldi þennan rétt hérna á Íslandi. Ég kynntist honum allavega ekki fyr en eftir að ég varð vegan þar sem það er mjög auðvelt að gera vegan útgáfu af alls konar svona bökum. Þessi útgáfu er mín uppáhalds en fyllingin er svo góð að það væri eiginlega hægt að borða hana á jólunum að mínu mat. Ég set rauðvín í sósuna sem gerir hana eitthvað svo hátíðlega og svo er kartöflumús líka í svo miklu uppáhaldi hjá mér.

Mér finnst þessi rétturinn vera fullkomin þegar það er kalt úti og tikkar í öll boxin yfir þennan svokallaða “comfort food”. Mér finnst líka einhvern veginn aldrei jafn skemmtilegt að kaupa gænmeti og á haustin þegar það er svo extra ferskt og mikið úrval í búðum, og því ákvað ég að hafa réttin stútfullan af fallegu grænmeti. Það má að sjálfsögðu nýta nánast hvaða grænmeti sem er í hann, sleppa einhverju eða skipta út eftir smekk hvers og eins. Ég set oft sveppi eða brokkolí út í ef ég á það til en mér finnst mikilvægast að það séu laukur, gulrætur og baunir í honum.

Uppistaðan í bökunni eru síðan linsubaunirnar en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær draga svo vel í sig bragð og finnst mér áferðin á þeim einhvern veginn betri en á flestum öðrum baunum. Ég notaði baunirnar frá Oddpods þar sem það er svo einfalt að geta bara hent þeim út á pönnuna beint úr pakkningunni. Einnig eru baunirnar frá Oddpods soðnar upp úr grænmetiskrafti en það finnst mér gera þær bragðbetri en aðrar baunir og hentar það sérstaklega vel í rétti eins og þennan.

IMG_9917.jpg

Ég mæli með að elda stóra böku, en þessi uppskrift dugar fyrir 4-5 fullorðna, þar sem hún er eiginlega bara ennþá betri daginn eftir.

Linsubaunafylling:

  • 2 pakkar brúnar linsur frá Oddpods

  • 2-3 msk ólífuolía

  • 1 laukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 3 gulrætur

  • 3 stilkar sellerí

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 250 ml vatn + 1 msk hveiti hrist saman

  • 250 ml hafrarjómi

  • 1 sveppateningur

  • 1 msk dijon sinnep

  • 3 msk eða ein lítil dós tómatpúrra

  • 1-2 msk soyasósa

  • 1/2 dl rauðvín

  • 2 lárviðarlauf

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera niður allt grænmeti í litla kubba.

  2. Steikið upp úr ólífuolíu þar til grænmetið fer að mýkjast

  3. Bætið baununum út í ásamt smá salti og pipar og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðalhita.

  4. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar

  5. Setjið í eldfast mót, útbúið kartfölumúsina og dreyfið henni jafnt yfir. Bakið við 200°C í 15 mínútur eða þar til kartöflumúsin verður fallega gyllt að ofan.

  6. Passið að taka lárviðarlaufin úr þegar bakan er borðuð.

Kartöflumús

  • 1 kg kartöflur

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1-2 dl haframjólk

  • vel af salti (eftir smekk)

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn þegar stungið er gaffli í þær.

  2. Afhýðið kartöflurnar og stappið saman með kartöflustappara eða setjið í gegnum kartöflupressu.

  3. Setjið kartöflurnar, smjörlíki og 1 dl af mjólk saman í pott og hrærið vel í á lágum hita. Bætið við salti og haframjólk eftir þörfum.

-Við mælum með að bera réttinn fram með fersku salati og hvítlauksbrauði en það má líka bera hann fram einan og sér.

- Þessi færsla er í samstarfi við OddPods á Íslandi -

 
Oddpods-logo---edited.png